Shkreli varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðsluréttinn á lyfinu Daraprim og hækkaði verðið á því um rúmlega fimm þúsund prósent árið 2015. Lyfið hefur verið gefið alnæmissjúklingum.
Málið gegn Shkreli nú er því ótengt en hann var fundinn sekur um að reynt að fela fyrir fjárfestum milljóna dollara tap sem hann bar ábyrgð á sem forsvarsmaður tveggja vogunarsjóða um fimm ára skeið.
Laug að fjárfestum
Saksóknarar í málinu sögðu Shkreli hafa logið að fjárfestum sínum um árangur vogunarsjóðanna. Hann hafi gefið út falsaðar afkomuskýrslur og átti við tímasetningar skjala til að fela tapið, að því er segir í frétt Washington Post.Hann hafi þá greitt fjárfestunum til baka með verðlausum hlutabréfum í ótengdu sprotafyrirtæki í lyfjaiðnaði sem hann stjórnaði einnig. Fyrirtækið dafnaði þó síðar.
Þannig högnuðust sumir fjárfestarnir myndarlega þrátt fyrir blekkingarnar. Málsvörn Shkreli byggðist meðal annars á því að fjárfestarnir hafi ekki orðið fyrir tapi. Saksóknararnir töldu það málinu óviðkomandi.