Hefur sett Íslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Stefán Sund Hún blómstrar oftast á stóra sviðinu og það er góður hæfileiki að hafa fyrir íþróttamann. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði enn einu sinni að bæta sig á heimsmeistaramóti um helgina og hélt því við hinni frábæru hefð að bæta sig þegar þær bestu í heimi koma saman. Hrafnhildur kom í mark í undanúrslitasundinu á 30,71 sekúndu og bætti þar með verðlaunasund frá því á EM í London 2016. Hrafnhildur synti á 30,83 sekúndum á EM fyrir rúmu ári sem skilaði henni silfurverðlaunum. Að þessu sinni var Hrafnhildur 23 hundraðshlutum frá því að komast inn í úrslitasundið.Rosalega gaman „Þetta var rosalega gaman. Ég vildi að minnsta kosti bæta mig af því að það er náttúrulega alltaf gaman að bæta sig og setja Íslandsmet og ekki sakar það að gera það á svona stóru og flottu móti og í sjónvarpinu,“ sagði Hrafnhildur kát með árangurinn. „Þetta var virkilega sterkt mót í ár og stærsta heimsmeistaramótið í sögunni. Þannig að vera tíunda best í heiminum í ár eftir rosalega gott ár í fyrra þá get ég ekki annað en verið sátt og ánægð með þennan árangur,“ sagði Hrafnhildur. Hún komst í úrslit á Ólympíuleikunum í fyrra. Alls hefur Hrafnhildur sett ellefu Íslandsmet á heimsmeistaramótum og þau hafa komið í fjórum greinum. Metið í 50 metra bringu var hennar fimmta í þeirri grein á HM en hún hefur þrisvar sinnum slegið metið í 200 metra baksundi.Vísir/GettyFyrsta HM var í Róm Fyrsta heimsmeistaramótið hennar var í Róm á Ítalíu fyrir átta árum síðan og þá var hún bara átján ára gömul. Hrafnhildur náði engu að síður og þrátt fyrir reynsluleysið að setja nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi. Það skilaði henni upp í 37. sæti. Hrafnhildur setti síðan tvö Íslandsmet á næstu tveimur heimsmeistaramótum, í Sjanghæ í Kína 2011 og í Barcelona á Spáni 2013, en hún tvíbætti metið sitt í 50 metra bringusundi í Barcelona. Besta heimsmeistaramótið hennar var síðan í Kazan í Rússlandi fyrir tveimur árum. Hrafnhildur setti þá alls fimm Íslandsmet og komst inn á topp tíu í þremur greinum. Hún varð í 6. sæti í 100 metra bringusundi, í 7. sæti í 50 metra bringusundi og í 9. sæti í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur hefur líka sett mörg Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu og það hefur verið hægt að ganga að því vísu síðasta áratuginn að Hrafnhildur mætir í bætingaham þegar hún hittir þær bestu í sínum greinum.Vísir/GettyÍslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röðHM í Róm, Ítalíu 2009 30. júlí - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:31.39 mínútur)HM í Sjanghæ, Kína 2011 24. júlí - Íslandsmet í 200 metra fjórsundi (2:18.20 mínútur) 25. júlí - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:09.82 mínúta)HM í Barcelona, Spáni 2013 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,50 sekúndur) 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,37 sekúndur)HM í Kazan, Rússlandi 2015 3. ágúst - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:06.87 mínúta) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.54 mínútur) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.06 mínútur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur, metjöfnun)HM í Búdapest, Ungverjalandi 2017 29. júlí - Íslandmet í 50 metra bringusundi (30.71 sekúndur) Sund Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Sund Hún blómstrar oftast á stóra sviðinu og það er góður hæfileiki að hafa fyrir íþróttamann. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði enn einu sinni að bæta sig á heimsmeistaramóti um helgina og hélt því við hinni frábæru hefð að bæta sig þegar þær bestu í heimi koma saman. Hrafnhildur kom í mark í undanúrslitasundinu á 30,71 sekúndu og bætti þar með verðlaunasund frá því á EM í London 2016. Hrafnhildur synti á 30,83 sekúndum á EM fyrir rúmu ári sem skilaði henni silfurverðlaunum. Að þessu sinni var Hrafnhildur 23 hundraðshlutum frá því að komast inn í úrslitasundið.Rosalega gaman „Þetta var rosalega gaman. Ég vildi að minnsta kosti bæta mig af því að það er náttúrulega alltaf gaman að bæta sig og setja Íslandsmet og ekki sakar það að gera það á svona stóru og flottu móti og í sjónvarpinu,“ sagði Hrafnhildur kát með árangurinn. „Þetta var virkilega sterkt mót í ár og stærsta heimsmeistaramótið í sögunni. Þannig að vera tíunda best í heiminum í ár eftir rosalega gott ár í fyrra þá get ég ekki annað en verið sátt og ánægð með þennan árangur,“ sagði Hrafnhildur. Hún komst í úrslit á Ólympíuleikunum í fyrra. Alls hefur Hrafnhildur sett ellefu Íslandsmet á heimsmeistaramótum og þau hafa komið í fjórum greinum. Metið í 50 metra bringu var hennar fimmta í þeirri grein á HM en hún hefur þrisvar sinnum slegið metið í 200 metra baksundi.Vísir/GettyFyrsta HM var í Róm Fyrsta heimsmeistaramótið hennar var í Róm á Ítalíu fyrir átta árum síðan og þá var hún bara átján ára gömul. Hrafnhildur náði engu að síður og þrátt fyrir reynsluleysið að setja nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi. Það skilaði henni upp í 37. sæti. Hrafnhildur setti síðan tvö Íslandsmet á næstu tveimur heimsmeistaramótum, í Sjanghæ í Kína 2011 og í Barcelona á Spáni 2013, en hún tvíbætti metið sitt í 50 metra bringusundi í Barcelona. Besta heimsmeistaramótið hennar var síðan í Kazan í Rússlandi fyrir tveimur árum. Hrafnhildur setti þá alls fimm Íslandsmet og komst inn á topp tíu í þremur greinum. Hún varð í 6. sæti í 100 metra bringusundi, í 7. sæti í 50 metra bringusundi og í 9. sæti í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur hefur líka sett mörg Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu og það hefur verið hægt að ganga að því vísu síðasta áratuginn að Hrafnhildur mætir í bætingaham þegar hún hittir þær bestu í sínum greinum.Vísir/GettyÍslandsmet á fimm heimsmeistaramótum í röðHM í Róm, Ítalíu 2009 30. júlí - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:31.39 mínútur)HM í Sjanghæ, Kína 2011 24. júlí - Íslandsmet í 200 metra fjórsundi (2:18.20 mínútur) 25. júlí - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:09.82 mínúta)HM í Barcelona, Spáni 2013 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,50 sekúndur) 3. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (31,37 sekúndur)HM í Kazan, Rússlandi 2015 3. ágúst - Íslandsmet í 100 metra bringusundi (1:06.87 mínúta) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.54 mínútur) 6. ágúst - Íslandsmet í 200 metra bringusundi (2:23.06 mínútur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur) 8. ágúst - Íslandsmet í 50 metra bringusundi (30,90 sekúndur, metjöfnun)HM í Búdapest, Ungverjalandi 2017 29. júlí - Íslandmet í 50 metra bringusundi (30.71 sekúndur)
Sund Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira