Persónuupplýsingum um stjörnur Game of Thrones lekið á netið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 13:30 Já halló, er þetta Tyrion? Vísir Óprúttnir tölvuþrjótar sem brutust inn í tölvukerfi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO reyna nú að féfletta stöðina um margar milljónir Bandaríkjadala. Nú þegar hafa hakkararnir lekið persónulegum símanúmerum leikara úr þáttunum Game of Thrones, tölvupóstum og handritum af óbirtum þáttum. Fái þeir ekki borgað segjast þeir ætla að leka enn meira efni, þar á meðal heilu sjónvarpsþáttaröðunum og persónulegum tölvupóstsamskiptum. Í fimm mínútna löngu myndbandi ávarpar einstaklingur sem kallar sig „Mr. Smith“ Richar Plepler, forstjóra HBO. Þar er sagt að ef upphæðin berist ekki innan þriggja daga muni þeir leka efninu sem þeir hafi undir höndum. Samkvæmt frétt á vef breska blaðsins The Guardian segist hópurinn hafa stolið 1,5 terabæti af gögnum. HBO hefur viðurkennt að viðkvæmum upplýsingum hafi verið stolið en þvertekur fyrir að öllu tölvukerfi stöðvarinnar hafi verið stefnt í hættu. Þá er sjónvarpsrisinn í samstarfi við bæði lögreglu og sérfræðinga um netöryggismál við rannsókn málsins. Í myndbandsávarpinu krefjast hakkararnir sex mánaða launa í netgjaldmiðlinum Bitcoin og segjast þeir þéna 12 til 15 milljónir dollara á ári, eða sem nemur 1,2 – 1,5 milljörðum íslenskra króna, við það að kúga fé úr fyrirtækjum. Ásamt myndbandinu lak hópurinn 3,4 gígabætum af efni. Þar á meðal voru upplýsingar um innranet HBO, lykilorð tölvustjóra og handrit að fimm Game of Thrones þáttum. Eitt skjalið virðist innihalda lista yfir leikara í Game of Thrones, ásamt persónulegum símanúmerum þeirra og tölvupóstföngum leikaranna. Game of Thrones Tengdar fréttir Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Óprúttnir tölvuþrjótar sem brutust inn í tölvukerfi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO reyna nú að féfletta stöðina um margar milljónir Bandaríkjadala. Nú þegar hafa hakkararnir lekið persónulegum símanúmerum leikara úr þáttunum Game of Thrones, tölvupóstum og handritum af óbirtum þáttum. Fái þeir ekki borgað segjast þeir ætla að leka enn meira efni, þar á meðal heilu sjónvarpsþáttaröðunum og persónulegum tölvupóstsamskiptum. Í fimm mínútna löngu myndbandi ávarpar einstaklingur sem kallar sig „Mr. Smith“ Richar Plepler, forstjóra HBO. Þar er sagt að ef upphæðin berist ekki innan þriggja daga muni þeir leka efninu sem þeir hafi undir höndum. Samkvæmt frétt á vef breska blaðsins The Guardian segist hópurinn hafa stolið 1,5 terabæti af gögnum. HBO hefur viðurkennt að viðkvæmum upplýsingum hafi verið stolið en þvertekur fyrir að öllu tölvukerfi stöðvarinnar hafi verið stefnt í hættu. Þá er sjónvarpsrisinn í samstarfi við bæði lögreglu og sérfræðinga um netöryggismál við rannsókn málsins. Í myndbandsávarpinu krefjast hakkararnir sex mánaða launa í netgjaldmiðlinum Bitcoin og segjast þeir þéna 12 til 15 milljónir dollara á ári, eða sem nemur 1,2 – 1,5 milljörðum íslenskra króna, við það að kúga fé úr fyrirtækjum. Ásamt myndbandinu lak hópurinn 3,4 gígabætum af efni. Þar á meðal voru upplýsingar um innranet HBO, lykilorð tölvustjóra og handrit að fimm Game of Thrones þáttum. Eitt skjalið virðist innihalda lista yfir leikara í Game of Thrones, ásamt persónulegum símanúmerum þeirra og tölvupóstföngum leikaranna.
Game of Thrones Tengdar fréttir Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið