Undirbýr sig fyrir Domino´s deildina með því að spila við NBA-stórstjörnur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 13:30 Antonio Hester. Vísir/Anton Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester mætir aftur í Domino´s deildina í körfubolta í haust þar sem hann ætlar að taka annað tímabil með Tindastól. Hann undirbýr sig að kappi fyrir átökin á Íslandi. Antonio Hester hefur að undanförnu spilað körfubolta á móti góðum leikmönnum í Miami Pro deildinni í Bandaríkjunum. Þar fékk hann að mæta sig á móti NBA-stjörnum eins og James Harden og John Wall en báðir eru þeir lykilmenn í sínum NBA-liðum og tveir af áhugaverðari leikmönnum NBA-deildarinnar. „Þetta var frábær upplifun og ég lærði margt um sjálfan mig og hvar minn leikur stendur,“ sagði Antonio Hester í viðtali við karfan.is sem kannaði stöðuna á kappanum. James Harden, sem er 27 ára gamall og leikur með Houston Rockets, var annar í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 29,1 stig, 11,2 fráköst og 8,1 frákast að meðaltali í leik. John Wall, sem er 26 ára gamall og leikur með Washington Wizards, var sjöundi í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 23,1 stig, 10,7 stoðsendingar og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Antonio Hester, sem er fæddur árið 1990 eða sama ár og Wall og einu ári á eftir Harden, var mjög öflugur með Tindastól í Domino´s deildinni síðasta vetur þar sem hann skoraði 23,4 stig og tók 10,8 fráköst að meðaltali í leik. „Hester segist mjög spenntur fyrir því að koma aftur í Skagafjörðinn og að Tindastóll eigi góða möguleika á að vinna titilinn á komandi tímabili. Til þess þurfi þeir þó að standa saman sem lið og halda einbeitingu í gegnum tímabilið. Enn frekar að þeir verði að standa saman og trúa á hvorn annan,“ segir í fréttinni um Hester á heimasíðu karfan.is. Last night was "MAD LIT" ya heard! Had the opportunity to guard MVP runner up @jharden13 and All-Star @johnwall!!!! By far the toughest matchups this summer.... but once again I took the matchup like a man and got the W #HoopersDream #BodyInTheTrunk @hoopersdream #BigHess #MiamiPro #ThisIsMIAMIPRO photocred: @slrkns A post shared by Antonio Hester (@official_big_hess_) on Aug 2, 2017 at 5:01pm PDT Dominos-deild karla Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Handbolti Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester mætir aftur í Domino´s deildina í körfubolta í haust þar sem hann ætlar að taka annað tímabil með Tindastól. Hann undirbýr sig að kappi fyrir átökin á Íslandi. Antonio Hester hefur að undanförnu spilað körfubolta á móti góðum leikmönnum í Miami Pro deildinni í Bandaríkjunum. Þar fékk hann að mæta sig á móti NBA-stjörnum eins og James Harden og John Wall en báðir eru þeir lykilmenn í sínum NBA-liðum og tveir af áhugaverðari leikmönnum NBA-deildarinnar. „Þetta var frábær upplifun og ég lærði margt um sjálfan mig og hvar minn leikur stendur,“ sagði Antonio Hester í viðtali við karfan.is sem kannaði stöðuna á kappanum. James Harden, sem er 27 ára gamall og leikur með Houston Rockets, var annar í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 29,1 stig, 11,2 fráköst og 8,1 frákast að meðaltali í leik. John Wall, sem er 26 ára gamall og leikur með Washington Wizards, var sjöundi í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 23,1 stig, 10,7 stoðsendingar og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Antonio Hester, sem er fæddur árið 1990 eða sama ár og Wall og einu ári á eftir Harden, var mjög öflugur með Tindastól í Domino´s deildinni síðasta vetur þar sem hann skoraði 23,4 stig og tók 10,8 fráköst að meðaltali í leik. „Hester segist mjög spenntur fyrir því að koma aftur í Skagafjörðinn og að Tindastóll eigi góða möguleika á að vinna titilinn á komandi tímabili. Til þess þurfi þeir þó að standa saman sem lið og halda einbeitingu í gegnum tímabilið. Enn frekar að þeir verði að standa saman og trúa á hvorn annan,“ segir í fréttinni um Hester á heimasíðu karfan.is. Last night was "MAD LIT" ya heard! Had the opportunity to guard MVP runner up @jharden13 and All-Star @johnwall!!!! By far the toughest matchups this summer.... but once again I took the matchup like a man and got the W #HoopersDream #BodyInTheTrunk @hoopersdream #BigHess #MiamiPro #ThisIsMIAMIPRO photocred: @slrkns A post shared by Antonio Hester (@official_big_hess_) on Aug 2, 2017 at 5:01pm PDT
Dominos-deild karla Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Handbolti Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira