Sunnudagskvöld á Þjóðhátíð: Frábær stemning á Brekkusöng í Herjólfsdal Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 11:15 Ljósmyndari 365 Miðla segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Vísir/Óskar P. Frábær steming myndaðist í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í gær. Fjöldi valinkunnra tónlistarmanna steig á stokk, þar á meðal hljómsveitin Albatross ásamt Birgittu Haukdal og Jóni Jónssyni. Ingó Veðurguð leiddi Brekkusönginn eins og undanfarin ár en ljósmyndari 365 Miðla á staðnum segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari, hefur myndað Þjóðhátíð fyrir Vísi um helgina. Hann segir andrúmsloftið í Dalnum í gær hafa verið magnað. „Skemmtidagskráin var góð og flottir skemmtikraftar, það var flott að sjá þegar Birgitta Haukdal kom og söng. Það var eins og hún hafi komið, séð og sigrað. Allir sungu vel og hátt undir söng hennar og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna,“ segir Óskar. „Mér finnst eins og ég hafi aldrei séð Brekkuna eins stóra og þétta og í kvöld, hún teygði sig í allar áttir.“Dalurinn var upplýstur í gærkvöldi.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÞá jókst spennan er leið á kvöldið en Brekkusöngurinn fagnaði 40 ára afmæli í ár. Árni Johnsen söng fyrsta Brekkusönginn á fyrstu Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum árið 1977. Síðan þá hefur söngurinn verið eitt vinsælasta dagskrárefni þjóðarinnar.Amma og Afi Ingós Veðurguðs mæta á hverju ári til að sjá sinn mann í Brekkunni.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÁ mynd hér að ofan má sjá afa og ömmu Ingó Veðurguðs en þau mæta alltaf á Brekkusönginn og fylgjast með barnabarni sínu. Ingó stjórnaði söngnum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi, í gærkvöldi og fórst það vel úr hendi. Árni Johnsen sjálfur mætti svo undir lok kvöldsins og fór fyrir hópnum þegar Þjóðsöngurinn var sunginn. Að honum loknum var kveikt á 143 blysum sem lýstu upp Dalinn og mörkuðu lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar.Hér að neðan má sjá myndir sem Óskar Pétur Friðriksson tók af hátíðahöldunum í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á örvarnar beggja vegna við myndirnar og snjallsímanotendur geta einfaldlega flett albúminu með fingrunum.Vísir/Óskar P. Friðriksson Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Frábær steming myndaðist í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í gær. Fjöldi valinkunnra tónlistarmanna steig á stokk, þar á meðal hljómsveitin Albatross ásamt Birgittu Haukdal og Jóni Jónssyni. Ingó Veðurguð leiddi Brekkusönginn eins og undanfarin ár en ljósmyndari 365 Miðla á staðnum segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari, hefur myndað Þjóðhátíð fyrir Vísi um helgina. Hann segir andrúmsloftið í Dalnum í gær hafa verið magnað. „Skemmtidagskráin var góð og flottir skemmtikraftar, það var flott að sjá þegar Birgitta Haukdal kom og söng. Það var eins og hún hafi komið, séð og sigrað. Allir sungu vel og hátt undir söng hennar og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna,“ segir Óskar. „Mér finnst eins og ég hafi aldrei séð Brekkuna eins stóra og þétta og í kvöld, hún teygði sig í allar áttir.“Dalurinn var upplýstur í gærkvöldi.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÞá jókst spennan er leið á kvöldið en Brekkusöngurinn fagnaði 40 ára afmæli í ár. Árni Johnsen söng fyrsta Brekkusönginn á fyrstu Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum árið 1977. Síðan þá hefur söngurinn verið eitt vinsælasta dagskrárefni þjóðarinnar.Amma og Afi Ingós Veðurguðs mæta á hverju ári til að sjá sinn mann í Brekkunni.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÁ mynd hér að ofan má sjá afa og ömmu Ingó Veðurguðs en þau mæta alltaf á Brekkusönginn og fylgjast með barnabarni sínu. Ingó stjórnaði söngnum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi, í gærkvöldi og fórst það vel úr hendi. Árni Johnsen sjálfur mætti svo undir lok kvöldsins og fór fyrir hópnum þegar Þjóðsöngurinn var sunginn. Að honum loknum var kveikt á 143 blysum sem lýstu upp Dalinn og mörkuðu lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar.Hér að neðan má sjá myndir sem Óskar Pétur Friðriksson tók af hátíðahöldunum í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á örvarnar beggja vegna við myndirnar og snjallsímanotendur geta einfaldlega flett albúminu með fingrunum.Vísir/Óskar P. Friðriksson
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira