Erlent

755 bandarískir erindrekar reknir úr Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/EPA
Vladimir Putin, forseti Rússlands, tilkynnti í dag að 755 bandarískum erindrekum yrði gert að yfirgefa Rússland. Hann sagði mikið þurfa til að bæta samskipti ríkjanna eftir að Bandaríkin hertu nýverið refsiaðgerðir sínar gegn Rússlandi vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra og vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu.

Putin sagði rúmlega þúsund manns vinna í sendiráði og ræðismannsskrifstofum Bandaríkjanna í Rússlandi.

„Við höfum beðið nógu lengi, vonandi að ástandið myndi mögulega skána. Hins vegar er útlit fyrir að ef að muni gerast, verði það ekki á næstunni,“ er haft eftir Putin í frétt AFP fréttaveitunnar.

Samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, á Putin ekki von á því að Rússland muni bregðast frekar við aðgerðum Bandaríkjanna. Hann sagði aðgerðir Bandaríkjanna vera byggðar á veikum grunni og og jafnvel ólöglegar.


Tengdar fréttir

Rússar svara refsiagerðum Bandaríkjamanna í sömu mynt

Utanríkisráðuneyti Rússlands skipaði bandarískum stjórnvöldum að fækka í starfsliði í sendiráðum og tilkynnti um að hald yrði lagt á fasteignir sendiskrifstofanna. Aðgerðirnar eru svar gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna.

Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir

Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×