Ég fagna að sjálfsögðu enn með íslenska liðinu 5. ágúst 2017 06:00 Lars Lagerbäck kom á Laugardalsvöll í vikunni. Fréttablaðið/Andri Marinó „Ég hef lýst því mörgum sinnum eftir EM í fyrra að ferðalag mitt með íslenska landsliðinu var afar sérstakt. Það eru því sterkar tilfinningar að vera kominn loksins aftur á Laugardalsvöll.“ Þetta sagði Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, og þjóðhetja í augum margra eftir afrek íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi síðasta sumar, þar sem strákarnir okkar fóru alla leið í fjórðungsúrslit eins og alheimur veit. „Þetta ferðalag mitt með íslenska landsliðinu er án nokkurs vafa það besta á mínum ferli. Ekki bara út af árangrinum heldur líka vegna íslensku þjóðarinnar, leikmannanna og allra þeirra sem ég kynntist hér.“ Lagerbäck gaf út að hann ætlaði að láta af störfum sem aðalþjálfari eftir að samningur hans við KSÍ rann út. Það entist ekki lengi. Eftir stutta dvöl sem ráðgjafi sænska landsliðsins réði hann sig sem landsliðsþjálfari Noregs. „Já, það var svolítið galið af mér. Ég þekki yfirmann norska sambandsins [Nils Johan Semb] og hann lagði hart að mér. Ég veit ekki hvað það var, kannski einhver forvitni, en ég ákvað að taka slaginn.“Lars Lagerbäck ræðir við norska fjölmiðla.vísir/gettyLifir með væntingunum Árangur Íslands á EM í Frakklandi vakti heimsathygli og Lagerbäck fór ekki á mis við hana. „Ég er minntur á það hvert sem ég kem í Evrópu og um allan heim. Allir vilja tala um íslenska landsliðið,“ segir hann. En skyldu Norðmenn ekki hafa þær væntingar að hann fari með norska landsliðið í sömu hæðir og það íslenska? „Það kann að vera. Væntingarnar í Noregi eru miklar og þeir þrá að komast í lokakeppni stórmóts með liðið sitt. Maður reynir bara að lifa með þeim væntingum og ég get bara gert mitt besta, eins og ég reyndi alltaf að gera þegar ég var með íslenska liðið,“ segir hann. Fyrstu ár Lagerbäcks á Íslandi mótaði hann kjarna leikmanna sem hann notaði til að byggja upp sterkt lið. Það vill hann gera nú með norska liðið en segir að það muni taka tíma. Hann nýtur þess þó að fylgjast með íslenska liðinu spila eftir að hann kvaddi strákana að lokinni Frakklandsförinni í fyrra. „Ég hef séð alla leikina í sjónvarpi og þykir mikið til um hvað þeir eru að gera. Ég vona að ég geti gert það sama með Noreg – það er aldrei að vita.“Leikmenn Íslands hrúgast ofan á Hörð Björgvin eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn KróatíuVísir/ErnirSvo erfitt að vinna Ísland Heimir Hallgrímsson hefur náð frábærum árangri með íslenska liðið eftir að hann tók alfarið við þjálfun liðsins. Ísland er ásamt Króatíu efst í sínum riðli í undankeppni HM eftir frækinn sigur á Króötum í Laugardalnum í júní. „Það var frábært,“ sagði Lagerbäck og brosti. „Strákarnir voru mjög skipulagðir og það sýndi sig í þessum leik hversu erfitt það er að vinna Ísland. Króatarnir lögðu mikið á sig og náðu varla að skapa sér færi undir lokin, þegar þeir lögðu allt í sölurnar.“ Og fagnaði hann þegar Hörður Björgvin skoraði sigurmarkið gegn Króatíu? „Já, að sjálfsögðu. Mér þykir afar vænt um Ísland, rétt eins og Noreg og Svíþjóð líka. Þessir leikmenn eru í miklum metum hjá mér. Ég fagna alltaf með Íslandi.“Lars Lagerbäck þakkaði fyrir sig eftir EM í Frakklandi.vísir/epaHM-draumurinn raunhæfur Hann á enn eftir að sjá landsliðið spila í eigin persónu eftir að hann hætti en hann ætlar að bæta úr því við fyrsta tækifæri. „Ég var svo vitlaus að ráða mig í annað starf,“ sagði hann og hló. „Planið var að mæta á alla heimaleiki í Laugardalnum. Ég kem um leið og ég get.“ Lagerbäck telur enn fremur að Ísland eigi raunhæfan möguleika á að komast á HM í Rússlandi. „Sérstaklega ef leikmenn fá nóg að spila með sínum liðum í haust og eru við góða heilsu. En eins og við vitum öll þá skilur oft mjög lítið á milli í fótbolta. En möguleikarnir eru án nokkurs vafa góðir.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Lars kveikti í norska landsliðinu með myndbandi af íslenska liðinu Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Noregs, var óánægður með skort á grimmd hjá leikmönnum norska landsliðsins og fór sérstaka leið til þess að kveikja í þeim fyrir leikinn gegn Tékkum á laugardag. 12. júní 2017 11:30 Lars ári eftir Englandsleikinn: Hefði sagt óraunhæft að komast í 8-liða úrslit Í dag er ár liðið frá því að Ísland sló England úr leik á EM í Frakklandi. 27. júní 2017 10:00 Lars fylgist vel með Íslandi: Strákarnir eiga möguleika á HM-sæti Sigur Íslands á Króatíu fór ekki framhjá fyrrum landsliðsþjálfara íslenska liðsins. 27. júní 2017 11:30 Ísland einu sæti frá topp 20 á nýjum FIFA-lista en Lagerbäck niður fyrir Færeyjar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hækkar sig um tvö sæti á nýjum FIFA-lista sem var gefinn út í morgun. Norðmenn detta niður fyrir Færeyjar á fyrsta listanum eftir að Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í fyrsta sinn. 6. apríl 2017 09:08 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira
„Ég hef lýst því mörgum sinnum eftir EM í fyrra að ferðalag mitt með íslenska landsliðinu var afar sérstakt. Það eru því sterkar tilfinningar að vera kominn loksins aftur á Laugardalsvöll.“ Þetta sagði Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, og þjóðhetja í augum margra eftir afrek íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi síðasta sumar, þar sem strákarnir okkar fóru alla leið í fjórðungsúrslit eins og alheimur veit. „Þetta ferðalag mitt með íslenska landsliðinu er án nokkurs vafa það besta á mínum ferli. Ekki bara út af árangrinum heldur líka vegna íslensku þjóðarinnar, leikmannanna og allra þeirra sem ég kynntist hér.“ Lagerbäck gaf út að hann ætlaði að láta af störfum sem aðalþjálfari eftir að samningur hans við KSÍ rann út. Það entist ekki lengi. Eftir stutta dvöl sem ráðgjafi sænska landsliðsins réði hann sig sem landsliðsþjálfari Noregs. „Já, það var svolítið galið af mér. Ég þekki yfirmann norska sambandsins [Nils Johan Semb] og hann lagði hart að mér. Ég veit ekki hvað það var, kannski einhver forvitni, en ég ákvað að taka slaginn.“Lars Lagerbäck ræðir við norska fjölmiðla.vísir/gettyLifir með væntingunum Árangur Íslands á EM í Frakklandi vakti heimsathygli og Lagerbäck fór ekki á mis við hana. „Ég er minntur á það hvert sem ég kem í Evrópu og um allan heim. Allir vilja tala um íslenska landsliðið,“ segir hann. En skyldu Norðmenn ekki hafa þær væntingar að hann fari með norska landsliðið í sömu hæðir og það íslenska? „Það kann að vera. Væntingarnar í Noregi eru miklar og þeir þrá að komast í lokakeppni stórmóts með liðið sitt. Maður reynir bara að lifa með þeim væntingum og ég get bara gert mitt besta, eins og ég reyndi alltaf að gera þegar ég var með íslenska liðið,“ segir hann. Fyrstu ár Lagerbäcks á Íslandi mótaði hann kjarna leikmanna sem hann notaði til að byggja upp sterkt lið. Það vill hann gera nú með norska liðið en segir að það muni taka tíma. Hann nýtur þess þó að fylgjast með íslenska liðinu spila eftir að hann kvaddi strákana að lokinni Frakklandsförinni í fyrra. „Ég hef séð alla leikina í sjónvarpi og þykir mikið til um hvað þeir eru að gera. Ég vona að ég geti gert það sama með Noreg – það er aldrei að vita.“Leikmenn Íslands hrúgast ofan á Hörð Björgvin eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn KróatíuVísir/ErnirSvo erfitt að vinna Ísland Heimir Hallgrímsson hefur náð frábærum árangri með íslenska liðið eftir að hann tók alfarið við þjálfun liðsins. Ísland er ásamt Króatíu efst í sínum riðli í undankeppni HM eftir frækinn sigur á Króötum í Laugardalnum í júní. „Það var frábært,“ sagði Lagerbäck og brosti. „Strákarnir voru mjög skipulagðir og það sýndi sig í þessum leik hversu erfitt það er að vinna Ísland. Króatarnir lögðu mikið á sig og náðu varla að skapa sér færi undir lokin, þegar þeir lögðu allt í sölurnar.“ Og fagnaði hann þegar Hörður Björgvin skoraði sigurmarkið gegn Króatíu? „Já, að sjálfsögðu. Mér þykir afar vænt um Ísland, rétt eins og Noreg og Svíþjóð líka. Þessir leikmenn eru í miklum metum hjá mér. Ég fagna alltaf með Íslandi.“Lars Lagerbäck þakkaði fyrir sig eftir EM í Frakklandi.vísir/epaHM-draumurinn raunhæfur Hann á enn eftir að sjá landsliðið spila í eigin persónu eftir að hann hætti en hann ætlar að bæta úr því við fyrsta tækifæri. „Ég var svo vitlaus að ráða mig í annað starf,“ sagði hann og hló. „Planið var að mæta á alla heimaleiki í Laugardalnum. Ég kem um leið og ég get.“ Lagerbäck telur enn fremur að Ísland eigi raunhæfan möguleika á að komast á HM í Rússlandi. „Sérstaklega ef leikmenn fá nóg að spila með sínum liðum í haust og eru við góða heilsu. En eins og við vitum öll þá skilur oft mjög lítið á milli í fótbolta. En möguleikarnir eru án nokkurs vafa góðir.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Lars kveikti í norska landsliðinu með myndbandi af íslenska liðinu Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Noregs, var óánægður með skort á grimmd hjá leikmönnum norska landsliðsins og fór sérstaka leið til þess að kveikja í þeim fyrir leikinn gegn Tékkum á laugardag. 12. júní 2017 11:30 Lars ári eftir Englandsleikinn: Hefði sagt óraunhæft að komast í 8-liða úrslit Í dag er ár liðið frá því að Ísland sló England úr leik á EM í Frakklandi. 27. júní 2017 10:00 Lars fylgist vel með Íslandi: Strákarnir eiga möguleika á HM-sæti Sigur Íslands á Króatíu fór ekki framhjá fyrrum landsliðsþjálfara íslenska liðsins. 27. júní 2017 11:30 Ísland einu sæti frá topp 20 á nýjum FIFA-lista en Lagerbäck niður fyrir Færeyjar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hækkar sig um tvö sæti á nýjum FIFA-lista sem var gefinn út í morgun. Norðmenn detta niður fyrir Færeyjar á fyrsta listanum eftir að Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í fyrsta sinn. 6. apríl 2017 09:08 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira
Lars kveikti í norska landsliðinu með myndbandi af íslenska liðinu Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Noregs, var óánægður með skort á grimmd hjá leikmönnum norska landsliðsins og fór sérstaka leið til þess að kveikja í þeim fyrir leikinn gegn Tékkum á laugardag. 12. júní 2017 11:30
Lars ári eftir Englandsleikinn: Hefði sagt óraunhæft að komast í 8-liða úrslit Í dag er ár liðið frá því að Ísland sló England úr leik á EM í Frakklandi. 27. júní 2017 10:00
Lars fylgist vel með Íslandi: Strákarnir eiga möguleika á HM-sæti Sigur Íslands á Króatíu fór ekki framhjá fyrrum landsliðsþjálfara íslenska liðsins. 27. júní 2017 11:30
Ísland einu sæti frá topp 20 á nýjum FIFA-lista en Lagerbäck niður fyrir Færeyjar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hækkar sig um tvö sæti á nýjum FIFA-lista sem var gefinn út í morgun. Norðmenn detta niður fyrir Færeyjar á fyrsta listanum eftir að Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í fyrsta sinn. 6. apríl 2017 09:08