Varaforseti Bandaríkjanna þvertekur fyrir forsetaframboð Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2017 11:04 Mike Pence hyggur alls ekki á forsetaframboð ef marka má afdráttarlausa yfirlýsingu hans. Vísir/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur brugðist reiður við fréttum af hugsanlegu forsetaframboði hans árið 2020. Segir hann fréttirnar móðgandi fyrir sig og alla fjölskyldu sína og starfslið. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að ýmislegt í dagskrá og fjáröflun Pence væru dæmigerð fyrir þá sem væru að búa í haginn fyrir forsetaframboð. Þannig sagði New York Times frá því á sunnudag að Pence hefði sett á laggirnar fjáröflunarnefnd og varaforsetinn hefði safnað milljón dollara á viðburði í Washington-borg í síðustu viku. Af fréttunum mátti þannig skilja að Pence og hópur repúblikana væru að gera sig tilbúna fyrir að Donald Trump forseti bjóði sig annað hvort ekki fram aftur eftir þrjú ár eða að hann muni ekki endast kjörtímabilið. Blaðið hafði þó eftir heimildamönnum sínum að Pence færi aðeins fram ef Trump yrði ekki í framboði.Segir fullyrðingar NYT algerlega rangarStutt forsetatíð Trump hefur einkennst af glundroða en rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnda á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa hefur legið þungt á forsetanum. Trump hefur ekkert gefið í skyn að hann muni ekki bjóða sig fram aftur og hefur í raun þegar hafið undirbúning fyrir annað forsetaframboð. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði Pence að frétt New York Times væri skammarleg og að fullyrðingarnar í henni væru algerlega rangar. Pence sagði jafnframt að hann og starfslið hans beindu nú öllum kröftum sínum að því að vinna að stefnumálum Trump og að tryggja endurkjör hans árið 2020. Talsmaður New York Times segir hins vegar í yfirlýsingu til Washington Post að blaðið standi við frétt sína og hyggist láta hana tala eigin máli. Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur brugðist reiður við fréttum af hugsanlegu forsetaframboði hans árið 2020. Segir hann fréttirnar móðgandi fyrir sig og alla fjölskyldu sína og starfslið. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að ýmislegt í dagskrá og fjáröflun Pence væru dæmigerð fyrir þá sem væru að búa í haginn fyrir forsetaframboð. Þannig sagði New York Times frá því á sunnudag að Pence hefði sett á laggirnar fjáröflunarnefnd og varaforsetinn hefði safnað milljón dollara á viðburði í Washington-borg í síðustu viku. Af fréttunum mátti þannig skilja að Pence og hópur repúblikana væru að gera sig tilbúna fyrir að Donald Trump forseti bjóði sig annað hvort ekki fram aftur eftir þrjú ár eða að hann muni ekki endast kjörtímabilið. Blaðið hafði þó eftir heimildamönnum sínum að Pence færi aðeins fram ef Trump yrði ekki í framboði.Segir fullyrðingar NYT algerlega rangarStutt forsetatíð Trump hefur einkennst af glundroða en rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnda á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa hefur legið þungt á forsetanum. Trump hefur ekkert gefið í skyn að hann muni ekki bjóða sig fram aftur og hefur í raun þegar hafið undirbúning fyrir annað forsetaframboð. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði Pence að frétt New York Times væri skammarleg og að fullyrðingarnar í henni væru algerlega rangar. Pence sagði jafnframt að hann og starfslið hans beindu nú öllum kröftum sínum að því að vinna að stefnumálum Trump og að tryggja endurkjör hans árið 2020. Talsmaður New York Times segir hins vegar í yfirlýsingu til Washington Post að blaðið standi við frétt sína og hyggist láta hana tala eigin máli.
Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira