Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2017 21:00 Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði segist sjá fram á 25 prósenta fækkun ferðamanna á Vestfjörðum. Hátt verðlag bitni mest á landsbyggðinni því ferðamenn velji nú styttri ferðalög. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 frá Ísafirði, sem sjá má hér. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, eða Kiddý, eins og hún er ávallt kölluð fyrir vestan, hefur ásamt Hafsteini Ingólfssyni, eiginmanni sínum, siglt með ferðamenn frá Ísafirði í þrjátíu ár. Þegar við spyrjum konu, sem hefur fingurinn á púlsinum í ferðaþjónustunni, um hljóðið fyrir vestan, fæst þetta svar: „Það er ekki gott. Við erum að sjá fram á 25 prósent skerðingu af ferðamönnunum hingað. Þessir túristar, sem hafa verið að koma til Íslands, þeir eru ekkert að koma hingað vestur,“ svarar Kiddý.Kiddý losar landfestarnar þegar báturinn leggur úr Ísafjarðarhöfn til Hesteyrar í Jökulfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir skýringuna ekki flókna, Ísland sé orðið eitt dýrasta land í heimi. Það sé orðið mjög neikvætt. „Ferðamaðurinn, sem áður stoppaði í fimm daga á Íslandi, hann kom hingað vestur. En mér er sagt að ferðamaðurinn núna stoppi bara í þrjá daga og þá hefur hann engan tíma til að koma hingað vestur. Hann er bara á Suður- og Suðausturlandinu, - hjá ykkur. Hann kemur ekkert lengra.“ Hátt verðlag bitni þannig mest á ferðaþjónustu sem lengst er frá Reykjavík. „Þetta bitnar á okkur á landsbyggðinni. Það er ekkert erfiðara að reikna það út.“ Farþegar ganga um borð í Guðrúnu Kristjáns, einn þriggja báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sigla með ferðamenn yfir sumartímann á Hornstrandir, í Jökulfirði og út í eyjuna Vigur. Kiddý segir að nú séu það siglingar með ferðamenn af erlendum skemmtiferðaskipum sem haldi þeim á floti. „Ef maður hefði ekki þessi skemmtiferðaskip þá værum við hjónin ekkert að gera út þrjá báta. Við erum ellefu í vinnunni hérna, hvorki meira né minna, svo að þetta er bæði mannfrekt fyrirtæki og orkumiklir bátar,“ segir Guðrún „Kiddý" Kristjánsdóttir. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði segist sjá fram á 25 prósenta fækkun ferðamanna á Vestfjörðum. Hátt verðlag bitni mest á landsbyggðinni því ferðamenn velji nú styttri ferðalög. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 frá Ísafirði, sem sjá má hér. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, eða Kiddý, eins og hún er ávallt kölluð fyrir vestan, hefur ásamt Hafsteini Ingólfssyni, eiginmanni sínum, siglt með ferðamenn frá Ísafirði í þrjátíu ár. Þegar við spyrjum konu, sem hefur fingurinn á púlsinum í ferðaþjónustunni, um hljóðið fyrir vestan, fæst þetta svar: „Það er ekki gott. Við erum að sjá fram á 25 prósent skerðingu af ferðamönnunum hingað. Þessir túristar, sem hafa verið að koma til Íslands, þeir eru ekkert að koma hingað vestur,“ svarar Kiddý.Kiddý losar landfestarnar þegar báturinn leggur úr Ísafjarðarhöfn til Hesteyrar í Jökulfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir skýringuna ekki flókna, Ísland sé orðið eitt dýrasta land í heimi. Það sé orðið mjög neikvætt. „Ferðamaðurinn, sem áður stoppaði í fimm daga á Íslandi, hann kom hingað vestur. En mér er sagt að ferðamaðurinn núna stoppi bara í þrjá daga og þá hefur hann engan tíma til að koma hingað vestur. Hann er bara á Suður- og Suðausturlandinu, - hjá ykkur. Hann kemur ekkert lengra.“ Hátt verðlag bitni þannig mest á ferðaþjónustu sem lengst er frá Reykjavík. „Þetta bitnar á okkur á landsbyggðinni. Það er ekkert erfiðara að reikna það út.“ Farþegar ganga um borð í Guðrúnu Kristjáns, einn þriggja báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sigla með ferðamenn yfir sumartímann á Hornstrandir, í Jökulfirði og út í eyjuna Vigur. Kiddý segir að nú séu það siglingar með ferðamenn af erlendum skemmtiferðaskipum sem haldi þeim á floti. „Ef maður hefði ekki þessi skemmtiferðaskip þá værum við hjónin ekkert að gera út þrjá báta. Við erum ellefu í vinnunni hérna, hvorki meira né minna, svo að þetta er bæði mannfrekt fyrirtæki og orkumiklir bátar,“ segir Guðrún „Kiddý" Kristjánsdóttir.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira