Ríkissaksóknari hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda kampavínsklúbbsins sáluga Strawberries, til Hæstaréttar.
Í maí síðastliðnum var Viðar Már dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot og honum gert að greiða 242 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Hins vegar var hann sýknaður af ákæru um bókhaldsbrot auk þess sem kröfu um upptöku á eignum hans og félaga í hans eigu var hafnað. Eignir hans voru kyrrsettar á meðan á rannsókn og rekstri málsins stóð.
Í svari Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að málinu sé áfrýjað í því skyni að ákærði verði dæmdur til frekari refsingar. Þá fer ákæruvaldið fram á að niðurstöðu héraðsdóms um upptöku eigna Viðars og félaga hans verði snúið í Hæstarétti.
Ríkissaksóknari áfrýjar Strawberries málinu til Hæstaréttar

Tengdar fréttir

Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn
Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot.

Millifært beint á félagið Reisn
Aðalmeðferð í skattsvikamáli fyrrverandi eiganda Strawberries fór fram í gær. Maðurinn krefst frávísunar eða sýknu vegna þess hve málið hefur dregist.

Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi
Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans.