Erlent

Breskur tölvuöryggissérfræðingur handtekinn í Bandaríkjunum

Skilaboðin sem fórnarlömb WannaCry-veirunnar fengu.
Skilaboðin sem fórnarlömb WannaCry-veirunnar fengu. Vísir/AFP
Marcus Hutchins, ungur breskur tölvuöryggissérfræðingur sem hlaut lof fyrir að hefta útbreiðslu skæðrar tölvuveiru í vor, var handtekinn í Las Vegas í dag.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að Hutchins hafi verið ákærður fyrir að eiga þátt í spilliforritinu Kronos sem hefur verið notað til þess að stela upplýsingum um aðgang að heimabönkum frá netnotendum. Meint brot hans hafi átt sér stað árin 2014 og 2015.

Hutchins komst í heimsfréttirnar þegar hann fann leið til að hefta útbreiðslu WannaCry-veirunnar í maí. Veiran læsti hundruð þúsunda tölva víða um heim. Hún byggði á tóli sem var stolið frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA). Upphaflega vildi Hutchins ekki að greint yrði frá nafni hans í tengslum við málið en það var þó síðar gert.

Starfsbræður Hutchins undrast handtöku hans og segja bandarísk yfirvöld gera hrapaleg mistök með henni. Hutchins starfar við að rannsaka spilliforrit.


Tengdar fréttir

Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry

Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins.

WannaCry: Vírusar sem virka

Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina.

Nýr vírus herjar á heiminn

Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×