Sport

Bein útsending: Íslendingarnir taka á því á öðrum degi heimsleikanna í Crossfit

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson er í ágætis málum eftir fyrsta keppnisdaginn. Hvað gerir hann í dag?
Björgvin Karl Guðmundsson er í ágætis málum eftir fyrsta keppnisdaginn. Hvað gerir hann í dag? skjáskot
Annar keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit fer fram í dag og Vísir mun sýna beint frá herlegheitunum. Útsendinguna má nálgast hér að neðan.

Leikarnir hófust í gær, standa alla helgina og nýir heimsmeistarar verða krýndir upp úr miðnætti á sunnudag.

Næsta grein hefst rétt fyrir klukkan 01.00 í nótt.

Fjórir íslenskir keppendur eru í toppbaráttunni eftir fyrsta keppnisdaginn. Björgvin Karl Guðmundsson er í fjórða sæti í karlaflokki, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 5. til 6. sæti í kvennaflokki, Katrín Tanja Davíðsdóttir er í því 8. og Annie Mist Þórisdóttir hafnaði í 10. sæti eftir fyrsta keppnidaginn. Þá er Þuríður Erla Helgadóttir ekki langt undan í 16. sætinu.

Þrjár æfingar daglega

Keppendurnir þurfa að þreyta þrjár æfingar í dag, rétt eins og hina dagana. Sú fyrsta er þrautabraut þar sem keppt er eftir riðlafyrirkomulagi. Fljótustu keppendurnir komast áfram í næstu umferð en hinir sitja eftir. Æfingin hefst klukkan 15 og fylgjast má með henni hér að neðan.

Þriðja og síðasta æfingin er skömmu fyrir klukkan 1 í nótt að íslenskum tíma. Í henni þurfa keppendur að gera 100 upphífingar, 80 magaæfingar, 60 hnébeygjur á öðrum fæti, brenna 40 hitaeiningum í róðravél, gera 20 axlarpressur og hlaupa svo í mark á sem stystum tíma.

Beinu útsendinguna frá öðrum keppnisdegi á heimsleikunum í Crossfit má sjá, sem fyrr segir, hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×