
Ljótur leikur
Yfir sex þúsund íslensk börn búa við fátækt. Það gera margir öryrkjar einnig og hafa ekki uppskorið í góðærinu síðustu ár. Aldraðir lifa sumir við nagandi óöryggi og skort. Ungt fólk hrekst milli íbúða á ótryggum og gróðavæddum leigumarkaði, hefur litla möguleika á að kaupa húsnæði og sér jafnvel takmarkaða framtíð hér á landi.
Til að bæta úr þessari þjóðarskömm þarf að virkja það fegursta í mannssálinni; samkennd og samhjálp. Ná víðtækri sátt um samneyslu sem miðar að því að jafna lífskjörin. Við sem berum mikið úr býtum getum borið meiri álögur um leið og hlífa á þeim sem minna hafa milli handanna. Þá þarf þjóðin að fá sanngjarnari arð af auðlindunum.
Hækka þarf lægstu launin, tryggja öryrkjum og öldruðum ásættanlegan lífeyri og gera þeim kleift að afla aukatekna, án þess að lífeyrir sé jafnharðan skertur. Þá þarf að auka barna- og húsnæðisstyrk, þannig að ungt fjölskyldufólk fari vel nestað út í lífið.
Um þetta eru margir Íslendingar sem betur fer sammála en því miður ber nú á nokkuð nýjum og heldur ömurlegum tón í umræðunni. Þær raddir verða sífellt háværari í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og jafnvel hjá stjórnmálamönnum, sem fullyrða að aðstoð við flóttamenn og hælisleitendur sé á kostnað þeirra Íslendinga sem eiga erfitt. Það er ósmekklegt að ýja órökstutt að því að einn hópur sem á um sárt að binda beri ábyrgð á öðrum í vondri stöðu. Og það er beinlínis ógeðslegt ef sá málflutningur er notaður til að afla stjórnmálaflokkum fylgis. Samfylkingin mun ekki taka þátt í slíku og andæfa honum kröftuglega.
Ísland er ríkt land og við getum vel bætt aðstæður Íslendinga sem höllum fæti standa, um leið og við öxlum sjálfsagða ábyrgð: Að rétta þeim hjálparhönd, sem hingað leita, úr ömurlegum aðstæðum og af sárri neyð.
Höfundur er alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun

Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Jarðhiti jafnar leikinn
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Skipbrot Reykjavíkurborgar
Davíð J. Arngrímsson skrifar

Stóra klúður Íslands í raforkumálum
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina?
Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar

Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar
Karl Arnar Arnarson skrifar

Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist
Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar

Græðgin, vísindin og spilakassarnir
Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Kjöt og krabbamein
Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar

Rektorskjör HÍ
Soffía Auður Birgisdóttir skrifar

Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Evrópusambandið og upplýsingalæsi
Ægir Örn Arnarson skrifar

Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun
Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar

Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Af hverju veljum við Silju Báru?
Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar

Við erum ekki Rússland
Sigmar Guðmundsson skrifar

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands
Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar

Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar