Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Ingvi Þór Sæmundsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 2. ágúst 2017 20:45 Pétur Viðarsson og Kassim Doumbia ræða málin eftir leik. Vísir/Andri Marinó FH tapaði 0-1 fyrir Maribor í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. FH tapaði fyrri leiknum ytra sömuleiðis 1-0 og einvíginu 2-0 samanlagt. FH á því ekki lengur möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Íslandsmeistararnir fara þó í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn í kvöld var afar tíðindalítill. Gestirnir spiluðu af skynsemi og vörðust máttlitlum sóknarlotum heimamanna vel. FH-ingar tóku áhættu á lokamínútunum og fjölguðu í sókninni. Fyrir vikið var vörnin fámenn og það nýttu Slóvenarnir sér. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma slapp Tavares inn fyrir vörn FH og skoraði framhjá Gunnari Nielsen. Brasilíumaðurinn skoraði einnig eina markið í fyrri leiknum.Af hverju vann Maribor? Gestirnir voru skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Þeir héldu boltanum löngum stundum aftast á vellinum og leið vel með það enda vann tíminn með þeim. Maribor opnaði sig nánast aldrei í leiknum og það vantaði sárlega meiri slagkraft í sóknarleik FH í kvöld. Gestirnir héldu FH-ingum í skefjum og Tavares kláraði svo dæmið í uppbótartíma.Þessir stóðu upp úr: Pétur Viðarsson átti fínan leik í hjarta FH-varnarinnar. Það var einnig líf í Böðvari Böðvarssyni en fyrirgjafir hans hefðu að ósekju mátt vera betri.Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var afar bitlaus og til marks um það var eina skot liðsins á markið skalli Atla Guðnasonar af löngu færi. Þrátt fyrir að þurfa að skora settu Íslandsmeistararnir gestina aldrei undir neina alvöru pressu. Fremstu menn FH hafa oft spilað betur og það kom ekkert frá miðjumönnunum. FH-ingar fengu nokkrar aukaspyrnur á góðum stöðum en fóru skelfilega illa með þær. Það var dýrt fyrir FH að nýta ekki föstu leikatriðin betur en þeir gerðu, sérstaklega í ljósi þess hversu illa þeim gekk að skapa sér færi í opnu spili.Hvað gerist næst? Á föstudaginn fá FH-ingar að vita hverjir mótherjar þeirra í umspili um sæti riðlakeppni Evrópudeildarinnar verða. Daginn eftir mætir FH KA fyrir norðan og á þriðjudaginn fær Fimleikafélagið topplið Vals í heimsókn. Heimir: Menn voru ekki nægilega rólegir á síðasta þriðjungnum„Það er alltaf fúlt að tapa fótboltaleikjum en við reyndum allt sem við gátum,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið gegn Maribor í kvöld. „Við fengum kannski ekkert dauðafæri en fengum margar góðar opnanir sem við hefðum átt að nýta okkur betur. Við vissum að við þyrftum að halda skipulagi allan leikinn og bíða eftir færinu. Þeir sköpuðu nánast ekkert í þessum leik.“ Heimir segir að það hafi verið mest svekkjandi að ná aldrei inn þessu marki til að galopna leikinn. „Við fáum samt eitt tækifæri í viðbót og við verðum að nýta okkur það. Þessir tveir leikir sýna okkur það að möguleikarnir eru til staðar,“ segir Heimir en FH fær næst í einvígi í forkeppni Evrópudeildarinnar. Heimir segir að hann hafi viljað sjá sóknarmenn sína örlítið rólegir fremst á vellinu. „Við töluðum um það í hálfleik að verða ekki of æstir þegar við vorum komnir í góða stöðu á vellinum og stundum var þessi úrslitasending að klikka hjá okkur.“ Davíð Þór um atvikið undir lokin: Bara út í hött„Þetta er heldur betur svekkjandi, sérstaklega þar sem við spiluðum fínan leik,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. „Við náðum að setja smá pressu á þá undir lokin en án þess að skapa okkur nægilega hættuleg færi. Það sem er svo svekkjandi er að vera svona nálægt þessu en fá ekkert út úr þessu einvígi.“ Davíð segir að það hafi farið rosalega mikil orka í það að verjast í kvöld. „Við vorum oft of neðarlega og á þeim augnablikum sem við fengum til að refsa þeim vorum við kannski of neðarlega á vellinum til að fylla teiginn almennilega.“ Fyrirliðinn segir að FH-liðið sé klárlega nægilega gott til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Við gáfum allt í þennan leik í kvöld og því miður var það ekki nóg en við eigum allavega tvo leiki eftir og það verður spennandi að sjá hverjum við mætum næst.“ Einkennilegt atvik átti sér stað undir lok leiksins eftir að Maribor skoraði eina mark leiksins en þá hlupu nokkrir varamenn inn á völlinn til að fagna með liðsfélögum sínum. Davíð var ekki hrifinn af þeirri hegðun. „Ég ætla svosem ekki að fara endurtaka það sem ég sagði við þá. Þetta fór bara í taugarnar á mér. Flott hjá þeim að vera komnir áfram en maður hleypir ekki inn á með allan bekkinn. Mér finnst það bara út í hött.“ Kristján Flóki: Ég skora nokkur mörk í næstu Evrópuleikjum„Við hefðum þurft að átta okkur á því að við höfðum kannski meiri tíma á boltanum ,“segir Kristján Flóki Finnbogason, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Mér fannst við spila þennan leik ágætlega og gerðum í raun allt sem við gátum. Það vantaði kannski smá ró í okkur fremst, fleiri skot á markið og fleiri hlaup inn í boxið.“ Kristján segir að spennustigið í hópnum hafi verið fínt fyrir leikinn. „Það er í raun sorglegt að við fáum ekkert út úr þessu. Við leggjum bara allt í næstu Evrópuleiki og gerum allt sem við getum til að komast í Evrópudeildina. Ég set klárlega nokkur mörk í þeim leikjum.“vísir/andri marinóVísir/Andri Marinó Meistaradeild Evrópu
FH tapaði 0-1 fyrir Maribor í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. FH tapaði fyrri leiknum ytra sömuleiðis 1-0 og einvíginu 2-0 samanlagt. FH á því ekki lengur möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Íslandsmeistararnir fara þó í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn í kvöld var afar tíðindalítill. Gestirnir spiluðu af skynsemi og vörðust máttlitlum sóknarlotum heimamanna vel. FH-ingar tóku áhættu á lokamínútunum og fjölguðu í sókninni. Fyrir vikið var vörnin fámenn og það nýttu Slóvenarnir sér. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma slapp Tavares inn fyrir vörn FH og skoraði framhjá Gunnari Nielsen. Brasilíumaðurinn skoraði einnig eina markið í fyrri leiknum.Af hverju vann Maribor? Gestirnir voru skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Þeir héldu boltanum löngum stundum aftast á vellinum og leið vel með það enda vann tíminn með þeim. Maribor opnaði sig nánast aldrei í leiknum og það vantaði sárlega meiri slagkraft í sóknarleik FH í kvöld. Gestirnir héldu FH-ingum í skefjum og Tavares kláraði svo dæmið í uppbótartíma.Þessir stóðu upp úr: Pétur Viðarsson átti fínan leik í hjarta FH-varnarinnar. Það var einnig líf í Böðvari Böðvarssyni en fyrirgjafir hans hefðu að ósekju mátt vera betri.Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var afar bitlaus og til marks um það var eina skot liðsins á markið skalli Atla Guðnasonar af löngu færi. Þrátt fyrir að þurfa að skora settu Íslandsmeistararnir gestina aldrei undir neina alvöru pressu. Fremstu menn FH hafa oft spilað betur og það kom ekkert frá miðjumönnunum. FH-ingar fengu nokkrar aukaspyrnur á góðum stöðum en fóru skelfilega illa með þær. Það var dýrt fyrir FH að nýta ekki föstu leikatriðin betur en þeir gerðu, sérstaklega í ljósi þess hversu illa þeim gekk að skapa sér færi í opnu spili.Hvað gerist næst? Á föstudaginn fá FH-ingar að vita hverjir mótherjar þeirra í umspili um sæti riðlakeppni Evrópudeildarinnar verða. Daginn eftir mætir FH KA fyrir norðan og á þriðjudaginn fær Fimleikafélagið topplið Vals í heimsókn. Heimir: Menn voru ekki nægilega rólegir á síðasta þriðjungnum„Það er alltaf fúlt að tapa fótboltaleikjum en við reyndum allt sem við gátum,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið gegn Maribor í kvöld. „Við fengum kannski ekkert dauðafæri en fengum margar góðar opnanir sem við hefðum átt að nýta okkur betur. Við vissum að við þyrftum að halda skipulagi allan leikinn og bíða eftir færinu. Þeir sköpuðu nánast ekkert í þessum leik.“ Heimir segir að það hafi verið mest svekkjandi að ná aldrei inn þessu marki til að galopna leikinn. „Við fáum samt eitt tækifæri í viðbót og við verðum að nýta okkur það. Þessir tveir leikir sýna okkur það að möguleikarnir eru til staðar,“ segir Heimir en FH fær næst í einvígi í forkeppni Evrópudeildarinnar. Heimir segir að hann hafi viljað sjá sóknarmenn sína örlítið rólegir fremst á vellinu. „Við töluðum um það í hálfleik að verða ekki of æstir þegar við vorum komnir í góða stöðu á vellinum og stundum var þessi úrslitasending að klikka hjá okkur.“ Davíð Þór um atvikið undir lokin: Bara út í hött„Þetta er heldur betur svekkjandi, sérstaklega þar sem við spiluðum fínan leik,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. „Við náðum að setja smá pressu á þá undir lokin en án þess að skapa okkur nægilega hættuleg færi. Það sem er svo svekkjandi er að vera svona nálægt þessu en fá ekkert út úr þessu einvígi.“ Davíð segir að það hafi farið rosalega mikil orka í það að verjast í kvöld. „Við vorum oft of neðarlega og á þeim augnablikum sem við fengum til að refsa þeim vorum við kannski of neðarlega á vellinum til að fylla teiginn almennilega.“ Fyrirliðinn segir að FH-liðið sé klárlega nægilega gott til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Við gáfum allt í þennan leik í kvöld og því miður var það ekki nóg en við eigum allavega tvo leiki eftir og það verður spennandi að sjá hverjum við mætum næst.“ Einkennilegt atvik átti sér stað undir lok leiksins eftir að Maribor skoraði eina mark leiksins en þá hlupu nokkrir varamenn inn á völlinn til að fagna með liðsfélögum sínum. Davíð var ekki hrifinn af þeirri hegðun. „Ég ætla svosem ekki að fara endurtaka það sem ég sagði við þá. Þetta fór bara í taugarnar á mér. Flott hjá þeim að vera komnir áfram en maður hleypir ekki inn á með allan bekkinn. Mér finnst það bara út í hött.“ Kristján Flóki: Ég skora nokkur mörk í næstu Evrópuleikjum„Við hefðum þurft að átta okkur á því að við höfðum kannski meiri tíma á boltanum ,“segir Kristján Flóki Finnbogason, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Mér fannst við spila þennan leik ágætlega og gerðum í raun allt sem við gátum. Það vantaði kannski smá ró í okkur fremst, fleiri skot á markið og fleiri hlaup inn í boxið.“ Kristján segir að spennustigið í hópnum hafi verið fínt fyrir leikinn. „Það er í raun sorglegt að við fáum ekkert út úr þessu. Við leggjum bara allt í næstu Evrópuleiki og gerum allt sem við getum til að komast í Evrópudeildina. Ég set klárlega nokkur mörk í þeim leikjum.“vísir/andri marinóVísir/Andri Marinó
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti