Sigríður lýsir köfun í dýpstu sundlaug í heimi: Þindin fer í krampa og hjartslátturinn hægist Stefán Árni Pálsson skrifar 2. ágúst 2017 14:15 Sigríður er hér lengst til vinstri. „Við fórum nokkrir lærðir fríkafara í febrúar til Montegrotto Terme á Ítalíu til að æfa í dýpstu laug í heimi; Y-40 sem er í raun 42 metra djúp,“ segir Sigríður Lárusdóttir, lífeindafræðingur og kafari. Um helgina greindi Vísir frá því að Frakkinn Guillaume Néry hafi kafað niður á botninn í lauginni, en hún er sú dýpsta í heiminum. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að fjórir Íslendingar léku þetta eftir fyrr í vetur. Um er að ræða fríköfun án súrefnis. „Við bjuggum á hóteli tengdu lauginni og vorum í æfingabúðum og nýttum æfingar vel. Fjögur okkar fórum niður á botninn og það oftar en einu sinni.“ Sigríður segir að nauðsynlegt sé að byrja á því að gera ákveðnar öndunaræfingar. „Það er gert til að hægja á hjartslættinum og líkamsstarfseminni. Að auki er verið að losa við eins mikið af koltvísýring og hægt er og þannig auka þolið á að vera án öndunar. Þegar maður finnur að stundin er runnin upp til að fara í kaf, þá eru teknir þrír djúpir andadrættir og haldið af stað.“ Sigríður segir að hópurinn hafi æft þrjár mismunandi aðferðir við að komast niður. Hér að neðan má kynna sér þær:1. DNF (dynamic no fin) þar sem synt er niður með áþekkum stíl og bringusundi. 2. DYN þar sem synt er með sérstökum fríköfunarfitum (eru lengri en hefðbundin fit)3. FIM (free immersion þar sem maður dregur sig niður línu án búnaðar. Hér má sjá skýringarmynd hvernig laugin liggur.„Það krefst kunnáttu og æfinga að fara svo djúpt niður, því líkaminn verður fyrir miklum þrýstingi og á 40 metra dýpi eru t.d öll loftrými líkamans 1/5 af rými þeirra á yfirborðinu því þrýstingurinn er fimmfaldur miðað við á yfirborðinu.“ Hún segir að þá þurfi að beita ákveðinni tækni við að þrýstijafna eyrun svo hljóðhimnan rifni ekki. „Þjálfa þarf upp þol til að geta haldið út vaxandi þörf til að anda. Þindin fer í krampa við að reyna sífellt að draga andann og geta þeir verið sársaukafullir. Til að gæta fyllsta öryggis gætum við hvors annars og köfum því ekki án þess að vera með öryggiskafara með okkur.“ Sigríður segir að þeir komi niður á móti kafaranum og fylgjast grannt með hegðun og viðbrögðum þess sem er að koma frá botninum. Hægir á hjartslættinum„Þeir taka svo við kafaranum á yfirborðinu til að sjá til þess að hann andi inn á ákveðinn hátt. Það er vegna þess að við að halda andanum í þetta langan tíma þá hægir á hjartslættinum og blóðflæðið minnkar til útlimanna til að spara súrefnið fyrir mikilvægari líffæri eins og hjarta og heila. Þetta kallast „mammalian diving reflex“. Til að virkja síðan hjarta og æðakerfið á yfirborðinu er nauðsynlegt að taka þrjá röska og djúpa andardrætti.“ Sigríður segir að það hafi verið haldið fyrsta alþjóðlega mótið í fríköfun hér á landi um síðustu helgi. „Keppendur voru frá fimm löndum og dómarar frá fjórum. Fyrir mótið var haldið dómaranámskeið sem nokkrir Íslendingar sóttu og svo var mótið á laugardag og sunnudag og var keppt í 3 greinum; DNF og DYN þar sem keppt er að synda sem flestar ferðir a einum andardrætti og svo var keppt í static þar sem keppendur liggja hreyfingarlausir og reyna að vera sem lengst í kafi.“ Hér að neðan má sjá myndband frá köfun Sigríðar í dýpstu sundlaug heims. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Við fórum nokkrir lærðir fríkafara í febrúar til Montegrotto Terme á Ítalíu til að æfa í dýpstu laug í heimi; Y-40 sem er í raun 42 metra djúp,“ segir Sigríður Lárusdóttir, lífeindafræðingur og kafari. Um helgina greindi Vísir frá því að Frakkinn Guillaume Néry hafi kafað niður á botninn í lauginni, en hún er sú dýpsta í heiminum. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að fjórir Íslendingar léku þetta eftir fyrr í vetur. Um er að ræða fríköfun án súrefnis. „Við bjuggum á hóteli tengdu lauginni og vorum í æfingabúðum og nýttum æfingar vel. Fjögur okkar fórum niður á botninn og það oftar en einu sinni.“ Sigríður segir að nauðsynlegt sé að byrja á því að gera ákveðnar öndunaræfingar. „Það er gert til að hægja á hjartslættinum og líkamsstarfseminni. Að auki er verið að losa við eins mikið af koltvísýring og hægt er og þannig auka þolið á að vera án öndunar. Þegar maður finnur að stundin er runnin upp til að fara í kaf, þá eru teknir þrír djúpir andadrættir og haldið af stað.“ Sigríður segir að hópurinn hafi æft þrjár mismunandi aðferðir við að komast niður. Hér að neðan má kynna sér þær:1. DNF (dynamic no fin) þar sem synt er niður með áþekkum stíl og bringusundi. 2. DYN þar sem synt er með sérstökum fríköfunarfitum (eru lengri en hefðbundin fit)3. FIM (free immersion þar sem maður dregur sig niður línu án búnaðar. Hér má sjá skýringarmynd hvernig laugin liggur.„Það krefst kunnáttu og æfinga að fara svo djúpt niður, því líkaminn verður fyrir miklum þrýstingi og á 40 metra dýpi eru t.d öll loftrými líkamans 1/5 af rými þeirra á yfirborðinu því þrýstingurinn er fimmfaldur miðað við á yfirborðinu.“ Hún segir að þá þurfi að beita ákveðinni tækni við að þrýstijafna eyrun svo hljóðhimnan rifni ekki. „Þjálfa þarf upp þol til að geta haldið út vaxandi þörf til að anda. Þindin fer í krampa við að reyna sífellt að draga andann og geta þeir verið sársaukafullir. Til að gæta fyllsta öryggis gætum við hvors annars og köfum því ekki án þess að vera með öryggiskafara með okkur.“ Sigríður segir að þeir komi niður á móti kafaranum og fylgjast grannt með hegðun og viðbrögðum þess sem er að koma frá botninum. Hægir á hjartslættinum„Þeir taka svo við kafaranum á yfirborðinu til að sjá til þess að hann andi inn á ákveðinn hátt. Það er vegna þess að við að halda andanum í þetta langan tíma þá hægir á hjartslættinum og blóðflæðið minnkar til útlimanna til að spara súrefnið fyrir mikilvægari líffæri eins og hjarta og heila. Þetta kallast „mammalian diving reflex“. Til að virkja síðan hjarta og æðakerfið á yfirborðinu er nauðsynlegt að taka þrjá röska og djúpa andardrætti.“ Sigríður segir að það hafi verið haldið fyrsta alþjóðlega mótið í fríköfun hér á landi um síðustu helgi. „Keppendur voru frá fimm löndum og dómarar frá fjórum. Fyrir mótið var haldið dómaranámskeið sem nokkrir Íslendingar sóttu og svo var mótið á laugardag og sunnudag og var keppt í 3 greinum; DNF og DYN þar sem keppt er að synda sem flestar ferðir a einum andardrætti og svo var keppt í static þar sem keppendur liggja hreyfingarlausir og reyna að vera sem lengst í kafi.“ Hér að neðan má sjá myndband frá köfun Sigríðar í dýpstu sundlaug heims.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira