Eru sjálflærðir á öll hljóðfæri og græjur Guðný Hrönn skrifar 21. júlí 2017 10:00 Egill og Bjarki lýsa tónlist sinni sem tilraunakenndu poppi. Vísir/Eyþór Bræðurnir Egill Viðarsson og Bjarki Hreinn Viðarsson skipa bandið Andy Svarthol. Það vekur athygli er að þeir eru sjálflærðir á hljóðfærin og gera allt sjálfir; spila á ýmis hljóðfæri, syngja, hljóðblanda, framleiða og svo framvegis. „Bjarki hafði aldrei gert tónlist áður en ég plataði hann út í það. Ég var hins vegar áður í hljómsveitinni Nóru sem gaf út tvær plötur árin 2010-2012,“ segir Egill. „Við erum báðir sjálflærðir á hljóðfærin okkar og allar aðrar græjur.“ „Þegar Nóra lagðist af þá ákvað ég ég að spyrja Bjarka hvort hann vildi ekki stofna hljómsveit með mér, og ég myndi þá kenna honum á hljóðfæri og annað. Og hann var til í það. Við byrjuðum að spila saman fyrir tveimur árum en erum fyrst núna að byrja að gefa út efni og spila á tónleikunum. Núna erum við nefnilega orðnir nokkuð sáttir við afurðina. Það tók tíma að móta hljómsveitina og efnið, þetta hefur verið ákveðið lærdómsferli fyrir okkur,“ útskýrir Egill sem segir bróður sinn vera orðinn nokkuð færan á hljóðfæri. „Já, já, hann er orðinn fær á gítar, hljómborð og allan pakkann.“ Tónlistin er aðalástríðanEins og áður sagði gera bræðurnir allt í sambandi við tónlistarsköpunina. Aðspurður hvort þetta sé ekki hörkuvinna svarar Egill játandi. „Jú, þetta er allt of mikil vinna. Ég veit ekkert hvað við erum að spá,“ segir hann og hlær. „En þetta er aðalástríðan og við leggjum mikla vinnu í þetta.“Þar sem þið eruð sjálflærðir, geta þá allir stofnað hljómsveit, burtséð frá kunnáttu? „Já, já, ef maður leggur sig fram þá er það hægt. Þetta eru náttúrulega spennandi tímar til að vera tónlistarmaður. Möguleikarnir eru miklir og upplýsingaflæðið er endalaust á netinu og maður getur lært hvað sem er. Ég lærði til dæmis á píanó út frá einhverjum YouTube-myndböndum. Maður þarf bara að vera duglegur að djöflast og pönkast á hljóðfærin, þá kemur þetta,“ segir Egill sem hefur notast mikið við YouTube-myndbönd og leiðbeiningar á netinu til að læra á ýmis hljóðfæri„En auðvitað verður þekkingin eitthvað gloppótt þegar maður lærir svona, en það er allt í lagi. Þetta hefur líka sína kosti.“ Spurður út í hvernig sé að vera í hljómsveit með bróður sínum segir Egill: „Það er bara frábært sko. Ég gæti varla hugsað mér annað. Þetta er auðvitað mjög náið samstarf og við lærum hvor inn á annan og kynnumst betur.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Egill er í hljómsveit með fjölskyldumeðlimi því systir hans, Auður, var með honum í Nóru.Er ekkert verið að rífast? „Jú, jú, en við höfum öll rifist frá því að við vorum krakkar, þannig að það er ekkert mál sko,“ segir hann og hlær. Þess má geta að fyrsta plata Andy Svarthols er væntanleg á næsta ári. Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Bræðurnir Egill Viðarsson og Bjarki Hreinn Viðarsson skipa bandið Andy Svarthol. Það vekur athygli er að þeir eru sjálflærðir á hljóðfærin og gera allt sjálfir; spila á ýmis hljóðfæri, syngja, hljóðblanda, framleiða og svo framvegis. „Bjarki hafði aldrei gert tónlist áður en ég plataði hann út í það. Ég var hins vegar áður í hljómsveitinni Nóru sem gaf út tvær plötur árin 2010-2012,“ segir Egill. „Við erum báðir sjálflærðir á hljóðfærin okkar og allar aðrar græjur.“ „Þegar Nóra lagðist af þá ákvað ég ég að spyrja Bjarka hvort hann vildi ekki stofna hljómsveit með mér, og ég myndi þá kenna honum á hljóðfæri og annað. Og hann var til í það. Við byrjuðum að spila saman fyrir tveimur árum en erum fyrst núna að byrja að gefa út efni og spila á tónleikunum. Núna erum við nefnilega orðnir nokkuð sáttir við afurðina. Það tók tíma að móta hljómsveitina og efnið, þetta hefur verið ákveðið lærdómsferli fyrir okkur,“ útskýrir Egill sem segir bróður sinn vera orðinn nokkuð færan á hljóðfæri. „Já, já, hann er orðinn fær á gítar, hljómborð og allan pakkann.“ Tónlistin er aðalástríðanEins og áður sagði gera bræðurnir allt í sambandi við tónlistarsköpunina. Aðspurður hvort þetta sé ekki hörkuvinna svarar Egill játandi. „Jú, þetta er allt of mikil vinna. Ég veit ekkert hvað við erum að spá,“ segir hann og hlær. „En þetta er aðalástríðan og við leggjum mikla vinnu í þetta.“Þar sem þið eruð sjálflærðir, geta þá allir stofnað hljómsveit, burtséð frá kunnáttu? „Já, já, ef maður leggur sig fram þá er það hægt. Þetta eru náttúrulega spennandi tímar til að vera tónlistarmaður. Möguleikarnir eru miklir og upplýsingaflæðið er endalaust á netinu og maður getur lært hvað sem er. Ég lærði til dæmis á píanó út frá einhverjum YouTube-myndböndum. Maður þarf bara að vera duglegur að djöflast og pönkast á hljóðfærin, þá kemur þetta,“ segir Egill sem hefur notast mikið við YouTube-myndbönd og leiðbeiningar á netinu til að læra á ýmis hljóðfæri„En auðvitað verður þekkingin eitthvað gloppótt þegar maður lærir svona, en það er allt í lagi. Þetta hefur líka sína kosti.“ Spurður út í hvernig sé að vera í hljómsveit með bróður sínum segir Egill: „Það er bara frábært sko. Ég gæti varla hugsað mér annað. Þetta er auðvitað mjög náið samstarf og við lærum hvor inn á annan og kynnumst betur.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Egill er í hljómsveit með fjölskyldumeðlimi því systir hans, Auður, var með honum í Nóru.Er ekkert verið að rífast? „Jú, jú, en við höfum öll rifist frá því að við vorum krakkar, þannig að það er ekkert mál sko,“ segir hann og hlær. Þess má geta að fyrsta plata Andy Svarthols er væntanleg á næsta ári.
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira