Darya Klishina: Fólkið mitt kallaði mig svikara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 15:00 Darya Klishina Vísir/AFP Langstökkvarinn Darya Klishina er eini rússneski frjálsíþróttamaðurinn sem hefur verið með á síðustu tveimur stórmótum í frjálsum íþróttum. Klishina var eini keppenda Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og hún er síðan ein af nítján Rússum sem keppa undir hlutlausum fána á HM í London sem stendur yfir þessa dagana. Ástæðan er skipulagt lyfjasvindl Rússa en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti Rússa í bann eftir að upp komst um víðtæka lyfjanotkun besta frjálsíþróttafólks Rússlands. Klishina fékk að keppa í Ríó þar sem hún var búsett í Bandaríkjunum og gekkst þar undir alvöru lyfjapróf en heima í Rússlandi þá var átt við lyfjaprófin af opinberum aðilum þannig að svindlararnir komust upp með ólöglega lyfjanotkun sína. Darya Klishina keppir í langstökki kvenna í kvöld og ætlar sér örugglega að gera betur en í Ríó þar sem hún endaði í 9. sæti. „Ég er á góðum stað í dag en það var allt önnur staða á mér fyrir ári síðan. Ólympíudraumurinn minn varð þá næstum því að martröð,“ sagði Darya Klishina í viðtali við BBC en hún talar þar um óvissuna í kringum það hvort hún fengi að keppa á leikunum eða ekki. „Einum degi fyrir keppnina þá hringdu þeir í þjálfarann minn um miðja nótt og sögðu að ég mætti keppa. Klukkan var fimm um nótt en ég gat ekki sofið lengur. Ég skalf og fékk í magann. Stressið fór alveg með mig,,“ sagði Darya Klishina en það var erfitt fyrir hana að lifa í óvissunni um hvort hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum eða ekki. „Ég gat ekki æft og náði ekki einbeitingu viku fyrir keppnina,“ sagði Klishina en það var ekki búið þótt að hún fengi grænt ljós. „Það tók við meira stress. Eftir úrskurðinn þá voru fréttir um að ég myndi keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar sem hlutlaus íþróttamaður. Í framhaldinu fékk ég flóð svívirðinga yfir mig og var brennimerkt sem svikari af mínu eigin fólki af því allir trúðu fréttunum,“ sagði Klishina. „Ég reyndi ekki að lesa ummælin undir Instagram myndunum mínum en það var ekki hjá því komist. Vinir mínir voru líka að senda mér skilaboð um það sem var skrifað um mig,“ sagði Klishina. Klishina þurfti að eyða einum og hálfum tíma í viðtalsherberginu eftir undankeppnina því allir fjölmiðlar heimsins vildu tala við hana um rússneska lyfjahneykslið. „Mér leið eins og ég væri ein á leikunum og það gerði allt miklu verra. Ég náði ekki að einbeita mér almennilega að keppninni og það er kannski ástæðan fyrir því að ég náði ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði mér,“ sagði Klishina.Darya Klishina á ÓL í Ríó 2016.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Langstökkvarinn Darya Klishina er eini rússneski frjálsíþróttamaðurinn sem hefur verið með á síðustu tveimur stórmótum í frjálsum íþróttum. Klishina var eini keppenda Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og hún er síðan ein af nítján Rússum sem keppa undir hlutlausum fána á HM í London sem stendur yfir þessa dagana. Ástæðan er skipulagt lyfjasvindl Rússa en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti Rússa í bann eftir að upp komst um víðtæka lyfjanotkun besta frjálsíþróttafólks Rússlands. Klishina fékk að keppa í Ríó þar sem hún var búsett í Bandaríkjunum og gekkst þar undir alvöru lyfjapróf en heima í Rússlandi þá var átt við lyfjaprófin af opinberum aðilum þannig að svindlararnir komust upp með ólöglega lyfjanotkun sína. Darya Klishina keppir í langstökki kvenna í kvöld og ætlar sér örugglega að gera betur en í Ríó þar sem hún endaði í 9. sæti. „Ég er á góðum stað í dag en það var allt önnur staða á mér fyrir ári síðan. Ólympíudraumurinn minn varð þá næstum því að martröð,“ sagði Darya Klishina í viðtali við BBC en hún talar þar um óvissuna í kringum það hvort hún fengi að keppa á leikunum eða ekki. „Einum degi fyrir keppnina þá hringdu þeir í þjálfarann minn um miðja nótt og sögðu að ég mætti keppa. Klukkan var fimm um nótt en ég gat ekki sofið lengur. Ég skalf og fékk í magann. Stressið fór alveg með mig,,“ sagði Darya Klishina en það var erfitt fyrir hana að lifa í óvissunni um hvort hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum eða ekki. „Ég gat ekki æft og náði ekki einbeitingu viku fyrir keppnina,“ sagði Klishina en það var ekki búið þótt að hún fengi grænt ljós. „Það tók við meira stress. Eftir úrskurðinn þá voru fréttir um að ég myndi keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar sem hlutlaus íþróttamaður. Í framhaldinu fékk ég flóð svívirðinga yfir mig og var brennimerkt sem svikari af mínu eigin fólki af því allir trúðu fréttunum,“ sagði Klishina. „Ég reyndi ekki að lesa ummælin undir Instagram myndunum mínum en það var ekki hjá því komist. Vinir mínir voru líka að senda mér skilaboð um það sem var skrifað um mig,“ sagði Klishina. Klishina þurfti að eyða einum og hálfum tíma í viðtalsherberginu eftir undankeppnina því allir fjölmiðlar heimsins vildu tala við hana um rússneska lyfjahneykslið. „Mér leið eins og ég væri ein á leikunum og það gerði allt miklu verra. Ég náði ekki að einbeita mér almennilega að keppninni og það er kannski ástæðan fyrir því að ég náði ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði mér,“ sagði Klishina.Darya Klishina á ÓL í Ríó 2016.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Sjá meira