Stjórnsýslufúsk hjá Reykjavíkurborg Kjartan Magnússon skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Aðeins tveir umsækjendur sóttu um stöðu borgarlögmanns sem nýlega var auglýst. Taka þarf til skoðunar af hverju þetta embætti er ekki eftirsóknarverðara en raun ber vitni þar sem það er eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða hvernig staðið hefur verið að ráðningum stjórnenda hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum. Sagt er að einfaldur mælikvarði á það hvort stjórnsýsla sé í lagi hjá stjórnvaldi, hvort vandað sé til vinnubragða við ráðningar á vegum þess. Æðstu embættismenn borgarinnar eru ráðnir af borgarráði en borgarstjóri hefur mest að segja um ráðningarferlið og leggur tillögur fyrir borgarráð. Hefur ítrekað þurft að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferli sem stýrt er af Degi B. Eggertssyni vegna óeðlilegra vinnubragða. Hefur hann hvað eftir annað leitast við að takmarka upplýsingagjöf til borgarráðsfulltrúa vegna slíkra ráðninga og þannig gert þeim ókleift að kynna sér málsgögn og ganga úr skugga um að mat sé lagt á umsækjendur með eðlilegum hætti. Dæmi um þetta er ráðning borgarritara í desember sl. en þá var ráðið í stöðuna á fundi borgarráðs þótt málið væri ekki á útsendri dagskrá. Sautján manns sóttu um stöðuna en borgarráðsmenn fengu engin gögn um málið fyrir fundinn. Á miðjum fundi afhenti borgarstjóri fulltrúum minnihlutans þá tillögu sína að náinn samstarfsmaður hans yrði ráðinn í stöðuna með þeim skilaboðum að tillagan yrði afgreidd í lok fundar. Tillagan var fimm blaðsíður að lengd og augljóst að ómögulegt væri fyrir borgarráðsmenn að kynna sér efni hennar ásamt fylgigögnum (umsóknum og matsblöðum) samhliða öðrum fundarstörfum. Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar til að þeir gætu fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kynna sér gögn máls áður en ákvörðun er tekin. Einnig má nefna nýlegar ráðningar í stöður sviðsstjóra þar sem óeðlileg vinnubrögð voru viðhöfð. Með slíkum vinnubrögðum hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans skaðað stjórnsýslu borgarinnar og dregið úr þeim kröfum sem eðlilegt er að séu viðhafðar við ráðningar æðstu stjórnenda á vegum hennar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Aðeins tveir umsækjendur sóttu um stöðu borgarlögmanns sem nýlega var auglýst. Taka þarf til skoðunar af hverju þetta embætti er ekki eftirsóknarverðara en raun ber vitni þar sem það er eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða hvernig staðið hefur verið að ráðningum stjórnenda hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum. Sagt er að einfaldur mælikvarði á það hvort stjórnsýsla sé í lagi hjá stjórnvaldi, hvort vandað sé til vinnubragða við ráðningar á vegum þess. Æðstu embættismenn borgarinnar eru ráðnir af borgarráði en borgarstjóri hefur mest að segja um ráðningarferlið og leggur tillögur fyrir borgarráð. Hefur ítrekað þurft að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferli sem stýrt er af Degi B. Eggertssyni vegna óeðlilegra vinnubragða. Hefur hann hvað eftir annað leitast við að takmarka upplýsingagjöf til borgarráðsfulltrúa vegna slíkra ráðninga og þannig gert þeim ókleift að kynna sér málsgögn og ganga úr skugga um að mat sé lagt á umsækjendur með eðlilegum hætti. Dæmi um þetta er ráðning borgarritara í desember sl. en þá var ráðið í stöðuna á fundi borgarráðs þótt málið væri ekki á útsendri dagskrá. Sautján manns sóttu um stöðuna en borgarráðsmenn fengu engin gögn um málið fyrir fundinn. Á miðjum fundi afhenti borgarstjóri fulltrúum minnihlutans þá tillögu sína að náinn samstarfsmaður hans yrði ráðinn í stöðuna með þeim skilaboðum að tillagan yrði afgreidd í lok fundar. Tillagan var fimm blaðsíður að lengd og augljóst að ómögulegt væri fyrir borgarráðsmenn að kynna sér efni hennar ásamt fylgigögnum (umsóknum og matsblöðum) samhliða öðrum fundarstörfum. Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar til að þeir gætu fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kynna sér gögn máls áður en ákvörðun er tekin. Einnig má nefna nýlegar ráðningar í stöður sviðsstjóra þar sem óeðlileg vinnubrögð voru viðhöfð. Með slíkum vinnubrögðum hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans skaðað stjórnsýslu borgarinnar og dregið úr þeim kröfum sem eðlilegt er að séu viðhafðar við ráðningar æðstu stjórnenda á vegum hennar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar