Erlent

Stjórnarandstaðan í Kenía fullyrðir að brögð hafi verið í tafli

Kjartan Kjartansson skrifar
Stuðningsmenn Odinga hafa mótmælt á götum úti í dag en frambjóðandinn segir að tölvukerfi kjörstjórnar hafi verið hakkað.
Stuðningsmenn Odinga hafa mótmælt á götum úti í dag en frambjóðandinn segir að tölvukerfi kjörstjórnar hafi verið hakkað. Vísir/AFP
Raila Odinga, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Kenía, segir að tölvuþrjótar hafi brotist inn í tölvukerfi kjörnefndar landsins og hagrætt úrslitum forsetakosninganna sem fóru fram í gær.

Talning bendir til þess að Uhuru Kenyatta, sitjandi forseti, hafi unnið afgerandi sigur. Þegar 91% atkvæða hefur verið talið er Kenyatta með 54,5% atkvæða gegn 44,6% Odinga. Verði sú niðurstaðan verður Kenyatta kjörinn forseti án þess að koma þurfi til annarrar umferðar.

Odinga hafnar þeim tölum hins vegar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Yfirmaður kjörstjórnar segist hafa trú á kerfinu en að fullyrðingar stjórnarandstöðunnar verði rannsakaðar.

Deilurnar vekja ugg hjá mörgum Keníamönnum en fleiri en 1.100 landsmenn létust og 600.000 lentu á hrakhólum í óöldinni sem geisaði í landinu eftir umdeildar kosningar árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×