Fótbolti

Heimir: Við fáum eitt tækifæri í viðbót

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. vísir/Andri Marinó
„Það er alltaf fúlt að tapa fótboltaleikjum en við reyndum allt sem við gátum,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið gegn Maribor í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. FH tapaði 1-0 á heimavelli og því einvíginu 2-0.

„Við fengum kannski ekkert dauðafæri en fengum margar góðar opnanir sem við hefðum átt að nýta okkur betur. Við vissum að við þyrftum að halda skipulagi allan leikinn og bíða eftir færinu. Þeir sköpuðu nánast ekkert í þessum leik.“

Heimir segir að það hafi verið mest svekkjandi að ná aldrei inn þessu marki til að galopna leikinn. 

„Við fáum samt eitt tækifæri í viðbót og við verðum að nýta okkur það. Þessir tveir leikir sýna okkur það að möguleikarnir eru til staðar,“ segir Heimir en FH fær næst í einvígi í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Heimir segir að hann hafi viljað sjá sóknarmenn sína örlítið rólegir fremst á vellinu.

„Við töluðum um það í hálfleik að verða ekki of æstir þegar við vorum komnir í góða stöðu á vellinum og stundum var þessi úrslitasending að klikka hjá okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×