Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 21. júlí 2017 14:28 Freyr Alexandersson ræðir við leikmenn landsliðsins eftir 1-0 tapið gegn Frökkum í Tilburg. Vísir/Vilhelm Töluverð umræða hefur skapast á Íslandi um nöfn íslenskra landsliðsmanna og þá staðreynd að á keppnisbúningum kvennalandsliðsins eru þær með kenninöfnin á bakinu en ekki fornöfnin. Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun og hafa ýmsir lagt orð í belg. Umræðan kemur reglulega upp hjá landsliðum Íslands í íþróttum. Leikmenn karlalandsliðsins bera kenninöfn sín á treyjunum að eigin ósk eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma.Horfa til crossfit stjarnanna Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir útskýrðu á fundi með blaðamönnum í dag að þetta hefði verið rætt fyrir mót og atkvæðagreiðsla farið fram. „Síðustu tvær keppnir hafa verið með fornafninu en við kusum um þetta og ákváðum að vera með eftirnöfnin núna þar sem við erum sameinaðar undir „dóttir“,“ sagði Sif. Vísaði Sif til merkisins #dottir sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum. Stelpurnar hafa verið duglegar að merkja færslur sínar með merkinu. Glódís útskýrði hvers vegna. „Þetta kemur upprunalega úr crossfit-heiminum þar sem stelpurnar okkar þar fengu þetta nafn á sig,“ sagði Glódís. Vísar hún þar meðal annars til Katrínar Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur sem slegið hafa í gegn í crossfit auk Annie Mist. „Þetta stendur fyrir að vera grjótharðar og ógeðslega flottar,“ sagði Glódís.Jessen og Jensen sammála „Okkur langaði að taka þetta með okkur inn í mótið. Þetta gefur okkur auka orku, þetta er svona íslenskt og er skemmtilegt.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari skaut inn að allir 23 leikmenn landsliðsins hefðu greitt atkvæði í sömu átt, þ.e. að vera með eftirnöfn á treyjum sínum. „Meira að segja Jessen og Jensen,“ sagði Freyr og fékk salinn til að hlæja. Átti hann þar við Elínu Mettu Jensen og Söndru Maríu Jessen sem bera ættarnöfn í stað þess að vera kenndar við föður eða móður sína. „Svona erum við meira lið.“Uppfært klukkan 17:25Orðinu kenninafn, sem nær utan um föður-, móður og ættarnöfn, skipt inn fyrir orðið eftirnafn. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast á Íslandi um nöfn íslenskra landsliðsmanna og þá staðreynd að á keppnisbúningum kvennalandsliðsins eru þær með kenninöfnin á bakinu en ekki fornöfnin. Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun og hafa ýmsir lagt orð í belg. Umræðan kemur reglulega upp hjá landsliðum Íslands í íþróttum. Leikmenn karlalandsliðsins bera kenninöfn sín á treyjunum að eigin ósk eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma.Horfa til crossfit stjarnanna Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir útskýrðu á fundi með blaðamönnum í dag að þetta hefði verið rætt fyrir mót og atkvæðagreiðsla farið fram. „Síðustu tvær keppnir hafa verið með fornafninu en við kusum um þetta og ákváðum að vera með eftirnöfnin núna þar sem við erum sameinaðar undir „dóttir“,“ sagði Sif. Vísaði Sif til merkisins #dottir sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum. Stelpurnar hafa verið duglegar að merkja færslur sínar með merkinu. Glódís útskýrði hvers vegna. „Þetta kemur upprunalega úr crossfit-heiminum þar sem stelpurnar okkar þar fengu þetta nafn á sig,“ sagði Glódís. Vísar hún þar meðal annars til Katrínar Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur sem slegið hafa í gegn í crossfit auk Annie Mist. „Þetta stendur fyrir að vera grjótharðar og ógeðslega flottar,“ sagði Glódís.Jessen og Jensen sammála „Okkur langaði að taka þetta með okkur inn í mótið. Þetta gefur okkur auka orku, þetta er svona íslenskt og er skemmtilegt.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari skaut inn að allir 23 leikmenn landsliðsins hefðu greitt atkvæði í sömu átt, þ.e. að vera með eftirnöfn á treyjum sínum. „Meira að segja Jessen og Jensen,“ sagði Freyr og fékk salinn til að hlæja. Átti hann þar við Elínu Mettu Jensen og Söndru Maríu Jessen sem bera ættarnöfn í stað þess að vera kenndar við föður eða móður sína. „Svona erum við meira lið.“Uppfært klukkan 17:25Orðinu kenninafn, sem nær utan um föður-, móður og ættarnöfn, skipt inn fyrir orðið eftirnafn.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti