New York Times skotspónn bandarískra byssueigenda Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2017 22:11 Ræða Loesch í myndbandi NRA er sérstaklega heiftúðug í garð New York Times. NRA Stærstu samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hóta dagblaðinu New York Times í myndbandi sem þau birtu. Kalla þau blaðið „ótrúverðugan og óheiðarlegan snepil“ og segjast „ætla að ná til þess“. Í myndbandinu notar Dana Loesch, fjölmiðlakona af hægri væng bandarískra stjórnmála, orðalag sem hefur verið Donald Trump forseta tamt og kallar New York Times „gervifréttir“. New York Times hefur birt fjölda uppljóstrana um mál tengd Trump, ekki síst rannsóknina á meintu samráði framboðs hans við Rússa. „Lítið á þetta sem viðvörunarskot,“ segir Loesch í myndbandinu sem NRA tísti á föstudag. Þá sakar hún dagblaðið um að vera undir hæl Demókrataflokksins. „Við erum komin með nóg af stanslausri vörn ykkar fyrir lénsherra ykkar úr Demókrataflokknum,“ segir Loesch. Grípur hún enn til myndmáls úr heimi skotvopna þegar hún segir að NRA muni beina „leysimiði sínu“ að slagorði blaðsins um að það elti sannleikann heiðarlega.Segist aðeins vilja aðgerðir á „vígvelli hugmyndanna“Loesch hafnar því algerlega að myndbandið sé ógn gegn öryggi starfsmanna New York Times. The Guardian hefur eftir henni að hver sá sem skilji myndbandið þannig sé aðeins að „færa ofbeldisfulla hugaróra sína yfir á aðra“. Þegar hún var spurð hvað hún hefði átt við með að NRA „ætli að ná til“ New York Times sagðist Loesch að hún hafi aðeins verið að hvetja fólk til aðgerða á „vígvelli hugmyndanna“. Annað myndband NRA með Loesch þar sem hún færði rök fyrir því að fólk ætti að ganga í samtökin til að verja landið fyrir frjálslyndum vakti einnig neikvæða athygli. Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Stærstu samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hóta dagblaðinu New York Times í myndbandi sem þau birtu. Kalla þau blaðið „ótrúverðugan og óheiðarlegan snepil“ og segjast „ætla að ná til þess“. Í myndbandinu notar Dana Loesch, fjölmiðlakona af hægri væng bandarískra stjórnmála, orðalag sem hefur verið Donald Trump forseta tamt og kallar New York Times „gervifréttir“. New York Times hefur birt fjölda uppljóstrana um mál tengd Trump, ekki síst rannsóknina á meintu samráði framboðs hans við Rússa. „Lítið á þetta sem viðvörunarskot,“ segir Loesch í myndbandinu sem NRA tísti á föstudag. Þá sakar hún dagblaðið um að vera undir hæl Demókrataflokksins. „Við erum komin með nóg af stanslausri vörn ykkar fyrir lénsherra ykkar úr Demókrataflokknum,“ segir Loesch. Grípur hún enn til myndmáls úr heimi skotvopna þegar hún segir að NRA muni beina „leysimiði sínu“ að slagorði blaðsins um að það elti sannleikann heiðarlega.Segist aðeins vilja aðgerðir á „vígvelli hugmyndanna“Loesch hafnar því algerlega að myndbandið sé ógn gegn öryggi starfsmanna New York Times. The Guardian hefur eftir henni að hver sá sem skilji myndbandið þannig sé aðeins að „færa ofbeldisfulla hugaróra sína yfir á aðra“. Þegar hún var spurð hvað hún hefði átt við með að NRA „ætli að ná til“ New York Times sagðist Loesch að hún hafi aðeins verið að hvetja fólk til aðgerða á „vígvelli hugmyndanna“. Annað myndband NRA með Loesch þar sem hún færði rök fyrir því að fólk ætti að ganga í samtökin til að verja landið fyrir frjálslyndum vakti einnig neikvæða athygli.
Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira