Fótbolti

Mæta Rooney og félagar Íslandsmeisturunum?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH-ingar fá sterkan andstæðing í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
FH-ingar fá sterkan andstæðing í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. vísir/andri marinó
Það kemur í ljós í dag hverjir verða mótherjar Íslandsmeistara FH í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Liðunum í pottinum hefur verið raðað í styrkleikaflokka og riðla. FH er í riðli 2, neðri styrkleikaflokki. Dregið verður klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Everton er eitt þeirra fimm liða sem FH getur mætt í umspilinu. Sem kunnugt er hefur landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verið sterklega orðaður við Everton í sumar og gangi félagaskiptin frá Swansea City í gegn gæti hann mætt sínu uppeldisfélagi í umspilinu.

FH getur einnig mætt Athletic Bilbao frá Spáni, Salzburg frá Austurríki, Braga frá Portúgal og Midtjylland frá Danmörku.

Ekkert íslenskt lið hefur komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Stjarnan komst í umspilið fyrir þremur árum en tapaði fyrir ítalska stórliðinu Inter.

Þessum liðum getur FH mætt í umspilinu:

Athletic Bilbao

Salzburg

Everton

Braga

Midtjylland


Tengdar fréttir

Heimir: Við fáum eitt tækifæri í viðbót

"Það er alltaf fúlt að tapa fótboltaleikjum en við reyndum allt sem við gátum,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið gegn Maribor í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. FH tapaði 1-0 á heimavelli og því einvíginu 2-0.

Davíð um atvikið undir lokin: Bara út í hött

"Þetta er heldur betur svekkjandi, sérstaklega þar sem við spiluðum fínan leik,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir tapið gegn Maribor í kvöld. FH tapaði 1-0 í Kaplakrika og því einvíginu 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×