Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 21:50 Robert Mueller er farinn að spýta í lófana í rannsókninni á Rússum og forsetaframboði Trump. Vísir/AFP Kviðdómur hefur verið skráður í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er nú sagður rannsaka mögulega fjármálaglæpi bandamanna Donalds Trump.Reuters-fréttastofan og Wall Street Journal greindu frá því í kvöld að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði valið kviðdómendur og er það talið til marks um að aukinn þungi sé að færast í rannsókn hans. Gefnar hafa verið út stefnur vegna hluta rannsóknarinnar. Kviðdómur (e. grand jury) af þessu tagi leggur mat á hvort að saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur. Í samantekt breska ríkisútvarpsins BBC segir að stefnurnar sem hafa verið gefnar út varði fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Þeim hafði verið lofað skaðlegum gögnum um Hillary Clinton sem áttu að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump.Rannsaka mögulega fjármálaglæpiÁ sama tíma segir CNN-fréttastöðin frá því að Mueller og samstarfsmenn hans elti nú peningaslóðina í rannsókn sinni á hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna og embættistöku Trump. Fjárhagsleg tengsl bandamanna forsetans séu frjór jarðvegur fryir rannsakendur. Heimildir CNN herma að rannsakendurnir hafi fært út kvíarnar undanfarið og kanni nú mögulega fjármálaglæpi. Trump varaði Mueller við að rannsaka fjármál sín í nýlegu viðtali. Taldi hann það línu sem rannsakandinn mætti ekki stíga yfir. Hann hefur ekki útilokað að reka Mueller. Ty Cobb, sérstakur lögmaður Hvíta hússins vegna rannsóknarinnar, sagði í dag ekkert benda til þess að forsetinn sé sjálfur til rannsóknar. Fagnaði hann því að aukinn hraði færist í rannsóknina og sagði Hvíta húsið munu vinna með rannsakendum að fullu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00 Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51 Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Fjórir látnir og tvö hundruð særðir Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Sjá meira
Kviðdómur hefur verið skráður í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er nú sagður rannsaka mögulega fjármálaglæpi bandamanna Donalds Trump.Reuters-fréttastofan og Wall Street Journal greindu frá því í kvöld að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði valið kviðdómendur og er það talið til marks um að aukinn þungi sé að færast í rannsókn hans. Gefnar hafa verið út stefnur vegna hluta rannsóknarinnar. Kviðdómur (e. grand jury) af þessu tagi leggur mat á hvort að saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur. Í samantekt breska ríkisútvarpsins BBC segir að stefnurnar sem hafa verið gefnar út varði fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Þeim hafði verið lofað skaðlegum gögnum um Hillary Clinton sem áttu að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump.Rannsaka mögulega fjármálaglæpiÁ sama tíma segir CNN-fréttastöðin frá því að Mueller og samstarfsmenn hans elti nú peningaslóðina í rannsókn sinni á hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna og embættistöku Trump. Fjárhagsleg tengsl bandamanna forsetans séu frjór jarðvegur fryir rannsakendur. Heimildir CNN herma að rannsakendurnir hafi fært út kvíarnar undanfarið og kanni nú mögulega fjármálaglæpi. Trump varaði Mueller við að rannsaka fjármál sín í nýlegu viðtali. Taldi hann það línu sem rannsakandinn mætti ekki stíga yfir. Hann hefur ekki útilokað að reka Mueller. Ty Cobb, sérstakur lögmaður Hvíta hússins vegna rannsóknarinnar, sagði í dag ekkert benda til þess að forsetinn sé sjálfur til rannsóknar. Fagnaði hann því að aukinn hraði færist í rannsóknina og sagði Hvíta húsið munu vinna með rannsakendum að fullu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00 Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51 Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Fjórir látnir og tvö hundruð særðir Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Sjá meira
Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00
Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51
Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02
Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31