Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Björt hafi látið mynda sig í kjól frá fyrirtækinu breska fyrirtækinu Galvan hvar góð vinkona hennar Sólveig Káradóttir starfar sem listrænn stjórnandi. Fréttin vakti mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að gagnrýna ráðherra fyrir að vera á afar gráu siðferðilegu svæði með því að misnota aðstöðu sína og auglýsa varning fyrir vinkonu sína á vettvangi hins háa Alþingis.
Þá hefur hún verið vænd um að sýna þinginu óvirðingu, jafnvel brjóta reglur um það en meðal þeirra sem hafa furðað sig á uppákomunni er þingmaðurinn Gunnar Hrafn Jónsson sem hefur greint frá því að hann hafi ekki fengið að láta mynda sig fyrir viðtal á Alþingi.
„Ég mátti ekki stíga fæti inn í þingsal þegar ég var í myndatöku fyrir viðtal en núna er þetta bara orðið eitthvað módel runway fyrir auglýsingastofu,“ segir Gunnar

„Stóra kjólamálið er orðið dálítið mikið um sig. Ég viðurkenni það fúslega að mín fyrstu viðbrögð við því voru einmitt það- mjög viðbragðs og tilfinningatengd. Það getur pirrað ráðherra eins og hvern annan að undirtónn um klæðaburð sé alltumlykjandi,“ skrifar Björg en segir að sá tónn skipti ekki höfuðmáli.
„Ég sýndi dómgreinarleysi með því að flögra um þingsalinn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlutverki sem ég er og að leyfa mér að upphefja kvennleikann inni í þingsal sem svo ljósmyndari festi á filmu. Þau skilaboð eru fólki ekki greinilega ekki efst í huga, og þessi uppsettning því vanhugsuð því hún tengir við einkafyrirtæki.
Ég biðst innilegrar afsökunar á því að hafa misboðið fólki með því. Síst af öllu vildi ég það. En ég held áfram að læra.“