Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 22:15 John McCain mætti í þingið til að greiða atkvæði þrátt fyrir að vera nýgreindur með krabbamein í heila. Hann kaus gegn afnámi Obamacare. Vísir/AFP Þingmaður Rebúblikanaflokksins, Ron Johnson, gaf til kynna á þriðjudaginn að flokksbróðir sinn, John McCain, sem nýlega greindist með æxli í heila, hafi kosið gegn flokknum í atkvæðagreiðslu í þinginu sem hefði fellt Obamacare-sjúkratryggingalögin úr gildi eftir tvö ár, vegna þess að æxlið hafi haft áhrif á það hvernig hann hugsaði og kaus. Huffington Post greinir frá. Haft var eftir Johnson að atkvæði hefðu verið greidd um frumvarpið klukkan hálf tvö um nótt og að McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. Var Johnson inntur eftir nákvæmari útskýringu og hann spurður hvort hann teldi raunverulega að heilaæxlið hefði haft áhrif á það hvernig McCain kaus. Svaraði Johnson þá að hann viti ekki hvað hafi gerst og að hann geti ekki talað fyrir McCain en flokksmeðlimir hafi talið að hann myndi kjósa með nýja frumvarpinu. Talsmaður McCain gaf út þá yfirlýsingu að honum þættu ummæli Johnson undarleg. Honum þyki sárt að sjá að þingmaður skuli efast um dómgreind vinar og samstarfsfélaga. Þá hafi McCain alltaf sagt hvað honum þætti um frumvarpið. McCain kaus að halda í óbreytt heilbrigðisfrumvarp, Obamacare, á þeim forsendum að betri kostur hefði ekki komið fram; að fella Obamacare úr gildi væri alls ekki betra en ekki neitt. Johnson svaraði á þann hátt að hann sæi eftir ummælum sínum. „Ég varð fyrir vonbrigðum með að ég hafi ekki náð að koma samkennd minni til McCain til skila. Ég virði hann og atkvæðagreiðslan var í lok dags sem hafði verið langur og strembinn fyrir alla,“ sagði Johnson í yfirlýsingu.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þingmaður Rebúblikanaflokksins, Ron Johnson, gaf til kynna á þriðjudaginn að flokksbróðir sinn, John McCain, sem nýlega greindist með æxli í heila, hafi kosið gegn flokknum í atkvæðagreiðslu í þinginu sem hefði fellt Obamacare-sjúkratryggingalögin úr gildi eftir tvö ár, vegna þess að æxlið hafi haft áhrif á það hvernig hann hugsaði og kaus. Huffington Post greinir frá. Haft var eftir Johnson að atkvæði hefðu verið greidd um frumvarpið klukkan hálf tvö um nótt og að McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. Var Johnson inntur eftir nákvæmari útskýringu og hann spurður hvort hann teldi raunverulega að heilaæxlið hefði haft áhrif á það hvernig McCain kaus. Svaraði Johnson þá að hann viti ekki hvað hafi gerst og að hann geti ekki talað fyrir McCain en flokksmeðlimir hafi talið að hann myndi kjósa með nýja frumvarpinu. Talsmaður McCain gaf út þá yfirlýsingu að honum þættu ummæli Johnson undarleg. Honum þyki sárt að sjá að þingmaður skuli efast um dómgreind vinar og samstarfsfélaga. Þá hafi McCain alltaf sagt hvað honum þætti um frumvarpið. McCain kaus að halda í óbreytt heilbrigðisfrumvarp, Obamacare, á þeim forsendum að betri kostur hefði ekki komið fram; að fella Obamacare úr gildi væri alls ekki betra en ekki neitt. Johnson svaraði á þann hátt að hann sæi eftir ummælum sínum. „Ég varð fyrir vonbrigðum með að ég hafi ekki náð að koma samkennd minni til McCain til skila. Ég virði hann og atkvæðagreiðslan var í lok dags sem hafði verið langur og strembinn fyrir alla,“ sagði Johnson í yfirlýsingu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira