Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 07:31 Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins 17. maí. Trump var ekki skemmt. Vísir/EPA Nokkrir öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum á Bandaríkjaþingi hafa lagt fram frumvörp sem er ætlað að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti geti rekið Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, án fullnægjandi ástæðu. Mueller rannsakar nú meint samráð bandamanna Trump við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Trump hefur ekki viljað útiloka algerlega að hann muni reka Mueller, til dæmis ef hann byrjar að rannsaka fjármál hans eða fjölskyldu hans. Trump hefur lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og er sagður kenna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, um að Mueller hafi verið skipaður. Sessions steig til hliðar í rannsókn ráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði bandamanna Trump við þá. „Þeir eru að reyna að svíkja ykkur um forystuna sem þið viljið með gervifrétt,“ sagði Trump um rannsóknina við þúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í Vestur-Virginíu í gærkvöldi.Þyrfti að fá samþykki þriggja alríkisdómaraForsetinn getur ekki rekið Mueller sjálfur en miklar vangaveltur hafa verið um að hann muni reka Sessions og skipa eftirmann sem væri tilbúinn að láta Mueller fara. Samvæmt frumvörpum sem fjórir öldungadeildarþingmenn, tveir repúblikanar og tveir demókratar, hafa lagt fram gæti Trump ekki rekið Mueller nema með samþykki alríkisdómara, að því er segir í frétt Washington Post. „Þetta er fyrsta skrefið í að setja hraðahindrun í veg ófyrirséðs brottreksturs hans,“ segir Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu sem stendur að öðru frumvarpinu.Trump hefur hamast í Sessions (t.h.) síðustu vikur og hefur það gefið sögum um að hann hyggist reka dómsmálaráðherrann byr undir báða vængi.Vísir/AFPStefnur gefnar út fyrir kviðdómAukinn þungi hefur færst í rannsókn Mueller. Í gær var greint frá því að hann hefði gefið út stefnur fyrir kviðdóm sem er ætlað að leggja mat á sönnunargögn sem varða fund Donalds Trump yngri, sonar forsetans, Jareds Kushner, tengdasonar forsetans, og Pauls Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum lögmanni í fyrra. Þá hefur verið sagt frá því að rannsakendur Mueller séu komnir á peningaslóðina og kanni mögulega fjármálaglæpi bandamanna Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Nokkrir öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum á Bandaríkjaþingi hafa lagt fram frumvörp sem er ætlað að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti geti rekið Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, án fullnægjandi ástæðu. Mueller rannsakar nú meint samráð bandamanna Trump við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Trump hefur ekki viljað útiloka algerlega að hann muni reka Mueller, til dæmis ef hann byrjar að rannsaka fjármál hans eða fjölskyldu hans. Trump hefur lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og er sagður kenna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, um að Mueller hafi verið skipaður. Sessions steig til hliðar í rannsókn ráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði bandamanna Trump við þá. „Þeir eru að reyna að svíkja ykkur um forystuna sem þið viljið með gervifrétt,“ sagði Trump um rannsóknina við þúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í Vestur-Virginíu í gærkvöldi.Þyrfti að fá samþykki þriggja alríkisdómaraForsetinn getur ekki rekið Mueller sjálfur en miklar vangaveltur hafa verið um að hann muni reka Sessions og skipa eftirmann sem væri tilbúinn að láta Mueller fara. Samvæmt frumvörpum sem fjórir öldungadeildarþingmenn, tveir repúblikanar og tveir demókratar, hafa lagt fram gæti Trump ekki rekið Mueller nema með samþykki alríkisdómara, að því er segir í frétt Washington Post. „Þetta er fyrsta skrefið í að setja hraðahindrun í veg ófyrirséðs brottreksturs hans,“ segir Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu sem stendur að öðru frumvarpinu.Trump hefur hamast í Sessions (t.h.) síðustu vikur og hefur það gefið sögum um að hann hyggist reka dómsmálaráðherrann byr undir báða vængi.Vísir/AFPStefnur gefnar út fyrir kviðdómAukinn þungi hefur færst í rannsókn Mueller. Í gær var greint frá því að hann hefði gefið út stefnur fyrir kviðdóm sem er ætlað að leggja mat á sönnunargögn sem varða fund Donalds Trump yngri, sonar forsetans, Jareds Kushner, tengdasonar forsetans, og Pauls Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum lögmanni í fyrra. Þá hefur verið sagt frá því að rannsakendur Mueller séu komnir á peningaslóðina og kanni mögulega fjármálaglæpi bandamanna Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18