Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 22:15 John McCain mætti í þingið til að greiða atkvæði þrátt fyrir að vera nýgreindur með krabbamein í heila. Hann kaus gegn afnámi Obamacare. Vísir/AFP Þingmaður Rebúblikanaflokksins, Ron Johnson, gaf til kynna á þriðjudaginn að flokksbróðir sinn, John McCain, sem nýlega greindist með æxli í heila, hafi kosið gegn flokknum í atkvæðagreiðslu í þinginu sem hefði fellt Obamacare-sjúkratryggingalögin úr gildi eftir tvö ár, vegna þess að æxlið hafi haft áhrif á það hvernig hann hugsaði og kaus. Huffington Post greinir frá. Haft var eftir Johnson að atkvæði hefðu verið greidd um frumvarpið klukkan hálf tvö um nótt og að McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. Var Johnson inntur eftir nákvæmari útskýringu og hann spurður hvort hann teldi raunverulega að heilaæxlið hefði haft áhrif á það hvernig McCain kaus. Svaraði Johnson þá að hann viti ekki hvað hafi gerst og að hann geti ekki talað fyrir McCain en flokksmeðlimir hafi talið að hann myndi kjósa með nýja frumvarpinu. Talsmaður McCain gaf út þá yfirlýsingu að honum þættu ummæli Johnson undarleg. Honum þyki sárt að sjá að þingmaður skuli efast um dómgreind vinar og samstarfsfélaga. Þá hafi McCain alltaf sagt hvað honum þætti um frumvarpið. McCain kaus að halda í óbreytt heilbrigðisfrumvarp, Obamacare, á þeim forsendum að betri kostur hefði ekki komið fram; að fella Obamacare úr gildi væri alls ekki betra en ekki neitt. Johnson svaraði á þann hátt að hann sæi eftir ummælum sínum. „Ég varð fyrir vonbrigðum með að ég hafi ekki náð að koma samkennd minni til McCain til skila. Ég virði hann og atkvæðagreiðslan var í lok dags sem hafði verið langur og strembinn fyrir alla,“ sagði Johnson í yfirlýsingu.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þingmaður Rebúblikanaflokksins, Ron Johnson, gaf til kynna á þriðjudaginn að flokksbróðir sinn, John McCain, sem nýlega greindist með æxli í heila, hafi kosið gegn flokknum í atkvæðagreiðslu í þinginu sem hefði fellt Obamacare-sjúkratryggingalögin úr gildi eftir tvö ár, vegna þess að æxlið hafi haft áhrif á það hvernig hann hugsaði og kaus. Huffington Post greinir frá. Haft var eftir Johnson að atkvæði hefðu verið greidd um frumvarpið klukkan hálf tvö um nótt og að McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. Var Johnson inntur eftir nákvæmari útskýringu og hann spurður hvort hann teldi raunverulega að heilaæxlið hefði haft áhrif á það hvernig McCain kaus. Svaraði Johnson þá að hann viti ekki hvað hafi gerst og að hann geti ekki talað fyrir McCain en flokksmeðlimir hafi talið að hann myndi kjósa með nýja frumvarpinu. Talsmaður McCain gaf út þá yfirlýsingu að honum þættu ummæli Johnson undarleg. Honum þyki sárt að sjá að þingmaður skuli efast um dómgreind vinar og samstarfsfélaga. Þá hafi McCain alltaf sagt hvað honum þætti um frumvarpið. McCain kaus að halda í óbreytt heilbrigðisfrumvarp, Obamacare, á þeim forsendum að betri kostur hefði ekki komið fram; að fella Obamacare úr gildi væri alls ekki betra en ekki neitt. Johnson svaraði á þann hátt að hann sæi eftir ummælum sínum. „Ég varð fyrir vonbrigðum með að ég hafi ekki náð að koma samkennd minni til McCain til skila. Ég virði hann og atkvæðagreiðslan var í lok dags sem hafði verið langur og strembinn fyrir alla,“ sagði Johnson í yfirlýsingu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira