Enski boltinn

Bilic: Þetta er enginn venjulegur æfingaleikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Slaven Bilic.
Slaven Bilic. Vísir
„Við höfum staðið okkur vel á leikmannamarkaðnum. Stjórnin og stjórnarformaðurinn hafa staðið sig vel og við höfum fengið það sem við þurftum,“ sagði Slaven Bilic, stjóri West Ham, í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2.

West Ham mætir Manchester City á Laugardalsvelli klukkan 14.00 á morgun en bæði lið æfðu í Laugardalnum í dag.

West Ham hefur styrkt sig í sumar og fengið öfluga leikmenn til liðs við sig, svo sem Javier Hernandez, Marko Arnautovic, Pablo Zabaleta og Joe Hart.

„Ekki allir eru í sínu besta leikformi, til að mynda Chicharito sem kom til okkar fyrir einni viku síðan. Það eru einhver meiðsli frá síðasta tímabili og einhverjir munu missa af örfáum leikjum, en við erum ánægð með stöðu mála.“

Bilic segir að leikurinn gegn City verði stórleikur, þrátt fyrir að um æfingaleik sé að ræða.

„Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Þetta er síðasti leikur beggja liða fyrir upphaf nýs tímabils og svo er þetta í fyrsta sinn sem að tvö ensk úrvalsdeildarlið mætast á Íslandi. Það eru mikil forréttindi fyrir okkur að taka þátt í því.“

„Ég er viss um að það verður mikið af fólki á vellinum á morgun.“

„Þetta er því ekkert venjulegur æfingaleikur. Þetta er alvöru leikur sem mun sýna hvar við stöndum rétt áður en nýtt tímabil hefst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×