Sigrún Ella Einarsdóttir er orðinn leikmaður Ítalíumeistara Fiorentina en Fótbolti.net greindi frá því í kvöld. Sigrún Ella kemur til ítalska liðið frá Stjörnunni.
Hún stóðst læknisskoðun í dag en Fiorentina er ríkjandi deildar- og bikarmeistari á Ítalíu. Liðið keppir því í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og hefur leik í 32-liða úrslitum.
Sigrún Ella er á 25. aldursári en hún gekk í raðir Stjörnunnar frá FH fyrir tímabilið 2014. Hún hefur á ferlinum alls leikið 151 leik í deild og bikar fyrir félögin tvö og skorað í þeim 70 mörk.
Hún hafði í ár skorað eitt mark í ellefu leikjum fyrir Stjörnuna.
Samdi við ítölsku meistarana
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn





Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn