Innlent

Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Líkt og sjá má hér er bíllinn í talsverðri hæð.
Líkt og sjá má hér er bíllinn í talsverðri hæð. vísir/stefán karlsson
Uppfært 21:18 Enn hefur ekki tekist að ná í eiganda bílsins. Það verður væntanlega hans að koma bílnum af svæðinu.



Bíl var ekið upp Esjuna síðdegis í gær með þeim afleiðingum að hann festist. Ökumaðurinn skildi bílinn eftir á fjallinu en búist er við að ráðast þurfi í talsverðar aðgerðir til þess að koma bílnum niður. Ekki hefur tekist að hafa uppi á eiganda bílsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Bíllinn virðist hafa fests eftir að honum var ekið út af vegaslóða sem liggur upp fjallið, en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er bíllinn í töluverðri hæð. Björgunarsveitir munu líklega fá verkefnið á sitt borð því gert er ráð fyrir að stærri tæki þurfi til þess að losa bílinn og koma honum niður fjallið.

Lögreglan segist í samtali við fréttastofu aldrei hafa fengið slíkt verkefni á sitt borð, enda aki fólk almennt ekki upp Esjuna. Vonir séu bundnar við að ekkert tjón hafi hlotist af akstrinum. Ekki fengust upplýsingar um hvort um væri að ræða erlenda ferðamenn eða Íslendinga.

Reynt verður að koma bílnum niður eftir að lögreglu tekst að hafa uppi á ökumanninum.



Lögregla hefur ekki náð tali af ökumanninum.vísir/stefán karlsson
vísir/stefán karlsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×