Þarf þetta að vera svona? Logi Bergmann skrifar 22. júlí 2017 07:00 Stundum finnst mér eins og þjóðin skiptist í tvennt (þó að ég sé ekki viss með hlutföllin). Þá sem styðja einkarekstur og þá sem eru á móti honum. Það má færa rök fyrir hvoru tveggja og einkavæðing á klárlega ekki alltaf við. En stundum gerist það að stofnanir virðast nánast standa upp á stól og öskra: EINKAVÆÐIÐ MIG! Við höfum fengið tvö dæmi um það síðustu vikur. Annars vegar er risavaxin auglýsingaherferð fyrir Vínbúðina um að fólk eigi að sýna skilríki. Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í þessu. Ef minnsti vafi leikur á því að viðskiptavinurinn hafi aldur til að kaupa áfengi, er þá ekki bara glimrandi hugmynd að spyrja viðkomandi hvort hann sé með skilríki? Ég myndi halda að það væri svona það augljósa í stöðunni. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að það væri óþarfi að auglýsa það sérstaklega. Sennilega nægir að setja skilti í vínbúðina með áréttingu um aldurstakmark. Og kannski miða fyrir framan afgreiðslumanninn með sömu skilaboðum ef það er hann sem klikkar svona rosalega á þessu að það þarf að fara í sérstaka herferð. Er annars einhver í heiminum sem veit ekki að það er góð hugmynd að taka með sér skilríki í vínbúð? Þá sjaldan ég lyfti mér upp í útlöndum og fer í vínbúð er ég yfirleitt spurður um skilríki og geng út hress í bragði yfir því að vera svona fáránlega unglegur. Gæti það verið að hér sé hið kunnuglega vandamál að hér sé verið að sýsla með annarra manna peninga?Svona viljum við hafa þaðÞetta toppar næstum því Orkuveituauglýsinguna um árið. Hún kostaði skrilljónir og tilgangurinn virtist helst vera sá að leyfa einhverjum leikstjóra að fá útrás fyrir dans- og söngleikjablæti þar sem inntakið var: Svona viljum við hafa það. Öh?… nei. Ég skildi ekkert, enda var ekki eins og fólk gæti hætt að skipta við öll hin orkufyrirtækin í Reykjavík. Þetta er í alvöru eins og ríkisstjórnin myndi fara í auglýsingaherferð fyrir andrúmsloft. Og hvað það sé frábær hugmynd að anda því að sér. Svo er það Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Hvar, annars staðar en í Sovétríkjunum sálugu, getur það talist eðlilegt að vera hálfan dag að sækja um vegabréf? Að það sé bara eðlilegur gangur lífsins að þurfa að taka sér frí úr vinnu á nokkurra ára fresti svo maður komist til útlanda? Og jafnvel þótt einhverjum, einhvers staðar í heiminum gæti tekist að veita verri þjónustu er algjör óþarfi að keppa við það hér. En þessi hálfi dagur er bara byrjunin. Þegar maður er búinn að bíða hjá sýslumanni getur tekið við þrettán daga bið. Altso í þrettán virka daga, sem þýðir að ef maður sækir um föstudaginn 3. ágúst, gæti vegabréfið komið 22. ágúst. Sem eru 19 dagar. Nítján.Eigum við að reyna eitthvað annað?Til að tryggja að allir haldi nú góða skapinu þá finnst sýslumanni það frábær hugmynd að skella í lás klukkan 15. Það er greinilega algjör óþarfi að hafa opið lengur fyrst þetta gengur svona ljómandi vel. Meira að segja Tollstjórinn, sem lengi var óvinsælasta stofnun landsins, heldur opnu hálftíma lengur. Og bara til að hressa þessa fúlustu við þá getur Sýslumaðurinn engan veginn tekið við kreditkortum. Bara alls ekki. Sem er alveg óskiljanlegt því það eru allar líkur á því að við séum búin að borga kortareikninginn þegar við loks fáum vegabréfið í hendur. Nú veit ég ekki hvernig á því stendur að ríkisvaldið vill hafa þetta svona. Að til séu stofnanir sem telja sig þurfa að tala við starfsfólk sitt í gegnum auglýsingaherferðir eða veita þjónustu með því að halda okkur hjá sér hálfan dag og dunda sér svo verulegan hluta úr mánuði við að búa til skilríki sem við megum ekki borga með kreditkorti af því að við gætum bara stungið af frá reikningnum í helgarferðinni í Köben. En það sem mér finnst þetta segja er einfaldlega: „Getur ekki einhver annar tekið við þessu?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Stundum finnst mér eins og þjóðin skiptist í tvennt (þó að ég sé ekki viss með hlutföllin). Þá sem styðja einkarekstur og þá sem eru á móti honum. Það má færa rök fyrir hvoru tveggja og einkavæðing á klárlega ekki alltaf við. En stundum gerist það að stofnanir virðast nánast standa upp á stól og öskra: EINKAVÆÐIÐ MIG! Við höfum fengið tvö dæmi um það síðustu vikur. Annars vegar er risavaxin auglýsingaherferð fyrir Vínbúðina um að fólk eigi að sýna skilríki. Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í þessu. Ef minnsti vafi leikur á því að viðskiptavinurinn hafi aldur til að kaupa áfengi, er þá ekki bara glimrandi hugmynd að spyrja viðkomandi hvort hann sé með skilríki? Ég myndi halda að það væri svona það augljósa í stöðunni. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að það væri óþarfi að auglýsa það sérstaklega. Sennilega nægir að setja skilti í vínbúðina með áréttingu um aldurstakmark. Og kannski miða fyrir framan afgreiðslumanninn með sömu skilaboðum ef það er hann sem klikkar svona rosalega á þessu að það þarf að fara í sérstaka herferð. Er annars einhver í heiminum sem veit ekki að það er góð hugmynd að taka með sér skilríki í vínbúð? Þá sjaldan ég lyfti mér upp í útlöndum og fer í vínbúð er ég yfirleitt spurður um skilríki og geng út hress í bragði yfir því að vera svona fáránlega unglegur. Gæti það verið að hér sé hið kunnuglega vandamál að hér sé verið að sýsla með annarra manna peninga?Svona viljum við hafa þaðÞetta toppar næstum því Orkuveituauglýsinguna um árið. Hún kostaði skrilljónir og tilgangurinn virtist helst vera sá að leyfa einhverjum leikstjóra að fá útrás fyrir dans- og söngleikjablæti þar sem inntakið var: Svona viljum við hafa það. Öh?… nei. Ég skildi ekkert, enda var ekki eins og fólk gæti hætt að skipta við öll hin orkufyrirtækin í Reykjavík. Þetta er í alvöru eins og ríkisstjórnin myndi fara í auglýsingaherferð fyrir andrúmsloft. Og hvað það sé frábær hugmynd að anda því að sér. Svo er það Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Hvar, annars staðar en í Sovétríkjunum sálugu, getur það talist eðlilegt að vera hálfan dag að sækja um vegabréf? Að það sé bara eðlilegur gangur lífsins að þurfa að taka sér frí úr vinnu á nokkurra ára fresti svo maður komist til útlanda? Og jafnvel þótt einhverjum, einhvers staðar í heiminum gæti tekist að veita verri þjónustu er algjör óþarfi að keppa við það hér. En þessi hálfi dagur er bara byrjunin. Þegar maður er búinn að bíða hjá sýslumanni getur tekið við þrettán daga bið. Altso í þrettán virka daga, sem þýðir að ef maður sækir um föstudaginn 3. ágúst, gæti vegabréfið komið 22. ágúst. Sem eru 19 dagar. Nítján.Eigum við að reyna eitthvað annað?Til að tryggja að allir haldi nú góða skapinu þá finnst sýslumanni það frábær hugmynd að skella í lás klukkan 15. Það er greinilega algjör óþarfi að hafa opið lengur fyrst þetta gengur svona ljómandi vel. Meira að segja Tollstjórinn, sem lengi var óvinsælasta stofnun landsins, heldur opnu hálftíma lengur. Og bara til að hressa þessa fúlustu við þá getur Sýslumaðurinn engan veginn tekið við kreditkortum. Bara alls ekki. Sem er alveg óskiljanlegt því það eru allar líkur á því að við séum búin að borga kortareikninginn þegar við loks fáum vegabréfið í hendur. Nú veit ég ekki hvernig á því stendur að ríkisvaldið vill hafa þetta svona. Að til séu stofnanir sem telja sig þurfa að tala við starfsfólk sitt í gegnum auglýsingaherferðir eða veita þjónustu með því að halda okkur hjá sér hálfan dag og dunda sér svo verulegan hluta úr mánuði við að búa til skilríki sem við megum ekki borga með kreditkorti af því að við gætum bara stungið af frá reikningnum í helgarferðinni í Köben. En það sem mér finnst þetta segja er einfaldlega: „Getur ekki einhver annar tekið við þessu?“
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun