Erlent

Venesúela: Segja að gögnum um kjörsókn hafi verið breytt

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælum í Venesúela.
Frá mótmælum í Venesúela. Vísir/AFP
Breskt fyrirtæki sem útvegað hefur Venesúela tækjabúnað vegna kosninga frá árinu 2004 segir að gögnum um kjörsókn um helgina hafi verið breytt. Yfirmaður Smartmatic segir að miðað við gögn þeirra sé munurinn á að minnst milljón atkvæða munur sé á því hve margir kusu í raun og hve margir ríkisstjórn landsins segir að hafi kosið.

Kosningin sem fram fór á sunnudaginn lagði grunninn að nýju löggjafarþingi sem er hliðhollt Nicolas Maduro, forseta. Stjórnarandstaðan er með meirihluta á þjóðþinginu.

Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosninguna alfarið og sendu ekki eftirlitsmenn á kjörstaði. Við hefðbundnar aðstæður hefðu þeir fengið upplýsingar um kjörsókn beint úr kosningavélunum. Svo var ekki að þessu sinni og Smartmatic segir ákvörðun stjórnarandstöðunnar hafa verið slæma, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar.

Embætissmenn segja að kjörsókn hafi verið rúm 40 prósent af þeim 20 milljónum sem eru á kjörskrá. Stjórnarandstæðan dregur það verulega í efa og segir töluna nærri tólf prósentum.


Tengdar fréttir

Stjórnarandstöðuleiðtogar í Venesúela handteknir

Tveir áberandi leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela voru teknir höndum á heimilum sínum um miðja nótt. Andstæðingar Nicolasar Maduro forseta saka hann um einræðistilburði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×