Umdeilt stjórnlagaþing kemur saman í Venesúela: Vara alþjóðasamfélagið við afskiptum af ástandinu í landinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 23:30 Delcy Rodriguez, nýkjörinn forseti þingsins sést hér fremst í flokki við hlið Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Vísir/Getty Nýtt stjórnlagaþing Venesúela kom saman í fyrsta sinn í dag, þrátt fyrir háværa gagnrýni bæði þar í landi og frá alþjóðasamfélaginu. Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir þingið nauðsynlegt til að koma á friði í landinu eftir marga mánuði af mótmælum og átökum. Stjórnarandstaðan vill hins vegar meina að þingið sé tilraun forsetans að ríghalda í þau völd sem hann hefur. 545 manns sitja í hinu nýkjörna stjórnlagaþingi og þar á meðal eru eiginkona Maduro og sonur hans. Þá var Delcy Rodriguez, fyrrverandi utanríkisráðherra Venesúela og náin samstarfskona forsetans, kjörinn forseti þingsins. Í upphafsræðu sinni sagði hún stjórnarandstæðuna vera fasíska og varaði alþjóðasamfélagið við því að skipta sér af málum þar í landi.Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gengu um götur með myndir af Hugo Chavez og Simón Bolivar.Vísir/GettyKosið var til þingsins síðastliðinn sunnudag og hefur Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í kosningunum. Ortega hefur gagnrýnt Maduro forseta harðlega og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. Þá hefur Evrópusambandið tilkynnt að það viðurkenni ekki kosningarnar. Nokkrir særðust í átökunum í dag þegar lögreglan reyndi að hafa hemil á mótmælendum, sem voru nokkur hundruð talsins. Á öðrum stöðum í Caracas, höfuðborg landsins, hittust stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og fögnuðu nýja þinginu. Margir veifuðu myndum af Hugo Chávez, fyrrverandi forseta landsins sem lést árið 2013 og byltingarhetjunni Simón Bolivar. Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Nýtt stjórnlagaþing Venesúela kom saman í fyrsta sinn í dag, þrátt fyrir háværa gagnrýni bæði þar í landi og frá alþjóðasamfélaginu. Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir þingið nauðsynlegt til að koma á friði í landinu eftir marga mánuði af mótmælum og átökum. Stjórnarandstaðan vill hins vegar meina að þingið sé tilraun forsetans að ríghalda í þau völd sem hann hefur. 545 manns sitja í hinu nýkjörna stjórnlagaþingi og þar á meðal eru eiginkona Maduro og sonur hans. Þá var Delcy Rodriguez, fyrrverandi utanríkisráðherra Venesúela og náin samstarfskona forsetans, kjörinn forseti þingsins. Í upphafsræðu sinni sagði hún stjórnarandstæðuna vera fasíska og varaði alþjóðasamfélagið við því að skipta sér af málum þar í landi.Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gengu um götur með myndir af Hugo Chavez og Simón Bolivar.Vísir/GettyKosið var til þingsins síðastliðinn sunnudag og hefur Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í kosningunum. Ortega hefur gagnrýnt Maduro forseta harðlega og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. Þá hefur Evrópusambandið tilkynnt að það viðurkenni ekki kosningarnar. Nokkrir særðust í átökunum í dag þegar lögreglan reyndi að hafa hemil á mótmælendum, sem voru nokkur hundruð talsins. Á öðrum stöðum í Caracas, höfuðborg landsins, hittust stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og fögnuðu nýja þinginu. Margir veifuðu myndum af Hugo Chávez, fyrrverandi forseta landsins sem lést árið 2013 og byltingarhetjunni Simón Bolivar.
Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21
Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00
Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00
41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48
ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24