Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 22:15 John McCain mætti í þingið til að greiða atkvæði þrátt fyrir að vera nýgreindur með krabbamein í heila. Hann kaus gegn afnámi Obamacare. Vísir/AFP Þingmaður Rebúblikanaflokksins, Ron Johnson, gaf til kynna á þriðjudaginn að flokksbróðir sinn, John McCain, sem nýlega greindist með æxli í heila, hafi kosið gegn flokknum í atkvæðagreiðslu í þinginu sem hefði fellt Obamacare-sjúkratryggingalögin úr gildi eftir tvö ár, vegna þess að æxlið hafi haft áhrif á það hvernig hann hugsaði og kaus. Huffington Post greinir frá. Haft var eftir Johnson að atkvæði hefðu verið greidd um frumvarpið klukkan hálf tvö um nótt og að McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. Var Johnson inntur eftir nákvæmari útskýringu og hann spurður hvort hann teldi raunverulega að heilaæxlið hefði haft áhrif á það hvernig McCain kaus. Svaraði Johnson þá að hann viti ekki hvað hafi gerst og að hann geti ekki talað fyrir McCain en flokksmeðlimir hafi talið að hann myndi kjósa með nýja frumvarpinu. Talsmaður McCain gaf út þá yfirlýsingu að honum þættu ummæli Johnson undarleg. Honum þyki sárt að sjá að þingmaður skuli efast um dómgreind vinar og samstarfsfélaga. Þá hafi McCain alltaf sagt hvað honum þætti um frumvarpið. McCain kaus að halda í óbreytt heilbrigðisfrumvarp, Obamacare, á þeim forsendum að betri kostur hefði ekki komið fram; að fella Obamacare úr gildi væri alls ekki betra en ekki neitt. Johnson svaraði á þann hátt að hann sæi eftir ummælum sínum. „Ég varð fyrir vonbrigðum með að ég hafi ekki náð að koma samkennd minni til McCain til skila. Ég virði hann og atkvæðagreiðslan var í lok dags sem hafði verið langur og strembinn fyrir alla,“ sagði Johnson í yfirlýsingu.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Þingmaður Rebúblikanaflokksins, Ron Johnson, gaf til kynna á þriðjudaginn að flokksbróðir sinn, John McCain, sem nýlega greindist með æxli í heila, hafi kosið gegn flokknum í atkvæðagreiðslu í þinginu sem hefði fellt Obamacare-sjúkratryggingalögin úr gildi eftir tvö ár, vegna þess að æxlið hafi haft áhrif á það hvernig hann hugsaði og kaus. Huffington Post greinir frá. Haft var eftir Johnson að atkvæði hefðu verið greidd um frumvarpið klukkan hálf tvö um nótt og að McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. Var Johnson inntur eftir nákvæmari útskýringu og hann spurður hvort hann teldi raunverulega að heilaæxlið hefði haft áhrif á það hvernig McCain kaus. Svaraði Johnson þá að hann viti ekki hvað hafi gerst og að hann geti ekki talað fyrir McCain en flokksmeðlimir hafi talið að hann myndi kjósa með nýja frumvarpinu. Talsmaður McCain gaf út þá yfirlýsingu að honum þættu ummæli Johnson undarleg. Honum þyki sárt að sjá að þingmaður skuli efast um dómgreind vinar og samstarfsfélaga. Þá hafi McCain alltaf sagt hvað honum þætti um frumvarpið. McCain kaus að halda í óbreytt heilbrigðisfrumvarp, Obamacare, á þeim forsendum að betri kostur hefði ekki komið fram; að fella Obamacare úr gildi væri alls ekki betra en ekki neitt. Johnson svaraði á þann hátt að hann sæi eftir ummælum sínum. „Ég varð fyrir vonbrigðum með að ég hafi ekki náð að koma samkennd minni til McCain til skila. Ég virði hann og atkvæðagreiðslan var í lok dags sem hafði verið langur og strembinn fyrir alla,“ sagði Johnson í yfirlýsingu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent