Fullviss um að Bandaríkin myndu sigra Norður-Kóreu auðveldlega Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2017 20:51 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist fullviss um að Bandaríkin ættu auðvelt með að ganga frá Norður-Kóreu. Hann segir stjórnvöldum þar hollast að hætta að ógna Bandaríkjunum og nágrönnum sínum og láta af kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Kim Jong-Un ætti að taka eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er samróma. Allir væru þeir sammála um að heiminum stafaði ógn af Norður-Kóreu. „Norður-Kórea ætti að hætta að íhuga aðgerðir sem myndu leiða til enda ríkisstjórnarinnar og gereyðingar þjóðarinnar,“ sagði Mattis í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í dag.Spennan á milli ríkjanna hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur og mánuði. Norður-Kórea hefur ítrekað gert tilraunir með eldflaugar sem eru í trássi við samþykktir öryggisráðsins. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta þau vopn til Bandaríkjanna. Í gær bárust fregnir af því að þeir væru mögulega mun nærri markmiði sínu en áður hafði verið talið. Ráðherrann sagði enn fremur að þrátt fyrir að verið væri að vinna að friðsamlegri lausn á deilu ríkjanna, yrði að taka fram að Bandaríkin og bandamenn þeirra byggju yfir mestu og bestu sóknargetu jarðarinnar. Ef til átæka kæmi yrði her Norður-Kóreu sigraður því geta þeirra væri mun minni. Sömu sögu væri að segja af einhvers konar vopnakapphlaupi. Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta því að skjóta eldflaugum að Guam Bandaríkin reka nokkrar herstöðvar á Guam. 8. ágúst 2017 22:54 Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Engin breyting hefur orðið á ástandi mála á Kóreuskaga þrátt fyrir orðaskak Donalds Trump og stjórnvalda í Norður-Kóreu. Trump hefur verið sakaður um að hóta kjarnorkustríði. 9. ágúst 2017 14:03 Norður-Kórea sögð hafa náð mikilvægum áfanga Sagðir hafa þróað og framleitt kjarnorkuvopn sem koma megi fyrir í langdrægum eldflaugum. 8. ágúst 2017 18:09 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist fullviss um að Bandaríkin ættu auðvelt með að ganga frá Norður-Kóreu. Hann segir stjórnvöldum þar hollast að hætta að ógna Bandaríkjunum og nágrönnum sínum og láta af kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Kim Jong-Un ætti að taka eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er samróma. Allir væru þeir sammála um að heiminum stafaði ógn af Norður-Kóreu. „Norður-Kórea ætti að hætta að íhuga aðgerðir sem myndu leiða til enda ríkisstjórnarinnar og gereyðingar þjóðarinnar,“ sagði Mattis í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í dag.Spennan á milli ríkjanna hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur og mánuði. Norður-Kórea hefur ítrekað gert tilraunir með eldflaugar sem eru í trássi við samþykktir öryggisráðsins. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta þau vopn til Bandaríkjanna. Í gær bárust fregnir af því að þeir væru mögulega mun nærri markmiði sínu en áður hafði verið talið. Ráðherrann sagði enn fremur að þrátt fyrir að verið væri að vinna að friðsamlegri lausn á deilu ríkjanna, yrði að taka fram að Bandaríkin og bandamenn þeirra byggju yfir mestu og bestu sóknargetu jarðarinnar. Ef til átæka kæmi yrði her Norður-Kóreu sigraður því geta þeirra væri mun minni. Sömu sögu væri að segja af einhvers konar vopnakapphlaupi.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta því að skjóta eldflaugum að Guam Bandaríkin reka nokkrar herstöðvar á Guam. 8. ágúst 2017 22:54 Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Engin breyting hefur orðið á ástandi mála á Kóreuskaga þrátt fyrir orðaskak Donalds Trump og stjórnvalda í Norður-Kóreu. Trump hefur verið sakaður um að hóta kjarnorkustríði. 9. ágúst 2017 14:03 Norður-Kórea sögð hafa náð mikilvægum áfanga Sagðir hafa þróað og framleitt kjarnorkuvopn sem koma megi fyrir í langdrægum eldflaugum. 8. ágúst 2017 18:09 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Engin breyting hefur orðið á ástandi mála á Kóreuskaga þrátt fyrir orðaskak Donalds Trump og stjórnvalda í Norður-Kóreu. Trump hefur verið sakaður um að hóta kjarnorkustríði. 9. ágúst 2017 14:03
Norður-Kórea sögð hafa náð mikilvægum áfanga Sagðir hafa þróað og framleitt kjarnorkuvopn sem koma megi fyrir í langdrægum eldflaugum. 8. ágúst 2017 18:09