Sigríður lýsir köfun í dýpstu sundlaug í heimi: Þindin fer í krampa og hjartslátturinn hægist Stefán Árni Pálsson skrifar 2. ágúst 2017 14:15 Sigríður er hér lengst til vinstri. „Við fórum nokkrir lærðir fríkafara í febrúar til Montegrotto Terme á Ítalíu til að æfa í dýpstu laug í heimi; Y-40 sem er í raun 42 metra djúp,“ segir Sigríður Lárusdóttir, lífeindafræðingur og kafari. Um helgina greindi Vísir frá því að Frakkinn Guillaume Néry hafi kafað niður á botninn í lauginni, en hún er sú dýpsta í heiminum. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að fjórir Íslendingar léku þetta eftir fyrr í vetur. Um er að ræða fríköfun án súrefnis. „Við bjuggum á hóteli tengdu lauginni og vorum í æfingabúðum og nýttum æfingar vel. Fjögur okkar fórum niður á botninn og það oftar en einu sinni.“ Sigríður segir að nauðsynlegt sé að byrja á því að gera ákveðnar öndunaræfingar. „Það er gert til að hægja á hjartslættinum og líkamsstarfseminni. Að auki er verið að losa við eins mikið af koltvísýring og hægt er og þannig auka þolið á að vera án öndunar. Þegar maður finnur að stundin er runnin upp til að fara í kaf, þá eru teknir þrír djúpir andadrættir og haldið af stað.“ Sigríður segir að hópurinn hafi æft þrjár mismunandi aðferðir við að komast niður. Hér að neðan má kynna sér þær:1. DNF (dynamic no fin) þar sem synt er niður með áþekkum stíl og bringusundi. 2. DYN þar sem synt er með sérstökum fríköfunarfitum (eru lengri en hefðbundin fit)3. FIM (free immersion þar sem maður dregur sig niður línu án búnaðar. Hér má sjá skýringarmynd hvernig laugin liggur.„Það krefst kunnáttu og æfinga að fara svo djúpt niður, því líkaminn verður fyrir miklum þrýstingi og á 40 metra dýpi eru t.d öll loftrými líkamans 1/5 af rými þeirra á yfirborðinu því þrýstingurinn er fimmfaldur miðað við á yfirborðinu.“ Hún segir að þá þurfi að beita ákveðinni tækni við að þrýstijafna eyrun svo hljóðhimnan rifni ekki. „Þjálfa þarf upp þol til að geta haldið út vaxandi þörf til að anda. Þindin fer í krampa við að reyna sífellt að draga andann og geta þeir verið sársaukafullir. Til að gæta fyllsta öryggis gætum við hvors annars og köfum því ekki án þess að vera með öryggiskafara með okkur.“ Sigríður segir að þeir komi niður á móti kafaranum og fylgjast grannt með hegðun og viðbrögðum þess sem er að koma frá botninum. Hægir á hjartslættinum„Þeir taka svo við kafaranum á yfirborðinu til að sjá til þess að hann andi inn á ákveðinn hátt. Það er vegna þess að við að halda andanum í þetta langan tíma þá hægir á hjartslættinum og blóðflæðið minnkar til útlimanna til að spara súrefnið fyrir mikilvægari líffæri eins og hjarta og heila. Þetta kallast „mammalian diving reflex“. Til að virkja síðan hjarta og æðakerfið á yfirborðinu er nauðsynlegt að taka þrjá röska og djúpa andardrætti.“ Sigríður segir að það hafi verið haldið fyrsta alþjóðlega mótið í fríköfun hér á landi um síðustu helgi. „Keppendur voru frá fimm löndum og dómarar frá fjórum. Fyrir mótið var haldið dómaranámskeið sem nokkrir Íslendingar sóttu og svo var mótið á laugardag og sunnudag og var keppt í 3 greinum; DNF og DYN þar sem keppt er að synda sem flestar ferðir a einum andardrætti og svo var keppt í static þar sem keppendur liggja hreyfingarlausir og reyna að vera sem lengst í kafi.“ Hér að neðan má sjá myndband frá köfun Sigríðar í dýpstu sundlaug heims. Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Við fórum nokkrir lærðir fríkafara í febrúar til Montegrotto Terme á Ítalíu til að æfa í dýpstu laug í heimi; Y-40 sem er í raun 42 metra djúp,“ segir Sigríður Lárusdóttir, lífeindafræðingur og kafari. Um helgina greindi Vísir frá því að Frakkinn Guillaume Néry hafi kafað niður á botninn í lauginni, en hún er sú dýpsta í heiminum. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að fjórir Íslendingar léku þetta eftir fyrr í vetur. Um er að ræða fríköfun án súrefnis. „Við bjuggum á hóteli tengdu lauginni og vorum í æfingabúðum og nýttum æfingar vel. Fjögur okkar fórum niður á botninn og það oftar en einu sinni.“ Sigríður segir að nauðsynlegt sé að byrja á því að gera ákveðnar öndunaræfingar. „Það er gert til að hægja á hjartslættinum og líkamsstarfseminni. Að auki er verið að losa við eins mikið af koltvísýring og hægt er og þannig auka þolið á að vera án öndunar. Þegar maður finnur að stundin er runnin upp til að fara í kaf, þá eru teknir þrír djúpir andadrættir og haldið af stað.“ Sigríður segir að hópurinn hafi æft þrjár mismunandi aðferðir við að komast niður. Hér að neðan má kynna sér þær:1. DNF (dynamic no fin) þar sem synt er niður með áþekkum stíl og bringusundi. 2. DYN þar sem synt er með sérstökum fríköfunarfitum (eru lengri en hefðbundin fit)3. FIM (free immersion þar sem maður dregur sig niður línu án búnaðar. Hér má sjá skýringarmynd hvernig laugin liggur.„Það krefst kunnáttu og æfinga að fara svo djúpt niður, því líkaminn verður fyrir miklum þrýstingi og á 40 metra dýpi eru t.d öll loftrými líkamans 1/5 af rými þeirra á yfirborðinu því þrýstingurinn er fimmfaldur miðað við á yfirborðinu.“ Hún segir að þá þurfi að beita ákveðinni tækni við að þrýstijafna eyrun svo hljóðhimnan rifni ekki. „Þjálfa þarf upp þol til að geta haldið út vaxandi þörf til að anda. Þindin fer í krampa við að reyna sífellt að draga andann og geta þeir verið sársaukafullir. Til að gæta fyllsta öryggis gætum við hvors annars og köfum því ekki án þess að vera með öryggiskafara með okkur.“ Sigríður segir að þeir komi niður á móti kafaranum og fylgjast grannt með hegðun og viðbrögðum þess sem er að koma frá botninum. Hægir á hjartslættinum„Þeir taka svo við kafaranum á yfirborðinu til að sjá til þess að hann andi inn á ákveðinn hátt. Það er vegna þess að við að halda andanum í þetta langan tíma þá hægir á hjartslættinum og blóðflæðið minnkar til útlimanna til að spara súrefnið fyrir mikilvægari líffæri eins og hjarta og heila. Þetta kallast „mammalian diving reflex“. Til að virkja síðan hjarta og æðakerfið á yfirborðinu er nauðsynlegt að taka þrjá röska og djúpa andardrætti.“ Sigríður segir að það hafi verið haldið fyrsta alþjóðlega mótið í fríköfun hér á landi um síðustu helgi. „Keppendur voru frá fimm löndum og dómarar frá fjórum. Fyrir mótið var haldið dómaranámskeið sem nokkrir Íslendingar sóttu og svo var mótið á laugardag og sunnudag og var keppt í 3 greinum; DNF og DYN þar sem keppt er að synda sem flestar ferðir a einum andardrætti og svo var keppt í static þar sem keppendur liggja hreyfingarlausir og reyna að vera sem lengst í kafi.“ Hér að neðan má sjá myndband frá köfun Sigríðar í dýpstu sundlaug heims.
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira