Börnin okkar Oddný G. Harðardóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Á Íslandi ætti ekkert barn að þurfa að búa við efnislegan skort. En því miður er það þó raunin að hér finnast dæmi um sárafátækt og þúsundir barna geta ekki tekið þátt í tómstunda- og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Þau börn tengjast oft ekki jafnöldrum sínum félagslega, verða út undan og líður illa. Þessa stöðu má bæta með því að nota jöfnunartækin sem ríkið á og hafa sýnt sig að virka best; barnabætur, vaxtabætur og annan húsnæðisstuðning. Jöfnunartækin hafa illu heilli verið veikt mjög mikið vegna aðgerða síðustu ríkisstjórnar og sú sem nú heldur um stjórnartaumana hefur sýnt á spilin í fimm ára fjármálaáætlun og ætlar greinilega að veikja þau enn frekar. Á meðan mun staða margra barna versna. Húsnæðismál efnaminni fjölskyldna eru í miklum ólestri og verður ekki komið í lag nema með aðkomu hins opinbera. Ríkið getur ekki bara varpað vandanum á sveitarfélögin. Vandann þarf að leysa af hinu opinbera hratt og vel því staðan mun ekki lagast af sjálfri sér. Forgangsröðun stjórnvalda hvort sem er ríkisins eða sveitarfélaga skiptir börn miklu máli, þ.e. að málefnum barna og ungra fjölskyldna sé raðað framar. Staða efnaminni fjölskyldna er óásættanleg hér á landi. Við erum rík þjóð og eigum að gæta að lífsgæðum allra barna. Það er hægt og við höfum efni á því! Við eigum jafnframt að gera allt sem við getum til að vernda börn gegn fólki sem beitir þau ofbeldi, nauðgar og misnotar með ýmsum hætti. Þar skiptir máli að lögreglan hafi fjármagn og þekkingu til að sinna slíkum málum af myndugleika og að með sálgæslu og umhyggju sé málunum fylgt fast eftir. Öll börn eru okkar börn og okkur ber að tryggja þeim öllum gott líf. En til þess þarf vilja og stjórnvöld með hjartað á réttum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ætti ekkert barn að þurfa að búa við efnislegan skort. En því miður er það þó raunin að hér finnast dæmi um sárafátækt og þúsundir barna geta ekki tekið þátt í tómstunda- og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Þau börn tengjast oft ekki jafnöldrum sínum félagslega, verða út undan og líður illa. Þessa stöðu má bæta með því að nota jöfnunartækin sem ríkið á og hafa sýnt sig að virka best; barnabætur, vaxtabætur og annan húsnæðisstuðning. Jöfnunartækin hafa illu heilli verið veikt mjög mikið vegna aðgerða síðustu ríkisstjórnar og sú sem nú heldur um stjórnartaumana hefur sýnt á spilin í fimm ára fjármálaáætlun og ætlar greinilega að veikja þau enn frekar. Á meðan mun staða margra barna versna. Húsnæðismál efnaminni fjölskyldna eru í miklum ólestri og verður ekki komið í lag nema með aðkomu hins opinbera. Ríkið getur ekki bara varpað vandanum á sveitarfélögin. Vandann þarf að leysa af hinu opinbera hratt og vel því staðan mun ekki lagast af sjálfri sér. Forgangsröðun stjórnvalda hvort sem er ríkisins eða sveitarfélaga skiptir börn miklu máli, þ.e. að málefnum barna og ungra fjölskyldna sé raðað framar. Staða efnaminni fjölskyldna er óásættanleg hér á landi. Við erum rík þjóð og eigum að gæta að lífsgæðum allra barna. Það er hægt og við höfum efni á því! Við eigum jafnframt að gera allt sem við getum til að vernda börn gegn fólki sem beitir þau ofbeldi, nauðgar og misnotar með ýmsum hætti. Þar skiptir máli að lögreglan hafi fjármagn og þekkingu til að sinna slíkum málum af myndugleika og að með sálgæslu og umhyggju sé málunum fylgt fast eftir. Öll börn eru okkar börn og okkur ber að tryggja þeim öllum gott líf. En til þess þarf vilja og stjórnvöld með hjartað á réttum stað.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar