Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2017 19:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. Talið er að um tuttugu milljónir manna muni missa heilbrigðistryggingu sína nái frumvarp Trump fram að ganga. John McCain öldungadeildarþingmaður Repúblikana og forsetaframbjóðandi gegn Barack Obama fyrrverandi forseta greindist með heilaæxli í vikunni og er því frá þingstörfum. Bandarískir þingmenn þurfa hins vegar ekki að óttast að fá ekki heilbrigðisþjónustu þar sem starfi þeirra fylgir besta heilbrigðistrygging sem völ er á í Bandaríkjunum. Meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni er naumur þar sem þeir hafa 52 fulltrúa af eitt hundrað. Nokkrir þingmenn hafa einnig gefið í skyn að þeir muni ekki styðja frumvarp Trump forseta um breytingar á lögum frá tíð Obama sem kölluð hafa verið Obamacare. Þeir óttast pólitískar afleiðingar verði frumvarpið að lögum en það gæti svift um 20 milljónir venjulegra Bandaríkjamanna heilbrigðistryggingu sinni. Donald Trump forseti Bandaríkjanna ítrekaði forgangsröð sína þegar forstjórar framleiðslufyrirtækja heimsóttu Hvíta húsið í dag. „Við verðum að lækka skatta á fyrirtæki til að þjóð okkar geti blómstrað, eina hæstu skatta í heimi. Við verðum að afnema Obamacare sem drepur störf í landinu, við verðum að gera það. Og ég get sagt ykkur að við vonum að John McCain jafni sig mjög fljótlega vegna þess að við söknum hans. Hann er sterk rödd í Washington og við þurfum á atkvæði hans að halda,“ sagði Trump og uppskar að launum mikinn hlátur hjá forstjórunum. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. Talið er að um tuttugu milljónir manna muni missa heilbrigðistryggingu sína nái frumvarp Trump fram að ganga. John McCain öldungadeildarþingmaður Repúblikana og forsetaframbjóðandi gegn Barack Obama fyrrverandi forseta greindist með heilaæxli í vikunni og er því frá þingstörfum. Bandarískir þingmenn þurfa hins vegar ekki að óttast að fá ekki heilbrigðisþjónustu þar sem starfi þeirra fylgir besta heilbrigðistrygging sem völ er á í Bandaríkjunum. Meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni er naumur þar sem þeir hafa 52 fulltrúa af eitt hundrað. Nokkrir þingmenn hafa einnig gefið í skyn að þeir muni ekki styðja frumvarp Trump forseta um breytingar á lögum frá tíð Obama sem kölluð hafa verið Obamacare. Þeir óttast pólitískar afleiðingar verði frumvarpið að lögum en það gæti svift um 20 milljónir venjulegra Bandaríkjamanna heilbrigðistryggingu sinni. Donald Trump forseti Bandaríkjanna ítrekaði forgangsröð sína þegar forstjórar framleiðslufyrirtækja heimsóttu Hvíta húsið í dag. „Við verðum að lækka skatta á fyrirtæki til að þjóð okkar geti blómstrað, eina hæstu skatta í heimi. Við verðum að afnema Obamacare sem drepur störf í landinu, við verðum að gera það. Og ég get sagt ykkur að við vonum að John McCain jafni sig mjög fljótlega vegna þess að við söknum hans. Hann er sterk rödd í Washington og við þurfum á atkvæði hans að halda,“ sagði Trump og uppskar að launum mikinn hlátur hjá forstjórunum.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira