Sólríkir hveitibrauðsdagar Guðný Hrönn skrifar 20. júlí 2017 13:15 Aron Einar og Kristbjörg Jónasdóttir vörðu hveitibrauðsdögunum á Maldíveyjum. MYND/KRISTBJÖRG Nýgift hjón fagna gjarnan ástinni með því að fara í skemmtiferð út fyrir landsteinana á hveitibrauðsdögunum. Sólríkir staðir eru vinsælir, gríska eyjan Mykonos og Seychelles-eyjar þykja til dæmis fullkomnir áfangastaðir fyrir ástfangin pör. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson og einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir fögnuðu ástinni á Maldíveyjum. „Það hefur alltaf verið draumur að fara til Maldíveyja og við ákváðum að láta verða af því að fara þangað í brúðkaupsferð. Við sjáum sko ekki eftir því,“ segir Kristbjörg sem gefur Maldív eyjum hæstu einkunn.„Við vorum á eyju sem heitir Hurawalhi og ef ég ætti að lýsa henni í einu orði þá væri það: „draumaparadís“. Maturinn var mjög góður og þjónustan og allt þjónustufólk yndislegt. Þó svo að ferðalagið hafi verið langt þá var þetta 100% þess virði,“ segir Kristbjörg sem náði góðri slökun í brúð- kaupsferðinni. „Það er ekkert það mikið sem er hægt að gera en alltaf hægt að finna eitthvað, fullkomið fyrir afslöppun og til að njóta með makanum. Þetta er ekta áfangastaður fyrir kærustupör eða hjón, og ég mæli klárlega með þessum stað.“Ása Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson giftu sig árið 2012 og eftir það var haldið til Dubai.„Við fórum til Dubai beint eftir brúðkaupið en þar vorum við viss um að fá sól og hita. Og þangað var þægilegt og gott að fara með son okkar sem var þá kornabarn.“ „Ári seinna fórum við svo bara tvö í örlítið rómantískari ferð til Santorini og Mykonos og það má eiginlega segja að það hafi verið hin eiginlega brúðkaupsferð,“ segir Ása.Vilhjálmur prins og Katrín, hertogaynja- af Cambridge, giftu sig árið 2011 og vörðu svo hveitibrauðsdögunum á afskekktum stað á Seych elleseyjum.Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir héldu til rómantísku borgarinnar Par- ísar eftir brúðkaupið árið 2008.Jennifer Aniston og Justin Theroux vörðu sínum hveitibrauðsdögum á eldfjallaeyjunni Bora-Bora. Hjónin Chrissy Teigen og John Legend nutu lífsins í í Portofino á Ítalíu. Þau gengu í það heilaga á Ítalíu árið 2013. Söngvarinn Jón Ragnar Jónsson og tannlæknirinn Hafdís Björk Jónsdóttir létu pússa sig saman í byrjun júlí. Þau fögnuðu ástinni á Mykonos og svo á Santorini. HJÓN á Mykonos... Ennþá að springa úr ást og þakklæti í garð allra snillinganna í kringum okkur sem gerðu daginn okkar ógleymanlegan og partíið tryllt ❤️ #hjon1717 A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Jul 7, 2017 at 12:56pm PDTTónlistarfólkið Beyoncé og Jay Z giftu sig árið 2008 og fóru til Maldíveyja í brúðkaupsferð. Árið 1956 gitust leik konan Grace Kelly og Rainier fursti af Mónakó. Því var fagnað með sjö vikna brúðkaupsferð um Miðjarðar haf. Hönnuðurinn Victoria Beckham og fyrrverandi fótboltakappinn David Beckham vörðu hveitibrauðsdögunum í París árið 1999.George Clooney og Amal Alamuddin fóru til Seychelles-eyja til að fagna hjónabandi sínu en þau giftu sig árið 2014 á Ítalíu. Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Nýgift hjón fagna gjarnan ástinni með því að fara í skemmtiferð út fyrir landsteinana á hveitibrauðsdögunum. Sólríkir staðir eru vinsælir, gríska eyjan Mykonos og Seychelles-eyjar þykja til dæmis fullkomnir áfangastaðir fyrir ástfangin pör. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson og einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir fögnuðu ástinni á Maldíveyjum. „Það hefur alltaf verið draumur að fara til Maldíveyja og við ákváðum að láta verða af því að fara þangað í brúðkaupsferð. Við sjáum sko ekki eftir því,“ segir Kristbjörg sem gefur Maldív eyjum hæstu einkunn.„Við vorum á eyju sem heitir Hurawalhi og ef ég ætti að lýsa henni í einu orði þá væri það: „draumaparadís“. Maturinn var mjög góður og þjónustan og allt þjónustufólk yndislegt. Þó svo að ferðalagið hafi verið langt þá var þetta 100% þess virði,“ segir Kristbjörg sem náði góðri slökun í brúð- kaupsferðinni. „Það er ekkert það mikið sem er hægt að gera en alltaf hægt að finna eitthvað, fullkomið fyrir afslöppun og til að njóta með makanum. Þetta er ekta áfangastaður fyrir kærustupör eða hjón, og ég mæli klárlega með þessum stað.“Ása Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson giftu sig árið 2012 og eftir það var haldið til Dubai.„Við fórum til Dubai beint eftir brúðkaupið en þar vorum við viss um að fá sól og hita. Og þangað var þægilegt og gott að fara með son okkar sem var þá kornabarn.“ „Ári seinna fórum við svo bara tvö í örlítið rómantískari ferð til Santorini og Mykonos og það má eiginlega segja að það hafi verið hin eiginlega brúðkaupsferð,“ segir Ása.Vilhjálmur prins og Katrín, hertogaynja- af Cambridge, giftu sig árið 2011 og vörðu svo hveitibrauðsdögunum á afskekktum stað á Seych elleseyjum.Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir héldu til rómantísku borgarinnar Par- ísar eftir brúðkaupið árið 2008.Jennifer Aniston og Justin Theroux vörðu sínum hveitibrauðsdögum á eldfjallaeyjunni Bora-Bora. Hjónin Chrissy Teigen og John Legend nutu lífsins í í Portofino á Ítalíu. Þau gengu í það heilaga á Ítalíu árið 2013. Söngvarinn Jón Ragnar Jónsson og tannlæknirinn Hafdís Björk Jónsdóttir létu pússa sig saman í byrjun júlí. Þau fögnuðu ástinni á Mykonos og svo á Santorini. HJÓN á Mykonos... Ennþá að springa úr ást og þakklæti í garð allra snillinganna í kringum okkur sem gerðu daginn okkar ógleymanlegan og partíið tryllt ❤️ #hjon1717 A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Jul 7, 2017 at 12:56pm PDTTónlistarfólkið Beyoncé og Jay Z giftu sig árið 2008 og fóru til Maldíveyja í brúðkaupsferð. Árið 1956 gitust leik konan Grace Kelly og Rainier fursti af Mónakó. Því var fagnað með sjö vikna brúðkaupsferð um Miðjarðar haf. Hönnuðurinn Victoria Beckham og fyrrverandi fótboltakappinn David Beckham vörðu hveitibrauðsdögunum í París árið 1999.George Clooney og Amal Alamuddin fóru til Seychelles-eyja til að fagna hjónabandi sínu en þau giftu sig árið 2014 á Ítalíu.
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira