Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti David A. Carrillo skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. Í fyrsta lagi vefengi ég forsendurnar. Lögmæti stjórnarskrár ræðst af samþykki kjósenda. Hér voru að verki tuttugu og fimm ríkisborgarar (kosnir í fyrstu og svo skipaðir) og sömdu þeir stjórnarskrárdrögin. Nú hefur Alþingi gert nokkrar breytingar á þeim. Tvær skoðanakannanir leiddu í ljós (í október 2012 og janúar 2017) að flestir svarenda voru fylgjandi því að stjórnarskrárdrögin yrðu samþykkt. Það er til vitnis um að almenningur er hliðhollur því að samþykkt séu drögin sem fulltrúar hans sömdu. Hér felst lögmætið í þátttöku manna í ferlinu og samþykki þeirra, en ekki í sjálfu ferlinu. Svo hafa sumir sagt að ferlið hafi ekki verið lýðræðislegt. Það er ekki rétt. Árið 2009 kom saman þjóðfundur um tólf hundruð manna (og voru flestir valdir af handahófi úr þjóðskrá en um hundrað voru fulltrúar stofnana) til að skilgreina þau grunngildi sem þjóðin vildi setja á oddinn. Í nóvember 2010 skipulögðu stjórnvöld svo annan þjóðfund þar sem 950 manns sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá komu saman skilgreindu grunngildi fyrir nýja stjórnarskrá. Sjálft ritunarferli nýrrar stjórnarskrár var svo í höndum tuttugu og fimm kjörinna fulltrúa og þegar kvartanir bárust vegna fyrirkomulags kosninga til stjórnlagaþings tilnefndi Alþingi sömu einstaklinga (með einni undantekningu þó, og næsti kjörni fulltrúinn tók við). Því má segja að þar hafi verið beitt handahófsvali, beinu kjöri og tilnefningum frá Alþingi, og vitaskuld eru alþingismenn þjóðkjörnir. Hvað er ólögmætt við að Alþingi skipi þátttakendur sem einnig voru kjörnir beint?Ef nokkuð er ætti almenningur frekar að kvarta undan of miklum afskiptum stjórnvalda. Nú hefur farsælt hjónaband almennings og stjórnvalda hins vegar leitt til fæðingar nýju stjórnarskrárdraganna. Nú er Alþingi auk þess búið að veita þeim drögum þinglega meðferð. Því er alveg ljóst að stjórnarskrárdrögin eru verk almennings og kjörinna fulltrúa. Nokkrir stjórnmálamenn kvörtuðu undan því að þeir væru ekki hafðir með í ráðum. Það er ekki rétt. Alþingi var með í ráðum allan tímann. Í júní 2010 kaus Alþingi sérstaka stjórnarskrárnefnd til þess að virkja borgarana við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ferlið færðist frá nefndinni til stjórnlagaráðsins sem Alþingi setti líka á laggirnar. Þeir sem sæti áttu í ráðinu voru kjörnir og skipaðir af Alþingi og þeir sömdu stjórnarskrárdrög. Alþingi er búið að endurskoða þau drög og þannig standa málin í dag. Rétt er að stjórnálamönnum var haldið utan við ráðið. Hugmyndin (frábær hugmynd) var að koma á stjórnlagaþingi sem eingöngu væri byggt á þátttöku almennings. Markmiðið var að fá almenning til þess að semja sér stjórnarskrá. Það hefði spillt fyrir því markmiði að kalla stjórnmálamenn til leiks. Nú eru stjórnarskrárdrögin hjá Alþingi sem er búið að endurskoða þau, þannig að Alþingi á núverandi útgáfu nýju stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þeirri stjórnarskrá, sem nú er í gildi, þurfa tvö þing að samþykkja frumvarp til breytinga og skulu þingkosningar vera á milli þinganna. Tak gleði þína aftur, Alþingi, hlutur þinn var eigi lítill. Ef ég hefði freistað þess að skipuleggja ferli til að semja drög að nýrri stjórnarskrá hefði það ekki getað virkjað almenning betur en raun varð á í því ferli sem spratt upp af sjálfu sér og fyrir ánægjulega tilviljun á Íslandi. Þið megið vera stolt af því sem þið hafið þegar afrekað, Íslendingar. Nú er bara að ljúka verkefninu.Höfundur er lagaprófessor við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. Í fyrsta lagi vefengi ég forsendurnar. Lögmæti stjórnarskrár ræðst af samþykki kjósenda. Hér voru að verki tuttugu og fimm ríkisborgarar (kosnir í fyrstu og svo skipaðir) og sömdu þeir stjórnarskrárdrögin. Nú hefur Alþingi gert nokkrar breytingar á þeim. Tvær skoðanakannanir leiddu í ljós (í október 2012 og janúar 2017) að flestir svarenda voru fylgjandi því að stjórnarskrárdrögin yrðu samþykkt. Það er til vitnis um að almenningur er hliðhollur því að samþykkt séu drögin sem fulltrúar hans sömdu. Hér felst lögmætið í þátttöku manna í ferlinu og samþykki þeirra, en ekki í sjálfu ferlinu. Svo hafa sumir sagt að ferlið hafi ekki verið lýðræðislegt. Það er ekki rétt. Árið 2009 kom saman þjóðfundur um tólf hundruð manna (og voru flestir valdir af handahófi úr þjóðskrá en um hundrað voru fulltrúar stofnana) til að skilgreina þau grunngildi sem þjóðin vildi setja á oddinn. Í nóvember 2010 skipulögðu stjórnvöld svo annan þjóðfund þar sem 950 manns sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá komu saman skilgreindu grunngildi fyrir nýja stjórnarskrá. Sjálft ritunarferli nýrrar stjórnarskrár var svo í höndum tuttugu og fimm kjörinna fulltrúa og þegar kvartanir bárust vegna fyrirkomulags kosninga til stjórnlagaþings tilnefndi Alþingi sömu einstaklinga (með einni undantekningu þó, og næsti kjörni fulltrúinn tók við). Því má segja að þar hafi verið beitt handahófsvali, beinu kjöri og tilnefningum frá Alþingi, og vitaskuld eru alþingismenn þjóðkjörnir. Hvað er ólögmætt við að Alþingi skipi þátttakendur sem einnig voru kjörnir beint?Ef nokkuð er ætti almenningur frekar að kvarta undan of miklum afskiptum stjórnvalda. Nú hefur farsælt hjónaband almennings og stjórnvalda hins vegar leitt til fæðingar nýju stjórnarskrárdraganna. Nú er Alþingi auk þess búið að veita þeim drögum þinglega meðferð. Því er alveg ljóst að stjórnarskrárdrögin eru verk almennings og kjörinna fulltrúa. Nokkrir stjórnmálamenn kvörtuðu undan því að þeir væru ekki hafðir með í ráðum. Það er ekki rétt. Alþingi var með í ráðum allan tímann. Í júní 2010 kaus Alþingi sérstaka stjórnarskrárnefnd til þess að virkja borgarana við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ferlið færðist frá nefndinni til stjórnlagaráðsins sem Alþingi setti líka á laggirnar. Þeir sem sæti áttu í ráðinu voru kjörnir og skipaðir af Alþingi og þeir sömdu stjórnarskrárdrög. Alþingi er búið að endurskoða þau drög og þannig standa málin í dag. Rétt er að stjórnálamönnum var haldið utan við ráðið. Hugmyndin (frábær hugmynd) var að koma á stjórnlagaþingi sem eingöngu væri byggt á þátttöku almennings. Markmiðið var að fá almenning til þess að semja sér stjórnarskrá. Það hefði spillt fyrir því markmiði að kalla stjórnmálamenn til leiks. Nú eru stjórnarskrárdrögin hjá Alþingi sem er búið að endurskoða þau, þannig að Alþingi á núverandi útgáfu nýju stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þeirri stjórnarskrá, sem nú er í gildi, þurfa tvö þing að samþykkja frumvarp til breytinga og skulu þingkosningar vera á milli þinganna. Tak gleði þína aftur, Alþingi, hlutur þinn var eigi lítill. Ef ég hefði freistað þess að skipuleggja ferli til að semja drög að nýrri stjórnarskrá hefði það ekki getað virkjað almenning betur en raun varð á í því ferli sem spratt upp af sjálfu sér og fyrir ánægjulega tilviljun á Íslandi. Þið megið vera stolt af því sem þið hafið þegar afrekað, Íslendingar. Nú er bara að ljúka verkefninu.Höfundur er lagaprófessor við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun