Erlent

Harry Potter-leikari látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Robert Hardy fór með hlutverk Cornelius Fudge í kvikmyndunum um Harry Potter.
Robert Hardy fór með hlutverk Cornelius Fudge í kvikmyndunum um Harry Potter.
Breski leikarinn Robert Hardy er látinn, 91 árs að aldri. Hardy er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Cornelius Fudge í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter.

BBC greinir frá því að fjölskylda Hardy hafi greint frá andláti leikarans fyrr í dag.

Leikarinn fór nokkrum sinnum með hlutverk breska forsætisráðherrans Winston Churchill á ferli sínum og hlaut tilnefningu til BAFTA-verðlauna fyrir túlkunina í Winston Churchill: The Wilderness Years frá árinu 1981.

Þá vakti hann einnig athygli fyrir frammistöðu sína í sjónvarpsþáttunum All Creatures Great And Small á níunda áratugnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×