Íslenski boltinn

Íslandsmeistararnir búnir að krækja í franskan varnarmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cédric D'Ulivo í leik með belgíska liðinu Waasland Beveren.
Cédric D'Ulivo í leik með belgíska liðinu Waasland Beveren. vísir/getty
Íslandsmeistarar FH hafa samið við franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo.

D'Ulivo er 27 ára gamall hægri bakvörður. Hann kemur til FH frá belgíska B-deildarliðinu OH Leuven.

D'Ulivo er ætlað að fylla skarð Jonathans Hendrickx sem er farinn til Portúgals. Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson hafa leyst stöðu hægri bakvarðar hjá FH í síðustu leikjum.

D'Ulivo er uppalinn hjá Marseille en hefur leikið í Belgíu frá 2012.

Hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir FH þegar liðið mætir KA í Pepsi-deildinni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×