Samkeppniseftirlitið telur of snemmt að slá föstu hver áhrif Costco verða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Samkeppniseftirlitið tók áhrif verslanakeðjunnar Costco á innlendan markað til sérstakrar skoðunar, að sögn forstjóra eftirlitsins. Fréttablaðið/Eyþór Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ekki rétt að Samkeppniseftirlitið hafi ekki tekið tillit til áhrifa af komu Costco í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju. Þvert á móti hafi heill kafli í ákvörðuninni verið helgaður innkomu bandaríska risans á íslenskan markað. Í því ljósi komi fullyrðingar Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, á óvart. Andrés sagði í blaðinu í gær ekkert benda til þess að eftirlitið hafi, þegar það ógilti kaup Haga á Lyfju fyrr í sumar, tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. Hagar hafa ekki ákveðið hvort ákvörðun eftirlitsins verður áfrýjað.Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Vísir/antonPáll Gunnar segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að Costco hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á. „Hvað dagvörumarkaðinn áhrærir höfum við bent á að það sé of snemmt að slá því föstu hver áhrif Costco muni verða hér á landi til lengri tíma litið. Hagar og aðrir markaðsaðilar gerðu sama fyrirvara, að það væri ekki komin nógu mikil reynsla af Costco. Við munum svo án efa leggja mat á þetta aftur þegar meiri reynsla er fengin af innkomu Costco.“ Hann segir það hlutverk samkeppnisyfirvalda að gæta almannahagsmuna og koma í veg fyrir að samrunar eigi sér stað sem skaði samkeppni og leiði þannig til hærra verðs eða verri þjónustu fyrir viðskiptavini. „Við verðum að vanda þetta mat og gæta þess að stefna ekki hagsmunum almennings í voða.“ Páll Gunnar segir að í ákvörðun eftirlitsins sé gerð grein fyrir ítarlegri rannsókn þess á áhrifum Costco. „Þar kemur fram að við öfluðum mjög víðtækra gagna, bæði frá samrunaaðilum og öðrum félögum sem starfa á dagvörumarkaði, í smásölu og heildsölu, en mörg þeirra lýstu yfir áhyggjum af samrunanum. Við öfluðum meðal annars áætlana frá Costco og Högum og öðrum keppinautum um innkomu Costco, upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar, tölulegra upplýsinga um rekstur Costco og veltu á fyrstu fjórum vikum starfseminnar og eins tölulegra upplýsinga frá öðrum félögum á markaðinum sem gáfu þá til kynna hver raunveruleg áhrif Costco voru á sölu í einstökum vöruflokkum. Við skoðuðum auk þess upplýsingar um veltu annarra erlendra verslanakeðja sem hafa hafið starfsemi hér á liðnum árum. Á grundvelli gagnanna sem við öfluðum stilltum við upp mögulegum sviðsmyndum af áhrifum Costco og byggðum okkar ályktanir á þeim.“ Hann tekur fram að Costco hafi ekki hafið starfsemi hér á landi fyrr en undir lok þess lögbundna tímafrests sem eftirlitið hafði til þess að ljúka afgreiðslu málsins. „Þannig að það var í raun og veru ekki fyrr en undir lok frestsins sem við gátum aflað upplýsinga um raunverulega reynslu af fyrstu vikum starfsemi Costco. Það verður síðan að koma í ljós hver þróunin verður. Það liggur í hlutarins eðli að þetta verður skoðað aftur. Það er augljóst að við rannsókn á öðrum samrunum, sem tengjast þeim mörkuðum sem Costco starfar á, munum við afla gagna að nýju og höfum þá lengri reynslu til þess að byggja mat okkar á.“ Costco Tengdar fréttir Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. 8. ágúst 2017 06:00 Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir áhyggjuefni ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skal. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ekki rétt að Samkeppniseftirlitið hafi ekki tekið tillit til áhrifa af komu Costco í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju. Þvert á móti hafi heill kafli í ákvörðuninni verið helgaður innkomu bandaríska risans á íslenskan markað. Í því ljósi komi fullyrðingar Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, á óvart. Andrés sagði í blaðinu í gær ekkert benda til þess að eftirlitið hafi, þegar það ógilti kaup Haga á Lyfju fyrr í sumar, tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. Hagar hafa ekki ákveðið hvort ákvörðun eftirlitsins verður áfrýjað.Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Vísir/antonPáll Gunnar segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að Costco hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á. „Hvað dagvörumarkaðinn áhrærir höfum við bent á að það sé of snemmt að slá því föstu hver áhrif Costco muni verða hér á landi til lengri tíma litið. Hagar og aðrir markaðsaðilar gerðu sama fyrirvara, að það væri ekki komin nógu mikil reynsla af Costco. Við munum svo án efa leggja mat á þetta aftur þegar meiri reynsla er fengin af innkomu Costco.“ Hann segir það hlutverk samkeppnisyfirvalda að gæta almannahagsmuna og koma í veg fyrir að samrunar eigi sér stað sem skaði samkeppni og leiði þannig til hærra verðs eða verri þjónustu fyrir viðskiptavini. „Við verðum að vanda þetta mat og gæta þess að stefna ekki hagsmunum almennings í voða.“ Páll Gunnar segir að í ákvörðun eftirlitsins sé gerð grein fyrir ítarlegri rannsókn þess á áhrifum Costco. „Þar kemur fram að við öfluðum mjög víðtækra gagna, bæði frá samrunaaðilum og öðrum félögum sem starfa á dagvörumarkaði, í smásölu og heildsölu, en mörg þeirra lýstu yfir áhyggjum af samrunanum. Við öfluðum meðal annars áætlana frá Costco og Högum og öðrum keppinautum um innkomu Costco, upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar, tölulegra upplýsinga um rekstur Costco og veltu á fyrstu fjórum vikum starfseminnar og eins tölulegra upplýsinga frá öðrum félögum á markaðinum sem gáfu þá til kynna hver raunveruleg áhrif Costco voru á sölu í einstökum vöruflokkum. Við skoðuðum auk þess upplýsingar um veltu annarra erlendra verslanakeðja sem hafa hafið starfsemi hér á liðnum árum. Á grundvelli gagnanna sem við öfluðum stilltum við upp mögulegum sviðsmyndum af áhrifum Costco og byggðum okkar ályktanir á þeim.“ Hann tekur fram að Costco hafi ekki hafið starfsemi hér á landi fyrr en undir lok þess lögbundna tímafrests sem eftirlitið hafði til þess að ljúka afgreiðslu málsins. „Þannig að það var í raun og veru ekki fyrr en undir lok frestsins sem við gátum aflað upplýsinga um raunverulega reynslu af fyrstu vikum starfsemi Costco. Það verður síðan að koma í ljós hver þróunin verður. Það liggur í hlutarins eðli að þetta verður skoðað aftur. Það er augljóst að við rannsókn á öðrum samrunum, sem tengjast þeim mörkuðum sem Costco starfar á, munum við afla gagna að nýju og höfum þá lengri reynslu til þess að byggja mat okkar á.“
Costco Tengdar fréttir Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. 8. ágúst 2017 06:00 Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir áhyggjuefni ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skal. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira
Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. 8. ágúst 2017 06:00
Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir áhyggjuefni ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skal. 8. ágúst 2017 06:00