Tveir drepnir og tíu handteknir í árás á herstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2017 22:26 Frá átökunum í Valencia í Venesúela í dag. Vísir/afp Tveir eru látnir og tíu hafa verið handteknir eftir árás á herstöð í borginni Valencia í Venesúela. Um er að ræða misheppnaða tilraun lítils hóps hermanna til uppreisnar gegn forseta landsins, Nicolás Maduro. Maduro greindi frá uppreisninni í sjónvarpi í kvöld, að því er segir í frétt Breska ríkisútvarpsins. Hann sagði tvo árásarmenn hafa verið drepna og tíu handtekna. Diosdado Cabello, einn leiðtoga Sósíalistaflokks Maduro, fordæmdi uppreisnina á Twitter-síðu sinni og sagði hana „hryðjuverkaárás.“ Þá sagði hann fulla stjórn hafa náðst á aðstæðum í herstöðinni í Valencia. Í myndbandi, sem gekk manna á milli á samfélagsmiðlum í dag, mátti sjá einkennisklædda menn segjast vera að rísa upp gegn „grimmdarlegu alræði forsetans, Nicolás Maduro.“ Einn þeirra, sem sagðist heita Juan Caguaripano, var í forsvari fyrir hópinn. „Þetta er ekki valdarán heldur borgaraleg og hernaðarleg aðgerð til að koma aftur á stjórnskipan í landinu,“ sagði Caguaripano í myndbandinu. Þrátt fyrir meintar handtökur heyrðust enn sprengingar á svæðinu síðdegis að staðartíma í Valencia, þriðju stærstu borg Venesúela. Ekkert lát hefur verið á mótmælum í Venesúela síðan í apríl en stjórnmálaástand hefur verið eldfimt í landinu í nokkurn tíma. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Evrópusambandið um að það viðurkenndi ekki kosningar sem fóru fram í landinu síðasta sunnudag. Kosningarnar eru sagðar tilburðir Nicolásar Maduro til að herða tök sín á stjórnartaumunum en þær gefa nýju löggjafarþingi kleift að taka fram fyrir hendurnar á þjóðþingi landsins. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Tveir eru látnir og tíu hafa verið handteknir eftir árás á herstöð í borginni Valencia í Venesúela. Um er að ræða misheppnaða tilraun lítils hóps hermanna til uppreisnar gegn forseta landsins, Nicolás Maduro. Maduro greindi frá uppreisninni í sjónvarpi í kvöld, að því er segir í frétt Breska ríkisútvarpsins. Hann sagði tvo árásarmenn hafa verið drepna og tíu handtekna. Diosdado Cabello, einn leiðtoga Sósíalistaflokks Maduro, fordæmdi uppreisnina á Twitter-síðu sinni og sagði hana „hryðjuverkaárás.“ Þá sagði hann fulla stjórn hafa náðst á aðstæðum í herstöðinni í Valencia. Í myndbandi, sem gekk manna á milli á samfélagsmiðlum í dag, mátti sjá einkennisklædda menn segjast vera að rísa upp gegn „grimmdarlegu alræði forsetans, Nicolás Maduro.“ Einn þeirra, sem sagðist heita Juan Caguaripano, var í forsvari fyrir hópinn. „Þetta er ekki valdarán heldur borgaraleg og hernaðarleg aðgerð til að koma aftur á stjórnskipan í landinu,“ sagði Caguaripano í myndbandinu. Þrátt fyrir meintar handtökur heyrðust enn sprengingar á svæðinu síðdegis að staðartíma í Valencia, þriðju stærstu borg Venesúela. Ekkert lát hefur verið á mótmælum í Venesúela síðan í apríl en stjórnmálaástand hefur verið eldfimt í landinu í nokkurn tíma. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Evrópusambandið um að það viðurkenndi ekki kosningar sem fóru fram í landinu síðasta sunnudag. Kosningarnar eru sagðar tilburðir Nicolásar Maduro til að herða tök sín á stjórnartaumunum en þær gefa nýju löggjafarþingi kleift að taka fram fyrir hendurnar á þjóðþingi landsins.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira