Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 17:36 Martin Shkreli hefur verið þekktur sem hataðasti maður internetsins. Vísir/AFP Kviðdómendur í fjársvikamálinu gegn Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, ráða nú ráðum sínum um sekt eða sakleysi hans. Shkreli varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðsluréttinn á lyfinu Daraprim og hækkaði verðið á því um rúmlega fimm þúsund prósent árið 2015. Lyfið hefur verið gefið alnæmissjúklingum. Málið gegn Shkreli nú er því ótengt en hann er sakaður um að reynt að fela fyrir fjárfestum milljóna dollara tap sem hann bar ábyrgð á sem forsvarsmaður tveggja vogunarsjóða um fimm ára skeið.Sumir fjárfestarnir högnuðust þrátt fyrir lygarnarSaksóknarar segja Shkreli hafa logið að fjárfestum sínum um árangur vogunarsjóðanna. Hann hafi gefið út falsaðar afkomuskýrslur og átti við tímasetningar skjala til að fela tapið, að því er segir í frétt Washington Post. Hann er sagður hafa greitt fjárfestunum til baka með verðlausum hlutabréfum í ótengdu sprotafyrirtæki í lyfjaiðnaði sem hann stjórnaði einnig. Fyrirtækið dafnaði þó síðar. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar högnuðust sumir fjárfestarnir þannig myndarlega þrátt fyrir blekkingarnar. Málsvörn Shkreli byggist meðal annars á því að fjárfestarnir hafi ekki orðið fyrir tapi. Saksóknararnir segja það málinu óviðkomandi. Hámarksfangelsisrefsing vegna brotanna sem Shkreli er ákærður fyrir er tuttugu ár. Hann fengi þó líklega mun vægari fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Tengdar fréttir Sá sem býður hæst má kýla Martin Shkreli „Hataðasti maður Bandaríkjanna“ safnar pening fyrir son vinar síns sem lést. 28. september 2016 13:56 Hataðasti milljarðamæringur heims streymir eina eintakinu af Wu-Tang Clan plötunni Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma. 10. nóvember 2016 09:55 Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kviðdómendur í fjársvikamálinu gegn Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, ráða nú ráðum sínum um sekt eða sakleysi hans. Shkreli varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðsluréttinn á lyfinu Daraprim og hækkaði verðið á því um rúmlega fimm þúsund prósent árið 2015. Lyfið hefur verið gefið alnæmissjúklingum. Málið gegn Shkreli nú er því ótengt en hann er sakaður um að reynt að fela fyrir fjárfestum milljóna dollara tap sem hann bar ábyrgð á sem forsvarsmaður tveggja vogunarsjóða um fimm ára skeið.Sumir fjárfestarnir högnuðust þrátt fyrir lygarnarSaksóknarar segja Shkreli hafa logið að fjárfestum sínum um árangur vogunarsjóðanna. Hann hafi gefið út falsaðar afkomuskýrslur og átti við tímasetningar skjala til að fela tapið, að því er segir í frétt Washington Post. Hann er sagður hafa greitt fjárfestunum til baka með verðlausum hlutabréfum í ótengdu sprotafyrirtæki í lyfjaiðnaði sem hann stjórnaði einnig. Fyrirtækið dafnaði þó síðar. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar högnuðust sumir fjárfestarnir þannig myndarlega þrátt fyrir blekkingarnar. Málsvörn Shkreli byggist meðal annars á því að fjárfestarnir hafi ekki orðið fyrir tapi. Saksóknararnir segja það málinu óviðkomandi. Hámarksfangelsisrefsing vegna brotanna sem Shkreli er ákærður fyrir er tuttugu ár. Hann fengi þó líklega mun vægari fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.
Tengdar fréttir Sá sem býður hæst má kýla Martin Shkreli „Hataðasti maður Bandaríkjanna“ safnar pening fyrir son vinar síns sem lést. 28. september 2016 13:56 Hataðasti milljarðamæringur heims streymir eina eintakinu af Wu-Tang Clan plötunni Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma. 10. nóvember 2016 09:55 Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sá sem býður hæst má kýla Martin Shkreli „Hataðasti maður Bandaríkjanna“ safnar pening fyrir son vinar síns sem lést. 28. september 2016 13:56
Hataðasti milljarðamæringur heims streymir eina eintakinu af Wu-Tang Clan plötunni Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma. 10. nóvember 2016 09:55