Vísaði fréttamanni frá borði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 18:30 Skipstjóri á franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem hleypti tæplega tvö hundruð farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum, segist hafa haft leyfi til þess, þótt hvorki skip né farþegar hafi þá verið tollafgreidd. Hann vísaði fréttamönnum frá borði þegar gengið var nánar að honum vegna málsins. Skemmtiferðaskipið er fyrsta skemmtiferðaskip sem leggst að bryggju á Akranesi að að því tilefni var tekið á móti því við viðhöfn í morgun. „Það var mjög spennandi að leggjast hér upp að, sérstaklega af því að hér er þröngt. Það eru forréttindi fyrir okkur á svo stóru skipi að koma inn í svona litla höfn, ekki aðeins til Reykjavíkur heldur einnig til smærri staða. Farþegarnir fá þá að upplifa nýja reynslu,“ segir Etienne Garcia, skipstjóri skipsins. Skipið er skráð í Frakklandi og eru farþegar þess 181 auk áhafnar. Boðið er upp á siglingar til Jan Mayen, Svalbarða, Grænlands og Íslands. Skipið kom frá Grænlandi í gær og hafði viðkomu á Vestfjörðum. Þegar komið var inn í Veiðileysufjörð var kastað akkeri og öllum farþegunum siglt í land á smærri bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Öll skip sem hingað koma eiga að fara í gegnum tollskoðun áður en farþegar fá að fara frá borði. Á þessu eru þó undanþágur samkvæmt heimildum fréttastofu en staðfest er að svo hafi ekki verið í þessu tilviki og fóru farþegar skipsins frá borði án heimildar yfirvalda.„Svara ekki slíkum spurningum“Voruð þið með heimild fyrir þessu? „Já, auðvitað. Við höfðum heimild frá umhverfis- og ferðamálayfirvöldum,“ segir Garcia.Var skipið tollafgreitt? „Já,“ segir Garcia.Áður en fólk fór frá borði? „Ég svara ekki slíkum spurningum. Hvaða spurningar eru þetta eiginlega?,“ sagði Garcia. Frá Veiðileysufirði var skipinu svo siglt í Hesteyrarfjörð þar sem farþegar fóru aftur frá borði. „Hvers vegna ertu að tala um þetta?,“ spurði Garcia fréttamann.Af því að þú brýtur íslensk og alþjóðleg lög með því að hleypa fólki frá borði úti á landi án tollafgreiðslu. „Öll okkar mál fara í gegnum umboðsmann okkar héðan í frá,“ sagði Garcia. Báðir viðkomustaðir skipsins í viðkvæmri náttúru og innan friðlýsts svæðis á HornströndumVissir þú að svæðið er viðkvæmt og nýtur reglna um vernd? „Já, við vissum það. Við höfðum heimild frá umhverfis...,“ sagði Garcia.Hver gaf þessa heimild? „Umhverfisverndarráð Íslands,“ sagði Garcia. Á þessum tímapunkti var skipstjóri skemmtiferðaskipsins orðinn ósáttur við spurningar fréttastofu. „Ég svara ekki fleiri spurningum. Takk fyrir,“ sagði Garcia. Eftir þetta var fréttamanni og myndatökumanni vísað frá borði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var gert viðvart um málið í gær og hafði samband við skipstjóra skipsins sem viðurkenndi að hafa hleypt farþegum í land. Honum var gert grein fyrir því að slíkt væri með öllu óheilmilt nema að undangenginni tollafgreiðslu. Var skipstjóra gert að sækja þá farþega sem voru komnir í land og taka þá í skipið hið snarasta og varð skipstjórinn við því. Umboðsaðili skipsins hér á landi heitir Gára og baðs framkvæmdastjóri fyrirtækisins undan viðtali í dag. Hann sagði málið í ferli og yrði tekið fyrir á morgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Skipstjóri á franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem hleypti tæplega tvö hundruð farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum, segist hafa haft leyfi til þess, þótt hvorki skip né farþegar hafi þá verið tollafgreidd. Hann vísaði fréttamönnum frá borði þegar gengið var nánar að honum vegna málsins. Skemmtiferðaskipið er fyrsta skemmtiferðaskip sem leggst að bryggju á Akranesi að að því tilefni var tekið á móti því við viðhöfn í morgun. „Það var mjög spennandi að leggjast hér upp að, sérstaklega af því að hér er þröngt. Það eru forréttindi fyrir okkur á svo stóru skipi að koma inn í svona litla höfn, ekki aðeins til Reykjavíkur heldur einnig til smærri staða. Farþegarnir fá þá að upplifa nýja reynslu,“ segir Etienne Garcia, skipstjóri skipsins. Skipið er skráð í Frakklandi og eru farþegar þess 181 auk áhafnar. Boðið er upp á siglingar til Jan Mayen, Svalbarða, Grænlands og Íslands. Skipið kom frá Grænlandi í gær og hafði viðkomu á Vestfjörðum. Þegar komið var inn í Veiðileysufjörð var kastað akkeri og öllum farþegunum siglt í land á smærri bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Öll skip sem hingað koma eiga að fara í gegnum tollskoðun áður en farþegar fá að fara frá borði. Á þessu eru þó undanþágur samkvæmt heimildum fréttastofu en staðfest er að svo hafi ekki verið í þessu tilviki og fóru farþegar skipsins frá borði án heimildar yfirvalda.„Svara ekki slíkum spurningum“Voruð þið með heimild fyrir þessu? „Já, auðvitað. Við höfðum heimild frá umhverfis- og ferðamálayfirvöldum,“ segir Garcia.Var skipið tollafgreitt? „Já,“ segir Garcia.Áður en fólk fór frá borði? „Ég svara ekki slíkum spurningum. Hvaða spurningar eru þetta eiginlega?,“ sagði Garcia. Frá Veiðileysufirði var skipinu svo siglt í Hesteyrarfjörð þar sem farþegar fóru aftur frá borði. „Hvers vegna ertu að tala um þetta?,“ spurði Garcia fréttamann.Af því að þú brýtur íslensk og alþjóðleg lög með því að hleypa fólki frá borði úti á landi án tollafgreiðslu. „Öll okkar mál fara í gegnum umboðsmann okkar héðan í frá,“ sagði Garcia. Báðir viðkomustaðir skipsins í viðkvæmri náttúru og innan friðlýsts svæðis á HornströndumVissir þú að svæðið er viðkvæmt og nýtur reglna um vernd? „Já, við vissum það. Við höfðum heimild frá umhverfis...,“ sagði Garcia.Hver gaf þessa heimild? „Umhverfisverndarráð Íslands,“ sagði Garcia. Á þessum tímapunkti var skipstjóri skemmtiferðaskipsins orðinn ósáttur við spurningar fréttastofu. „Ég svara ekki fleiri spurningum. Takk fyrir,“ sagði Garcia. Eftir þetta var fréttamanni og myndatökumanni vísað frá borði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var gert viðvart um málið í gær og hafði samband við skipstjóra skipsins sem viðurkenndi að hafa hleypt farþegum í land. Honum var gert grein fyrir því að slíkt væri með öllu óheilmilt nema að undangenginni tollafgreiðslu. Var skipstjóra gert að sækja þá farþega sem voru komnir í land og taka þá í skipið hið snarasta og varð skipstjórinn við því. Umboðsaðili skipsins hér á landi heitir Gára og baðs framkvæmdastjóri fyrirtækisins undan viðtali í dag. Hann sagði málið í ferli og yrði tekið fyrir á morgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent