Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 13:30 Cynthia Nixon er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sex and the City en New York-borg var söguðsvið þáttanna. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, er talin líkleg til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis á næsta ári. Nixon var gestur The Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC í gær en aðspurð vildi hún ekki svara því hvort hún hygði á framboð gegn sitjandi ríkisstjóra, Andrew Cuomo, í næstu kosningum. Nixon sagðist þó hafa heyrt „orðróm“ um framboð sitt. „Ég held að mörgum finnist ég eiga að bjóða mig fram, og ég held að margar ástæður búi þar að baki,“ sagði Nixon í þættinum. „En ég held að ástæða númer eitt sé menntun. Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-ríki.“ Þá gagnrýndi Nixon sitjandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, fyrir aðgerðir sínar í menntamálum og sagði bilið á milli hinna ríku og fátæku aldrei hafa verið stærra. Hún sagðist einnig eiga þrjú börn sem hefðu gengið í ríkisskóla í New York.Cynthia Nixon talaði sig í kringum orðróma um ríkisstjóraframboð sitt í The Today Show í gær.Vísir/GettyHefur verið virk í stjórnmálasenunni Nixon hefur látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og var opinber stuðningsmaður borgarstjórans, Bill de Blasio. Hún var fyrst nefnd sem vænlegur frambjóðandi til embættis ríkisstjóra í síðustu viku. Cynthia Nixon er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt sem lögfræðingurinn skeleggi, Miranda Hobbes, í þáttunum, og síðar kvikmyndunum, Sex and the City. Hún býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í New York-borg og hefur lengi barist fyrir bættri menntun skólabarna, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, er talin líkleg til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis á næsta ári. Nixon var gestur The Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC í gær en aðspurð vildi hún ekki svara því hvort hún hygði á framboð gegn sitjandi ríkisstjóra, Andrew Cuomo, í næstu kosningum. Nixon sagðist þó hafa heyrt „orðróm“ um framboð sitt. „Ég held að mörgum finnist ég eiga að bjóða mig fram, og ég held að margar ástæður búi þar að baki,“ sagði Nixon í þættinum. „En ég held að ástæða númer eitt sé menntun. Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-ríki.“ Þá gagnrýndi Nixon sitjandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, fyrir aðgerðir sínar í menntamálum og sagði bilið á milli hinna ríku og fátæku aldrei hafa verið stærra. Hún sagðist einnig eiga þrjú börn sem hefðu gengið í ríkisskóla í New York.Cynthia Nixon talaði sig í kringum orðróma um ríkisstjóraframboð sitt í The Today Show í gær.Vísir/GettyHefur verið virk í stjórnmálasenunni Nixon hefur látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og var opinber stuðningsmaður borgarstjórans, Bill de Blasio. Hún var fyrst nefnd sem vænlegur frambjóðandi til embættis ríkisstjóra í síðustu viku. Cynthia Nixon er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt sem lögfræðingurinn skeleggi, Miranda Hobbes, í þáttunum, og síðar kvikmyndunum, Sex and the City. Hún býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í New York-borg og hefur lengi barist fyrir bættri menntun skólabarna, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira