Viðskipti innlent

Hagar ekki eins spennandi án Lyfju

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus.
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus. vísir/eyþór
Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð.

Hann segir að Capacent verðmeti Haga án Lyfju og Olís á genginu 48,6 krónur á hlut en verðmatsgengi Haga með fyrirtækin tvö innanborðs hafi verið 52,4 krónur á hlut. Gengi bréfa félagsins stóð í 39,05 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær.

Þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið hafi ekki samþykkt kaupin segir Snorri hins vegar að Hagar sé enn verulega vanmetið fyrirtæki á markaði. „Við erum hins vegar ekkert að draga fjöður yfir það að Hagar eru ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður, en Lyfja félli vel að rekstri Haga,“ segir hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×