Lífið

Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO

Kjartan Kjartansson skrifar
Tölvuþrjótar eru sagðir hafa birt handrit að næsta þætti Game of Thrones á netinu.
Tölvuþrjótar eru sagðir hafa birt handrit að næsta þætti Game of Thrones á netinu. Vísir/HBO
Kapalsjónvarpsstöðin HBO segir að tölvuþrjótar hafi brotist inn í tölvukerfi hennar og stolið sjónvarpsþáttum. Bandarískir fjölmiðlar halda því fram að handrit að þætti af Game of Thrones sem hefur ekki enn verið sýndur sé á meðal þess sem var stolið.

HBO hefur ekki viljað tjá sig um nákvæmlega hvaða efni var stolið. Entertainment Weekly fullyrðir hins vegar að Games of Thrones-handritið sé hluti af þýfinu.

Skemmtanamiðillinn staðhæfir ennfremur að 1,5 terabitum gagna hafi verið stolið. Tölvuþrjótarnir hafi þegar birt þætti úr þáttaröðunum Ballers og Room 104 á netinu. Þeir hafi einnig birt handrit eða drög að næsta þætti af Game of Thrones, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.