Komast ekki í sólina úti á palli vegna stybbu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 10:53 Slökkt hefur verið á brennsluofninum undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem ætluðu að njóta góða veðursins í morgun urðu að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt var á brennsluofninum í morgun eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar. Tvær vikur eru liðnar síðan bráðinn málmur, 1600 gráðu heitur, flæddi úr ofni kísilverksmiðjunnar með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Viðgerð hefur staðið yfir síðan og var kveikt aftur á brennsluofninum í nótt að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar.Lyktin ætti að minnka „Ofninn var settur aftur í gang í nótt eftir stoppið. Þeir ætla að keyra hann nokkuð hratt upp,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann var í samskiptum við fulltrúa verksmiðjunnar á níunda tímanum í morgun og þá var ofninn kominn í 10 MW af 32 MW getu ofnsins. Lyktin ætti að minnka eftir því sem ofninn er keyrður á meira afli. „Á meðan álagið er lágt þá hefur lyktarmengunin verið mest,“ segir Einar. Flestar kvartanir frá íbúum á svæðinu hafa verið í kjölfar þess að kveikt er á ofninum og þegar hann er keyrður á lágu álagi. Þá hafi sitt að segja að lítill vindur sé í bænum og heitt í veðri. Viðgerð í Helguvík hefur tekið tvær vikur sem er lengur en reiknað hafði verið með. Einar segir fulltrúa verksmiðjunnar gefa þá skýringu að erfitt hafi reynst að fá iðnaðarmenn til starfa vegna sumarfría. Þá hafi verið unnið að frekari endurbótum í verksmiðjunni sem eigi að lágmarka skaða ef það komi fyrir aftur að málmur flæði úr ofni verksmiðjunnar.Svekktir grannar Eva Dögg og Davíð, íbúar á Ægisvöllum í Reykjanesbæ, voru svekkt að geta ekki notið veðurblíðunnar í morgun og farið út á pallinn. Engan nágranna væri að sjá utandyra á þessum fallega degi. Gluggar séu lokaðir og fýlan ógeðsleg. „Þetta er svolítið leiðinlegt, eða leiðinlegt er kannski ekki orðið. Þetta er sorglegt,“ segir Eva Dögg. Fyrir utan lyktina finnst henni ekki mjög spennandi að þurfa að anda að sér þeim gufum sem leggi frá verksmiðjunni. United Silicon Tengdar fréttir Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem ætluðu að njóta góða veðursins í morgun urðu að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt var á brennsluofninum í morgun eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar. Tvær vikur eru liðnar síðan bráðinn málmur, 1600 gráðu heitur, flæddi úr ofni kísilverksmiðjunnar með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Viðgerð hefur staðið yfir síðan og var kveikt aftur á brennsluofninum í nótt að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar.Lyktin ætti að minnka „Ofninn var settur aftur í gang í nótt eftir stoppið. Þeir ætla að keyra hann nokkuð hratt upp,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann var í samskiptum við fulltrúa verksmiðjunnar á níunda tímanum í morgun og þá var ofninn kominn í 10 MW af 32 MW getu ofnsins. Lyktin ætti að minnka eftir því sem ofninn er keyrður á meira afli. „Á meðan álagið er lágt þá hefur lyktarmengunin verið mest,“ segir Einar. Flestar kvartanir frá íbúum á svæðinu hafa verið í kjölfar þess að kveikt er á ofninum og þegar hann er keyrður á lágu álagi. Þá hafi sitt að segja að lítill vindur sé í bænum og heitt í veðri. Viðgerð í Helguvík hefur tekið tvær vikur sem er lengur en reiknað hafði verið með. Einar segir fulltrúa verksmiðjunnar gefa þá skýringu að erfitt hafi reynst að fá iðnaðarmenn til starfa vegna sumarfría. Þá hafi verið unnið að frekari endurbótum í verksmiðjunni sem eigi að lágmarka skaða ef það komi fyrir aftur að málmur flæði úr ofni verksmiðjunnar.Svekktir grannar Eva Dögg og Davíð, íbúar á Ægisvöllum í Reykjanesbæ, voru svekkt að geta ekki notið veðurblíðunnar í morgun og farið út á pallinn. Engan nágranna væri að sjá utandyra á þessum fallega degi. Gluggar séu lokaðir og fýlan ógeðsleg. „Þetta er svolítið leiðinlegt, eða leiðinlegt er kannski ekki orðið. Þetta er sorglegt,“ segir Eva Dögg. Fyrir utan lyktina finnst henni ekki mjög spennandi að þurfa að anda að sér þeim gufum sem leggi frá verksmiðjunni.
United Silicon Tengdar fréttir Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33
Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00
Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00