Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lífsspors sem hefur upplýst um ferðir Johns Snorra í Himalaya-fjöllum síðustu vikurnar.
K3 er 8.051 metri að hæð og hefur John Snorri því komist á tind þriggja fjalla sem eru yfir 8.000 metrar að hæð á síðustu áttatíu dögum. Áður hafði hann komist á tinda Lhotse og K2.
„Núna er hópurinn á leiðinni niður í grunnbúðir og það sem meira er - á leiðinni heim! Til hamingju John Snorri - þú ert ótrúlegur!“ segir á Facebook-síðu Lífsspors.