Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. júlí 2017 20:00 Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu. Árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar um 160 þúsund laxaseiði af norskum stofni. Þau komu til eldishússins við Gileyri á Tálknafirði í september 2001 og áttu að fara í sjókvíar sumarið eftir. Slátra átti fisknum í desember 2003 og gert var ráð fyrir að aflinn yrði um 600 til 700 tonn. Þessar áætlanir urðu að engu þegar norskur samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota. Þrátt fyrir tilraunir fékk félagið hvorki lánsfjármagn né nýtt hlutafé til kaupa á eldiskvíum. Um mitt ár 2002 þraut fjármagnið og eftir að laxaseiðin höfðu verið í þriggja mánaða svelti ákvað Níels að hleypa 160 þúsund seiðunum seiðunum í sjó við Gileyri í gegnum botnlokur. Seiðin voru um 350 til 600 grömm þegar þeim var sleppt. Níels vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en í samtali við fréttastofu sagði hann að gríðarlega kostnaðarsamt hefði verið að hreinsa upp eftir seiðin hefðu þau drepist í kerunum og hafði það áhrif á ákvörðunina. Líkt og fréttastofa hefur fjallaði nýverið um gefa bráðabirgðaniðurstöður rannóknar Hafró skýr merki um erfðablöndun í tveimur laxastofnun í Botnsá og Sunndalsá en báðar árnar eru á svæðinu. Guðni Guðbergsson, forstöðumaður ferskvatnslífríkissviðs, segir mögulegt að áhrifa sleppingarinnar sé þarna að gæta. Fara þurfi aftur yfir gögnin í ljósi nýrra upplýsinga. „Það er ekki útilokað. Það þarf kannski að skoða það betur. En ef þetta hafa verið fiskar sem voru seyði 2001 þá er býsna langt síðan og þetta er þá komið yfir á aðra kynslóð. Ef ég veit rétt hafa þessir fiskar verið af fyrstu kynslóð. En í ljósi þessa þarf að fara yfir þau gögn aftur," segir Guðni. Hann segir einnig mögulegt að efla þurfi eftirlit með laxeldi hér á landi fyrst menn komist upp með að sleppa slíku magni af seiðum án þess að eftirlitsaðilar verði þess varir. Fiskistofa hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband en segir það grafalvarlegt. Háttsemin varði nokkur ákvæði laga um fiskeldi og geta brot af þessu tagi varðað fangelsisvist. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu. Árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar um 160 þúsund laxaseiði af norskum stofni. Þau komu til eldishússins við Gileyri á Tálknafirði í september 2001 og áttu að fara í sjókvíar sumarið eftir. Slátra átti fisknum í desember 2003 og gert var ráð fyrir að aflinn yrði um 600 til 700 tonn. Þessar áætlanir urðu að engu þegar norskur samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota. Þrátt fyrir tilraunir fékk félagið hvorki lánsfjármagn né nýtt hlutafé til kaupa á eldiskvíum. Um mitt ár 2002 þraut fjármagnið og eftir að laxaseiðin höfðu verið í þriggja mánaða svelti ákvað Níels að hleypa 160 þúsund seiðunum seiðunum í sjó við Gileyri í gegnum botnlokur. Seiðin voru um 350 til 600 grömm þegar þeim var sleppt. Níels vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en í samtali við fréttastofu sagði hann að gríðarlega kostnaðarsamt hefði verið að hreinsa upp eftir seiðin hefðu þau drepist í kerunum og hafði það áhrif á ákvörðunina. Líkt og fréttastofa hefur fjallaði nýverið um gefa bráðabirgðaniðurstöður rannóknar Hafró skýr merki um erfðablöndun í tveimur laxastofnun í Botnsá og Sunndalsá en báðar árnar eru á svæðinu. Guðni Guðbergsson, forstöðumaður ferskvatnslífríkissviðs, segir mögulegt að áhrifa sleppingarinnar sé þarna að gæta. Fara þurfi aftur yfir gögnin í ljósi nýrra upplýsinga. „Það er ekki útilokað. Það þarf kannski að skoða það betur. En ef þetta hafa verið fiskar sem voru seyði 2001 þá er býsna langt síðan og þetta er þá komið yfir á aðra kynslóð. Ef ég veit rétt hafa þessir fiskar verið af fyrstu kynslóð. En í ljósi þessa þarf að fara yfir þau gögn aftur," segir Guðni. Hann segir einnig mögulegt að efla þurfi eftirlit með laxeldi hér á landi fyrst menn komist upp með að sleppa slíku magni af seiðum án þess að eftirlitsaðilar verði þess varir. Fiskistofa hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband en segir það grafalvarlegt. Háttsemin varði nokkur ákvæði laga um fiskeldi og geta brot af þessu tagi varðað fangelsisvist.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira